Klausturselsvirkjun – 50 vindmyllur, 250 MW

Grein/Linkur: Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils

Höfundur: Sunna Ósk Logadóttir

Heimild: 

.

Kortið sýnir staðsetningu fyrirhugaðrar Klausturselsvirkjunar á Fljótsdalsheiði. Mynd: Mannvit – Smella á mynd til að stækka

.

Febrúar 2022

Vilja reisa 40-50 vindmyllur í nágrenni Stuðlagils

Um 40-50 vindmyllur munu rísa í landi Klaustursels í Jökuldal gangi áform Zephyr Iceland eftir. Vindorkuverið yrði í nálægð við Kárahnjúkavirkjun og þar með flutningsnet raforku en einnig í grennd við hinn geysivinsæla ferðamannastað, Stuðlagil.

Fyr­ir­tækið Zephyr Iceland áformar að reisa í áföngum vind­orku­ver í landi Klaust­ursels í Jök­ul­dal og mun 1. áfangi verða 40-50 MW en loka­stærð vers­ins gæti orðið allt að 250 MW. Þá yrðu 40-50 vind­myllur reistar á svæð­inu, hver um 200 metrar á hæð. Stuðla­gil, einn vin­sæl­asti ferða­manna­staður Íslands síð­ustu árin, er næsta nágrenni hins fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæð­i

Í lok jan­úar var hald­inn for­sam­ráðs­fundur full­trúa Zephyr, Múla­þings og Skipu­lags­stofn­unar um áform­in. Á þeim fundi vakti Sig­urður Jóns­son, skipu­lags­full­trúi Múla­þings, athygli á nálægð­inni við Stuðla­gil sem ekki var getið í skýrslu þeirri um Klaust­ursels­virkjun sem Zephyr lét útbúa fyrir Orku­stofnun er sóst var eftir að kost­inum yrði skilað inn til með­ferðar hjá verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Sagði Sig­urður mik­il­vægt að athuga með sýni­leika vind­myll­anna frá hinum geysi­vin­sæla ferða­manna­stað.

Allir geta komið að athuga­semdum um fram­kvæmdir í for­sam­ráði og skal fram­kvæmda­að­ili gera grein fyrir slíkum athuga­semdum í mats­á­ætlun um fram­kvæmd­ina sem er eitt fyrsta skefið í átt að mati á umhverf­is­á­hrif­um.

Zephyr Iceland vinnur að und­ir­bún­ingi, rann­sóknum og þróun nokk­urra vind­orku­verk­efna á Íslandi. Fyr­ir­tækið er að meiri­hluta í eigu norska Zephyr, sem er umfangs­mikið vind­orku­fyr­ir­tæki þar í landi. Alls er Zephyr nú með rúm­lega 500 MW af vindafli í rekstri í Nor­egi og er að auki að reisa um 200 MW í við­bót.

Meðal verk­efna Zephyr til þessa eru t.a.m. vind­orku­verið Tellenes (um 160 MW) sem reis sum­arið 2017 og selur raf­ork­una til Google og vind­orku­ver á Guleslettene (um 200 MW) sem reis sum­arið 2020 og selur raf­ork­una til Alcoa.

Íslenska fyr­ir­tækið Hreyfi­afl er einnig hlut­hafi í Zephyr Iceland. Hreyfi­afl er í eigu Ket­ils Sig­ur­jóns­son­ar, sem jafn­framt er fram­kvæmda­stjóri Zephyr Iceland.

Framkvæmdasvæðið er á Fljótsdalsheiði, innan jarðarinnar Klaustursels. Mynd: Úr skýrslu Zephyr Iceland

Framkvæmdasvæðið er á Fljótsdalsheiði, innan jarðarinnar Klaustursels. Mynd: Úr skýrslu Zephyr Iceland

Svæðið þar sem Klaust­ursels­virkjun er fyr­ir­huguð liggur innan jarð­ar­innar Klaust­ursels í sveit­ar­fé­lag­inu Fljóts­dals­hér­aði. Fram­kvæmda­svæðið yrði á Fljóts­dals­heiði vest­an­verðri.

Um svæðið liggur háspennu­lína Lands­nets en auk þess er nú verið að reisa öfl­ugri háspennu­línu, Kröflu­línu 3, sam­hliða hinni eldri. Báðar lín­urnar tengj­ast tengi­virki við Kára­hnjúka­virkj­un.

Helstu stórnot­endur raf­orku í nágrenni Fljóts­dals eru álverið á Reyð­ar­firði og fiski­mjöls­verk­smiðj­ur, en einnig er t.a.m. Eyja­fjarð­ar­svæðið og kís­il­verk­smiðjan á Bakka tengd flutn­ings­kerf­inu. Vegna nálægðar við Kára­hnjúka­virkjun og hafn­ar­innar á Reyð­ar­firði eru góðir inn­viðir til und­ir­bún­ings og upp­bygg­ingu vind­orku­vers­ins til staðar að mati fram­kvæmda­að­ila. „Á und­ir­bún­ings­tíma virkj­un­ar­innar verður afar lítið rask á heið­inni því unnt er að nýta fyr­ir­liggj­andi veg­slóða sem þar eru,“ sagði m.a. í gögnum sem skilað var inn vegna virkj­ana­kosts­ins til mats í ramma­á­ætl­un. Þegar kæmi að því að reisa vind­myll­urnar yrði sá veg­slóði styrktur eða byggður nýr vegur á heið­inni.

Stuðlagil kom undan vatni Jöklu er Kárahnjúkavirkjun tók til starfa.

Stuðlagil kom undan vatni Jöklu er Kárahnjúkavirkjun tók til starfa

Fljóts­dals­heiði er víð­feðmt heið­ar­land milli Jök­ul­dals og Fljóts­dals. Jörðin Klaust­ur­sel liggur í og upp af Jök­ul­dal og jörð­inni til­heyrir víð­áttu­mikið land uppi á heið­inni. Sá hluti Fljóts­dals­heiðar þar sem virkj­unin er fyr­ir­huguð er nokkuð inn­ar­lega á heið­inni. „Með því eru sjón­ræn áhrif virkj­un­ar­innar frá byggð lág­mörkuð og um leið má gera ráð fyrir að dragi úr ísingu eftir því sem kemur innar á heið­ina, en þar er víð­áttu­mikið fremur flat­lent svæð­i,“ segir í gögnum Zephyr Iceland.

Fleira áhugavert: