Lög um handiðn – Reglugerð nr.42/1978

Grein/Linkur: Lög um handiðnað

Höfundur: Félagsmálaráðuneytið

Heimild: 

.

Lög um handiðnað

1978 nr. 42 18. maí


    1)L. 19/2020, 19. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 6. júní 1978. Breytt með: L. 21/1988 (tóku gildi 31. maí 1988). L. 19/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 1. og 3. mgr. 29. gr. sem tóku gildi 17. apríl 1991). L. 23/1991 (tóku gildi 17. apríl 1991). L. 70/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: VII. viðauki tilskipun 64/222/EBE, 64/224/EBE, 64/223/EBE, 68/363/EBE, 68/364/EBE, 70/522/EBE, 70/523/EBE og 86/653/EBE). L. 40/1997 (tóku gildi 29. maí 1997; EES-samningurinn: VII. viðauki tilskipun 64/427/EBE, 64/429/EBE, 68/365/EBE, 68/366/EBE og 82/489/EBE). L. 133/1999 (tóku gildi 11. jan. 2000). L. 7/2002 (tóku gildi 20. febr. 2002). L. 76/2002 (tóku gildi 17. maí 2002). L. 108/2006 (tóku gildi 1. nóv. 2006 skv. augl. C 1/2006). L. 24/2007 (tóku gildi 29. mars 2007). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 19/2020 (tóku gildi 19. mars 2020).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.


.

 

.

 1. gr.
 [Lög þessi taka til rekstrar handiðnaðar í atvinnuskyni. Heimilisiðnaður skal undanþeginn ákvæðum laganna.] 1)
1)L. 19/2020, 11. gr.
 2. gr.
 Enginn má reka [handiðnað] 1) í atvinnuskyni á Íslandi eða í íslenskri landhelgi, nema hann hafi til þess fengið leyfi lögum þessum samkvæmt.
 [Þrátt fyrir ákvæði laga þessara hafa ríkisborgarar eða lögaðilar aðildarríkja að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið rétt til að starfa í [handiðnaði] 1) á grundvelli skuldbindinga Íslands um viðurkenningu á starfi og starfsþjálfun í [handiðnaði] 1) í öðru EES-ríki [svo og ríkisborgarar eða lögaðilar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu ellegar Færeyingar eða lögaðilar í Færeyjum]. 2) Ráðherra getur kveðið nánar á um þennan rétt í reglugerð.
 [Sýslumenn] 3) skulu staðfesta réttmæti gagna um starf og starfsþjálfun eftir að viðkomandi félagi iðnaðarmanna, m.a. landssamtökum meistara og sveina, hefur verið gefinn kostur á að segja álit sitt. Lögreglustjórar hafa eftirlit með framkvæmd þessara ákvæða. Ágreining um rétt má bera undir ráðherra og enn fremur leita úrskurðar dómstóla.] 4)
1)L. 19/2020, 12. gr. 2)L. 108/2006, 28. gr. 3)L. 24/2007, 1. gr. 4)L. 40/1997, 1. gr.
 3.–7. gr. … 1)
1)L. 19/2020, 13. gr.
 8. gr.
 [Iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar hafa verið í reglugerð 1) [ráðherra], 2) skulu ávallt reknar undir forstöðu meistara. Um löggildingu skal hafa samráð við [þann ráðherra er fer með fræðslumál] 2) og landssamtök meistara og sveina.] 3)
 Meistari skal bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel af hendi leyst.
 Rétt til iðnaðarstarfa í slíkum iðngreinum hafa meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni. Heimilt er sérfélögum, sveina- og meistarafélagi í sömu iðn að gera sín á milli samning um það, að ráða megi ólært verkafólk til iðnaðarstarfa undir stjórn lærðs iðnaðarmanns um ákveðinn stuttan tíma í senn, þegar sérstaklega stendur á og brýn þörf er á auknum vinnukrafti í iðninni. Einnig getur hver og einn unnið iðnaðarstörf fyrir sjálfan sig og heimili sitt, enn fremur fyrir opinbera stofnun eða fyrirtæki, sem hann vinnur hjá, ef um minni háttar viðhald á eignum þessara aðila er að ræða.
 Í sveitum, kauptúnum og þorpum með færri en 100 íbúa mega óiðnlærðir menn vinna að iðnaðarstörfum.
1)Rg. 940/1999, sbr. 1256/2012 og 1082/20192)L. 126/2011, 81. gr. 3)L. 133/1999, 1. gr.
 9. gr.
 Rétt til að kenna sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein hafa þeir einir, er hafa sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni.
 10. gr.
 [Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir eftirfarandi skilyrðum:
1. Er íslenskur ríkisborgari eða ríkisborgari aðildarríkis að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyingur. Erlendur ríkisborgari, sem á lögheimili hér á landi og hefur átt það samfellt í a.m.k. eitt ár, skal vera undanþeginn skilyrði um íslenskt ríkisfang.
2. Er lögráða og hefur forræði á búi sínu.
3. Hefur lokið sveinsprófi, unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni í minnst eitt ár og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Eigi sveinn ekki völ á starfi undir stjórn meistara í nýrri iðngrein sinni fyrstu fimm árin eftir löggildingu hennar telst tveggja ára starf hans í þeirri grein jafngilt starfi hjá meistara en sýslumaður skal gefa viðkomandi félagi iðnaðarmanna, m.a. landssamtökum meistara og sveina, kost á að segja álit sitt á því hvort völ sé á slíku starfi. Sama gildir í iðngreinum þar sem ekki er starfandi meistari eða þar sem sveinn á af öðrum ástæðum sannanlega engan kost á starfi undir stjórn meistara.] 1)
 Meistarabréf veitir meistara leyfi til að reka þá iðngrein, er meistarabréf hans tekur til.
1)L. 19/2020, 14. gr.
 11. gr.
 Sá hefur fyrirgert meistarabréfi sínu, sem missir einhvers þeirra skilyrða, er fullnægja þarf til þess að öðlast það.
 12. gr.
 [[Sýslumaður], 1) þar sem aðili á lögheimili, lætur af hendi meistarabréf … 2). [Sýslumaður sem fær umsókn frá aðila sem á ekki lögheimili á Íslandi lætur, þrátt fyrir ákvæði 1. málsl., af hendi meistarabréf, uppfylli aðili önnur skilyrði laganna.] 2)3)
 Nú synjar [sýslumaður] 1) um meistarabréf …, 2) eða ágreiningur verður um það, hvort aðili hafi misst rétt sinn, og er aðila þá rétt að bera málið undir [ráðherra]. 4) Enn fremur getur hann leitað úrskurðar dómstóla.
 [[[Ráðherra] 4) gefur út sveinsbréf. Hann getur falið öðrum að gefa bréfin út að fullnægðum skilyrðum laga.] 3)
 Greiða skal gjald samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs fyrir … 2) meistarabréf og sveinsbréf.] 5)
1)L. 24/2007, 1. gr. 2)L. 19/2020, 15. gr. 3)L. 7/2002, 1. gr. 4)L. 126/2011, 81. gr. 5)L. 133/1999, 3. gr.
 13. gr.
 [Sýslumaður skal halda skrá yfir meistarabréf sem veitt eru samkvæmt lögum þessum.] 1)
 … 1)
 Ráðherra setur nánari fyrirmæli um þessi efni.
1)L. 19/2020, 16. gr.
 14. gr. … 1)
1)L. 7/2002, 2. gr.
 15. gr.
 Það varðar sektum:
1. Ef maður rekur [handiðnað], 1) án þess að hafa leyst leyfi, eða leyfir öðrum að reka [handiðnað] 1) í skjóli leyfis síns.
2. Ef maður tekur að sér störf meistara, án þess að hafa leyst meistarabréf.
3. Ef maður rekur löggilta iðngrein, án þess að hafa meistara til forstöðu.
4. Ef maður kennir sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein, án þess að hafa rétt til þess samkvæmt 9. gr.
5. Ef maður eða fyrirtæki tekur nemendur til verklegs náms, enda þótt hann eða það eigi ekki rétt til þess, eða tekur nemendur til náms í annarri iðn en þeirri, sem hann er meistari í, eða heldur nemendur án löglegs samnings.
[6. Ef ríkisborgari eða lögaðili aðildarríkis að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu ellegar Færeyingur eða lögaðili í Færeyjum starfar hér án þess að staðfesting skv. 3. mgr. 2. gr. liggi fyrir.] 2)
 Sektir renna í ríkissjóð.
 … 3)
1)L. 19/2020, 17. gr. 2)L. 108/2006, 30. gr. 3)L. 19/1991, 194. gr.
 16. gr.
 Heimilt er að dæma mann, er sekur gerist um ítrekað brot gegn lögum þessum, [til missis … 1) meistarabréfs og sveinsbréfs], 2) tímabundið eða jafnvel ævilangt, ef um mjög gróft brot er að ræða.
1)L. 19/2020, 18. gr. 2)L. 133/1999, 4. gr.
 17. gr.
 Óskert skulu atvinnuréttindi þeirra manna, er hlotið hafa þau samkvæmt ákvæðum eldri laga.

Fleira áhugavert: