Húshitunarkostnaður – Þrefaldur munur

Grein/Linkur:  Þrefaldur munur á kostnaði við húshitun

Höfundur: Ómar Friðriksson

Heimild: 

.

.

Febrúar 2024

Þrefaldur munur á kostnaði við húshitun

Mik­ill mun­ur get­ur verið á orku­kostnaði heim­ila eft­ir byggðarlög­um lands­ins og er mun­ur­inn á hús­hit­un­ar­kostnaði mun meiri en á raf­orku­verði. Lægsti mögu­legi kostnaður­inn þar sem hús­hit­un­in er dýr­ust er um þre­falt hærri en þar sem hún er ódýr­ust.

Þetta kem­ur fram í nýbirtri skýrslu Byggðastofn­un­ar um orku­kostnað heim­ila í 91 byggðarlagi. Hún er byggð á út­reikn­ing­um Orku­stofn­un­ar á kostnaði á árs­grund­velli við raf­orku­notk­un og hús­hit­un á sömu fast­eign­inni sem notuð er til viðmiðunar á nokkr­um þétt­býl­is­stöðum og í dreif­býli.

„Lægsti hús­hit­un­ar­kostnaður fyr­ir viðmiðun­ar­eign er í Braut­ar­holti á Skeiðum og á Seltjarn­ar­nesi um 75 [þúsund kr.] og þar næst á Flúðum um 77 [þúsund kr.]. Á þess­um stöðum er lægsti hús­hit­un­ar­kostnaður um þriðjung­ur af kostnaðinum þar sem hann er hæst­ur. Hæsti hús­hit­un­ar­kostnaður fyr­ir viðmiðun­ar­eign er í Gríms­ey um 246 þ.kr., þar sem er ol­íukynd­ing.

Þar fyr­ir utan er hús­hit­un­ar­kostnaður fyr­ir viðmiðun­ar­eign hæst­ur á stöðum þar sem hita­veita er dýr eða not­ast er við kynta hita­veitu. Á Höfn í Hornafirði og í Nesja­hverfi er ný­leg hita­veita (RARIK) og hús­hit­un­ar­kostnaður viðmiðun­ar­eign­ar er 232 þ.kr. Á Greni­vík er einnig hita­veita (Norður­orka) og þar er hús­hit­un­ar­kostnaður 231 þ.kr. Í Vest­manna­eyj­um er kynt hita­veita og þar er hús­hit­un­ar­kostnaður 225 þ.kr. fyr­ir viðmiðun­ar­eign.

.

Allt að þrefaldur munur getur verið á kostnaði við húshitun …

Allt að þrefaldur munur getur verið á kostnaði við húshitun hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

.

Á stöðum sem þurfa að nota beina raf­hit­un er lægsti hús­hit­un­ar­kostnaður fyr­ir viðmiðun­ar­eign­ina nú um 197 þ.kr., en með varma­dælu er hér áætlað að hann geti verið um 99 þ.kr.,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Sé ein­göngu litið á raf­orku­kostnað heim­ila leiðir sam­an­b­urður­inn í ljós að lægsta mögu­lega verð sem neyt­end­um stend­ur til boða að meðtöld­um flutn­ings- og dreif­ing­ar­kostnaði fæst hjá Veit­um á höfuðborg­ar­svæðinu og á Akra­nesi, um 87 þúsund kr. Hæsta gjald fyr­ir raf­ork­una í skil­greindu þétt­býli er um 107 þúsund kr. hjá Orku­búi Vest­fjarða. Raf­orku­verð er hærra í dreif­býli, hjá RARIK og Orku­búi Vest­fjarða, eða um 116-120 þús. kr.

Bent er á í um­fjöll­un Byggðastofn­un­ar um niður­stöðurn­ar að lægsta mögu­lega raf­orku­verð fyr­ir viðmiðun­ar­eign­ina var tölu­vert hærra í dreif­býli en í þétt­býli fram til árs­ins 2021 en þá fór bilið þar á milli að minnka mikið vegna auk­ins dreif­býl­is­fram­lags til jöfn­un­ar dreifi­kostnaðar raf­orku í dreif­býli. Í fyrra hækkaði raf­orku­verð í þétt­býli um 0,4-3,9%, nema hjá Veit­um en þar lækkaði raf­orku­verð um 1,4%. Í dreif­býli lækkaði raf­orku­verð heim­il­is­ins á sein­asta ári um 7,0% hjá Orku­búi Vest­fjarða og 3,1% hjá RARIK.

Kostnaður­inn hæst­ur í Gríms­ey en lægst­ur á Seltjarn­ar­nesi

Heild­ar­orku­kostnaður, fyr­ir raf­orku og vegna hús­hit­un­ar, er líkt og verið hef­ur á und­an­förn­um árum hæst­ur í Gríms­ey eða 374 þúsund kr. en þar er raf­magn fram­leitt með dísilraf­stöð og hús­in kynt með olíu. Olí­an hef­ur hækkað mikið, árið 2022 hækkaði verð á olíu til hús­hit­un­ar um 57% frá fyrra ári og 2023 varð aft­ur 21% hækk­un, en bent er á í skýrsl­unni að vegna niður­greiðslna höfðu hækk­an­irn­ar ekki áhrif á hús­hit­un­ar­kostnað í Gríms­ey.

Næst á eft­ir Gríms­ey er heild­ar­kostnaður vegna raf­orku og hús­hit­un­ar hæst­ur í Nesja­hverfi í Hornafirði, 352 þús. kr., og á Höfn 333 þús. kr., Greni­vík 332 þús. kr. og í Vest­manna­eyj­um 325 þús. kr. Líkt og á und­an­förn­um árum er lægsta heild­ar­orku­kostnaðinn á land­inu að finna á Seltjarn­ar­nesi, 163 þús. kr., og þarnæst á Flúðum, 178 þús. kr.

Skýrslu­höf­und­ar skoða einnig þró­un­ina inn­an svæða og eft­ir lands­hlut­um frá ár­inu 2014. Á höfuðborg­ar­svæðinu er heild­ar­orku­kostnaður fyr­ir viðmiðun­ar­eign­ina hæst­ur í Hafnar­f­irði og vest­ur­hluta Garðabæj­ar, 234 þús. kr. Næst­hæsti heild­ar­kostnaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu er í Reykja­vík, Kópa­vogi og aust­ur­hluta Garðabæj­ar, 221 þúsund kr. Þar hef­ur hann lækkað um 6% frá 2014.

Í Grund­ar­hverfi á Kjal­ar­nesi er heild­ar­orku­kostnaður 202 þús. kr. og hef­ur lækkað um 6,8% síðan 2014. „Lægsti heild­ar­kostnaður höfuðborg­ar­svæðis­ins og á land­inu öllu er á Seltjarn­ar­nesi, 163 þ.kr., en hann hef­ur lækkað nokkuð frá ár­inu 2021, eða um 9,8%. Heild­ar­orku­kostnaður viðmiðun­ar­eign­ar á höfuðborg­ar­svæðinu er svo næst­lægst­ur í Mos­fells­bæ, 183 þ.kr., þar sem hann hef­ur lækkað um 13,6% síðan 2014,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Frá 2014 hef­ur heild­ar­kostnaður­inn lækkað í Gríms­ey um 15,1% og um 27,8% á Bakkaf­irði, um 23,2% á Þórs­höfn og Raufar­höfn og um 23,2% í Ólafs­vík, Grund­arf­irði, á Hell­is­sandi og Rifi frá 2014 svo dæmi séu tek­in.

Fleira áhugavert: