Þórín Kjarnorkuver, Kína – Grænt ljós 2023

Grein/Linkur:  Kína gefur grænt ljós á þróun þóríum-kjarnorkuvers

Höfundur: Karl Héðinn Kristjánsson

Heimild:

.

.

Júní 2023

Kína gefur grænt ljós á þróun þóríum-kjarnorkuvers

Kínversk yfirvöld hafa formlega gefið leyfi fyrir þóríum kjarnorkuveri sem hefur verið í byggingu frá 2018, kjarnorkuverið gengur á efninu þóríum en ekki úraníum eins og hefðbundin kjarnorkuver hafa hingað til gert. Að vinna orku úr þóríum er mun áhættuminna en að vinna hana úr úraníum. Einnig er mun meira af þóríum á jörðinni en úraníumi.

Ef þetta tilraunaverkefni gengur áfram vel munu næstu skref vera að byggja stærra kjarnorkuver í tilraunaskyni fyrir 2030. Ef þessar áætlanir ganga eftir má búast við mun fleiri þóríum kjarnorkuverum snemma á fimmta áratug þessarar aldar.

Kína er með nóg af þóríum til að reka sig í 20.000 ár

Þóríum er um fjórum sinnum algengara í náttúrunni en úraníum og það er það mikið af því í Kína að það væri hægt, með nægilega mörgum þóríum kjarnorkuofnum, að sjá fyrir núverandi orkuþörf Kína í 20.000 ár.

.

Tokyo

.

Umhverfisvænn kostur fyrir framtíðina?

Þóríum hefur marga yfirburði yfir úraníum en eitt mikilvægasta forskot sem kjarnasamrunni þess hefur er að gefa frá sér mun minna af geislavirkum spilliefnum en venjulegu kjarnorkuverin. Kjarnorkuver gefa ekki frá sér koltvísýring en áhættan af þeim er mikil. Slysið í Fukushima var hársbreidd frá því að gera Tókýó, stærstu og fjölmennustu borg í heimi, ólífvæna í tugþúsundir ára.

Samkvæmt alþjóðlegu orkumálastofnunni er áhættan af þóríum kjarnorkuverum miklu minni en af úraníum kjarnorkuverum. Bæði eru líkurnar á slysum mun minni vegna eðlis tækninnar og ef til slyss kæmi væru afleiðingarnar ekkert í líkingu við það sem gerðist í Chernobyl eða Fukushima.

Ekki án áskorana

Þrátt fyrir að mikið sé til af þóríumi á jörðinni er enn þá dýrt að vinna úr því. Þóríum er oftast fengið sem aukaafurð úr ákveðnum málmum. Enn þá er ódýrara að vinna úraníum úr jörðinni en þóríum. Ef eftirspurn eftir þóríumi eykst mun kostnaður hins vegar minnka.

Einnig eru rannsóknir á tækninni dýrar og próf dýr. Kína hefur verið að leiða þessa rannsóknarvinnu hingað til og ef vel gengur er líklegt að fleiri þjóðir og aðilar muni auka fjárfestingu á þessu sviði.

Möguleikar þóríum kjarnorkuvera eru miklir

Fleira áhugavert: