Saga Egyptalands – Byltingin 2011 ..frelsi,lýðræði

Heimild:    

 

Smella á örina á timalínuna hér að ofan, til að heyra umfjöllunina

Janúar 2016

Þann 25. janúar 2011 boðuðu ungir egypskir aðgerðasinnar til mótmæla gegn þrjátíu ára ógnarstjórn forsetans Hosni Mubaraks, eftir að hafa horft upp á frændur sína í Túnis rísa upp gegn þeirra eigin einræðisherra örfáum dögum áður.

Í ljós sögunnar rifjar upp sögu byltingarinnar sem steypti Mubarak, að því tilefni að fimm ár eru liðin frá þessum örlagaríku dögum í janúar og febrúar 2011.

Í upphafi dags 25. janúar vissi enginn hversu margir myndu hlýða kalli ungu aðgerðasinnanna. En mótmælin urðu þau fjölmennustu í Egyptalandi í áraraðir, og kveikjan að þriggja vikna langri uppreisn.

Milljónir Egypta mótmæltu á götum Kaíró og fleiri egypskra borga dag eftir dag, og létu hvorki vígbúna óeirðalögreglumenn né ofbeldisfullan glæpalýð, sem forsetinn sigaði á mótmælendur, stöðva sig.

„Við erum endanlega búin að rjúfa hræðslumúrinn sem hefur hlekkjað okkur í þrjátíu ár,“ sagði einn mótmælendanna sem héldu til á Tahrir-torgi Kaíróborgar við Jón Björgvinsson, fréttaritara Ríkisútvarpsins.

Í þættinum heyrist meðal annars frásögn Jóns af vettvangi og annarra Íslendinga sem urðu vitni að þessum atburðum með eigin augum, þeirra Sigrúnar Valsdóttur bóksala í Kaíró og Kristjáns Sigurjónssonar, myndatökumanns hjá sænska ríkissjónvarpinu.

 

 

 

 

 

 

 

Fleira áhugavert: