Vatnsútflutningur – Förum varlega, sagan 2008

Grein/Linkur:  Íslenska vatnssullið

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild:   Orkubloggið

.

.

Íslenska vatnssullið

icelandicGlacialUndanfarið hefur Orkubloggið m.a. fjallað um það hvernig sumir fjárfestar í Bandaríkjunum eru farnir að veðja á vatn og kaupa upp vatnsréttindi þar í landi. Sbr. færslurnar „Blautagull“ (http://askja.blog.is/blog/askja/entry/582459/) og „Bláa gullið“ (http://askja.blog.is/blog/askja/entry/584060/).

En mér varð um og ó þegar ég sá sjónvarpsfréttir RÚV nú um helgina. Og fyrsta fréttin var um það, að Össur iðnaðarráðherra telur að íslenskt vatn verði brátt útflutningsvara upp á tugi malljarða króna. Maður fyllist hálgerðum kjánahrolli að heyra svona. Íslenskir pólítíkusar hafa sjaldan verið næmir á peningalykt. Þannig að þetta finnst mér nánast gera það skothelt að vatnsútflutningur „frumkvöðla“ héðan verði dæmdur til að mistakast.

Það er ekkert nýtt að menn fái þá hugmynd að flytja út íslenskt vatn. Og það er svona álíka frumlegt að ætla að selja vatn, eins og t.d. að ætla að framleiða og selja nýjan kóladrykk. Að markaðssetja vatn er fyrst og fremst barátta um að búa til vörumerki og sýna markaðssnilld.sol_kola Auðvitað óska ég Jóni Ólafssyni alls hins besta í vatnsútflutningi sínum. En vona að menn fari gætilega og hlusti t.d. á ráðleggingar Davíðs Scheving Thortseinssonar, þess gamalreynda athafnamanns. Í útvarpsviðtali í gær kom Davíð Scheving einmitt með skynsamleg sjónarmið um hvernig standa beri að vatnsútflutningi. Þessir gömlu jálkar eru alltof sjaldan spurðir álits á nútíma bisness. Það er miður. Því fátt er dýrmætara en reynslan.

Það er líklega til marks um kynslóðaskiptin í íslensku viðskiptalífi, að í fljótu bragði fann ég enga mynd á Netinu af Davíð Scheving. Þannig að myndin af Sól Cola hér til hliðar verður að duga. Það fannst mér reyndar aldrei sérlega góður drykkur. En það er önnur saga.

Fleira áhugavert: