Íbúðarhúsnæði – Krafa um 6 kg slökkvitæki
Grein/Linkur: Handslökkvitæki
Höfundur: Brunavarnir Suðurnesja
.
.
Handslökkvitæki
Til eru margar gerðir slökkvitækja sem hafa má á heimilum. Mikilvægt er að allir á heimilinu viti hvar slökkvitæki eru geymd og hvernig á að beita þeim. Slökkvitæki ber að yfirfara árlega af viðurkenndum þjónustuaðilum.
Duftslökkvitæki eru ætluð á alla elda. Ekki er þó tryggt að duftið slökkvi eld þar sem myndast hefur glóð. Ráðlögð stærð á heimili er sex kg.
Kolsýruslökkvitæki eru aðallega ætluð á virk rafmagnstæki. Þau slökkva þó ekki glóðareld fremur en duftslökkvitækin. Þau eru til í mörgum gerðum og stærðum, allt frá tveimur kg.
Vatnsslökkvitæki eru aðallega ætluð á elda í föstum efnum, til dæmis timbri, vefnaði og pappír. Algengasta stærð tækjanna er tíu lítrar.
Léttvatnsslökkvitæki eru vatnsslökkvitæki sem froðuefni hefur verið bætt út í, en auk þess eru þau með öðruvísi stút framan á sem blandar froðuefnið við vatnið.. Þau duga á sömu elda og vatnstækin en auk þess á olíu-, feitis- og rafmagnselda upp að 1000 voltum. Algengasta stærðin er sex og tíu lítrar. Gott er að hafa samt í huga að vatn og rafmagn á samt ekki vel saman.
Við lokaúttekt á íbúðahúsnæði er krafa að það sé 6 kg. slökkvitæki uppsett í íbúðinni. Ef bílskúr er líka er krafa um að þar sé líka slökkvitæki.