Íran, Hormuz sund – Áhrif, spenna, sagan

Grein/Linkur:   Fjórði þríburinn

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild:   Orkubloggið

.

.

Fjórði þríburinn

hormuz_large

hormuz_large

Var ekki einhvern tímann skrifuð bók, sem hér „Þriðji tvíburinn“? Hér kemur aftur á móti „Fjórði þríburinn“!

Þríburarnir sem hafa ýtt olíuverðinu upp á við, eru auðvitað í fyrsta lagi lágur dollar, í öðru lagi aukin eftirspurn (ekki síst frá Kína) og í þriðja lagi stress á markaðnum og spákaupmennska (vegna lækkandi hlutabréfaverðs).

En þessi þrenning er hreint smámál miðað við fjórða þríburann. Sem er hugsanleg sprengjuárás á Íran. Orkubloggið hefur áður imprað á því, að ef slík árás verður gerð, muni olíutunnan þjóta upp í a.m.k. 190 USD tunnan.

hormuz_angle

hormuz_angle

Auk þess að valda ofurspennu á markaðnum gæti slík árás haft mikil áhrif á siglangar olíuskipa um Persaflóa. Og ekki síst um Hormuz-sund. Sem sést a myndinni hér að ofan – en myndin sú er frá sjónarhorninu sem sýnt er hér til hliðar. Þetta er augljóslega varsöm siglingaleið fyrir stór olíuskip.

Fyrir um mánuði kom í ljós að Ísraelsher var á fullu með óvenjulegar flugæfingar. Menn rennur í grun að þær séu undirbúningur að því að sprengja upp kjarnorkurannsóknastöðvar Írana. Ísraelar eru þekktir fyrir að grípa til slíkra aðgerða, þegar þeir telja sér alvarlega ógnað. Og nú hefur Íransstjórn svarað; geri Ísrael árás muni Íran takmarka siglingar um Hormuz-sund.

Alsírmaðurinn Chakib Khelil, sem er forseti OPEC, var heldur ekkert að róa markaðinn um of. Því hann bætti því við þessi tíðindi, að OPEC myndi ekki hafa tök á að bæta í olíugrautinn ef framboðið frá Íran drægist snögglega saman. Það gæti þýtt 2 milljónum færri tunnur á dag á markaðinn eða samdrátt upp á 2,5%. Og það munar um minna.

StraitOfHurmuz_sm

StraitOfHurmuz

En aftur að Hormuz. Þetta 20 sjómílna breiða sund er einhver mikilvægasta siglingaleið í heimi. Sundið tilheyrir landhelgi tveggja ríkja sitt hvoru megin; Oman og Íran. Á degi hverjum sigla olíuskip frá Persaflóa út úr sundinu með meira en 15 milljón tunnur af olíu. Það samsvarar um 20% af öllu olíuframboði í heiminum!

Í samræmi við alþjóðalög er öllum skipum heimilt að sigla þarna í gegn með friðsamlegum hætti. En í reynd er fátt friðsamlegt við Hormuz. Sundið er tilefni fyrir endalausum smáskærum og stundum alvarlegri atburða.

Iran_Air_655_Hormuz

Iran_Air_655_Hormuz

Eins og fyrir nákvæmlega 20 árum, þegar bandaríska herskipið Vincennes skaut þar niður íranska farþegaþotu með flugskeytum. Þotan var að skjótast yfir sundið til Dubai og líklega flestir um borð á leið í innkaupaferð.

Þessi hörmulegi atburður varð vegna þess að skipstjórinn á Vincennes, Will Rogers, var eitthvað nervös og hélt að Airbus þotan væri írönsk herflugvél að búast til árásar. Þarna fórust 290 farþegar og áhöfn þegar þotan sprakk í tætlur 14 þúsund fet yfir Hormuz-sundi. Um borð voru 60-70 börn. Rogers til varnar skal tekið fram, að fyrr um morguninn höfðu íranskir varðbátar skotið á þyrlu frá Vincennes innan landhelgi Íran. En reyndar var Rogers líka þekktur fyrir að vera aðgangsharðari en flestir aðrir skipstjórar bandarísku herskipanna á Persaflóa. Það er mislangt, eða kannski öllu heldur misstutt, í „Dr. Strangelove syndrómið“.

Iran_nuclear

Iran_nuclear

Já – ekki er ólíklegt að bráðum ráðist ísraelskar herþotur á skotmörk í Íran. Og hver veit nema Hormuz lokist í einhvern tíma. Þá væri nú aldeilis fínt að eiga nokkra netta olíu-futures. NYMEX ku opna eftir fáeina klukkutíma. Eins dauði er annars brauð. Sem fyrr.

Fleira áhugavert: