Indland – Orkuvinnsla, fullorðinsleikföng

Grein/Linkur: Indversk fullorðinsleikföng

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Indversk fullorðinsleikföng

Nú er Baugur á leið með Hamleys til Indlands. Snilld ef íslenskt fyrirtæki getur náð í aura út á það að selja leikföng á Indlandi. Ekki síður sniðugt eru indversku fullorðinsleikföng framtíðarinnar. Þau eru, séð frá sjónarhóli Orkubloggsins, annars vegar vindtúrbínur og hins vegar ný tegund af kjarnorkuverum. Indverjar eiga nefnilega eitt öflugasta vindtúrbínu-fyrirtæki í heimi. Og standa hvað fremst allra þjóða í rannsóknum á betri kjarnorkutækni. Í dag ætlar Orkubloggið að beina athyglinni að því nýjasta í indverska kjarnorkuiðnaðinum.

india_china_energy

india_china_energy

Þegar talað er um efnahagsuppganginn á Indlandi er Kína gjarnan nefnt í sömu andrá. Þess vegna er athyglisvert að bera saman orkunotkun Kínverja og Indverja. Þá kemur í ljós að ef miðað er við höfðatölu notar Indverjinn miklu minni orku en Kínverjinn. Sem gæti bent til þess að orkunotkun Indverja eigi eftir að aukast mun hraðar en orkunotkunin í Kína.

Kínverjar  hafa uppfyllt orkuþörf sína með því t.d. að reisa all mörg kolaorkuver, kaupa upp olíu víða um heim og eru nú að ljúka við stærstu vatnsaflsvirkjun í heimi. Sem veldur gríðarlegum umhverfisáhrifum. Aftur á móti byrjaði Kína seint að reisa kjarnorkuver – en Kinverjar eru nú með plön um mikinn fjölda nýrra kjarnorkuvera.

Rétt eins og Kína, þá framleiða Indverjar stærstan hluta raforku sinnar með kolaorkuverum (um 70%!). Indverjar eru að vísu rótgróin kjarnorkuþjóð og hafa lengi nýtt kjarnorku til rafmagnsframleiðslu. Með mjög góðum árangri. Í dag kemur um 3% rafmagnsframleiðslu Indverja frá kjarnorkuverum, sem er reyndar ekki mikið hærra hlutfall en í Kína (um 2%).

india-energy

india-energy

En Indverjar setja markið hátt. Þrátt fyrir stór plön um kjarnorkuuppbyggingu í Kína mun hlutfall kjarnorkunnar þar í rafmagnsframleiðslu varla verða meira en 4% eftir um áratug. Plön Indverja um rafmagnsframleiðslu með kjarnorku eru miklu metnaðarfyllri. Stefnt er að því að árið 2050 komi hvorki meira né minna en 25% raforkuframleiðslunnar á Indlandi frá kjarnorkuverum. Það er nánast óskiljanlegt hvernig Indverjum dettur í hug að þeir geti náð slíku markmiði. Í reynd mun það vart gerast nema Indverjum takist að þróa ný kjarnorkuver, sem nýta frumefnið þórín sem kjarnorkueldsneyti.

Orkubloggið hefur áður lýst því hvernig unnt kann að vera að nýta þórín í kjarnorkuver. Og hvernig það myndi gerbreyta kjarnorkuiðnaðinum. Indverjar stefna að því að fyrsta þórínverið, sem byggt er í tilraunaskyni, verði tilbúið 2010 og muni framleiða 500 MW. Og árið 2020 verði fjögur slík ver fullsmíðuð.

Ástæða fyrir áhuga Orkubloggsins á þessu sviði kjarnorkuiðnaðarins er einföld. Það er sú staðreynd að í næsta nágrenni okkar, í Noregi, er talið að mikið þórín sé að finna. Og að Noregur verði eitt allra stærsta útflutningsríki þóríns. Sem myndi að miklu leyti leysa úran af hólmi.

carlo_rubbia

carlo_rubbia

En er þetta raunveruleiki? Mun þórín geta leyst úran af hólmi. Ítalski eðlisfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Carlo Rubbia virðist sannfærður um að svo sé. Rubbia hefur verið lýst sem manni með jafn frjóan huga eins og hin sexí og frjóa (kjarnakleyfa) úransamsæta U 235. Og hann hefur trú á því að þóríntæknin verði senn nothæf, hagkvæm og útbreidd. Reyndar er Rubbia líklega einn af þeim fyrstu sem sá fyrir sér möguleikann á þessari tækni.

Og núna eru Norðmenn búnir að taka við þórín-keflinu. Og eru nýbúnir að gera mikla úttekt á því hvor þeir eigi hugsanlega að hefja bygging á kjarnorkuveri, sem nýti þórín. Kjarnorkuver eru ekki beint ódýrustu kvikindin að byggja. Og enn síður þegar menn eru að þróa nýja kjarnorkutækni. Þannig að þetta yrði dýrt og áhættusamt verkefni. En bara sú staðreynd að þórínið gefur 250sinnum meiri orku en sama magn af úrani, hljómar vel. Nú reynir á Norðmenn.

Fleira áhugavert: