Vindorka – Á hafi eða landi

Grein/Linkur: Raforkuvinnsla á láði eða legi

Höfundur: Ein­ar Mat­hiesen, Landsvirkjun

Heimild: 

.

.

Febrúrar 2023

Raforkuvinnsla á láði eða legi

Ein­ar Mat­hiesen

Ein­ar Mat­hiesen: „Að velja hag­kvæma fjár­fest­ing­ar­kosti til raf­orku­vinnslu er lyk­il­atriði þegar kem­ur að sam­keppn­is­hæfni.“

Í sátt­mála um rík­is­stjórn­ar­sam­starf Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs er boðuð heild­ar­end­ur­skoðun á lög­um um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un, sem oft­ast geng­ur und­ir nafn­inu ramm­a­áætl­un.

Lög­in verði end­ur­skoðuð frá grunni með það að mark­miði að tryggja ábyrga og skyn­sam­lega nýt­ingu og vernd orku­kosta á Íslandi.

Við hjá Lands­virkj­un fögn­um því að taka eigi lög­in til end­ur­skoðunar og telj­um að gera megi ferli ramm­a­áætl­un­ar bæði skil­virk­ara og ár­ang­urs­rík­ara fyr­ir land og þjóð.

Á hafi eða landi

Lands­virkj­un hef­ur ekki myndað sér stefnu um upp­bygg­ingu á raf­orku­vinnslu með vindorku á hafi af marg­vís­leg­um ástæðum. Reglu­verk er ekki fyr­ir hendi en stjórn­völd hafa boðað stefnu­mörk­un þar um. Mik­il vinna er óunn­in í tengsl­um við kort­lagn­ingu og rann­sókn­ir. Þá er jafn­framt ljóst að komi til teng­ing­ar við flutn­ings­kerfi á landi er eng­in afl­geta í ís­lenska raf­orku­kerf­inu til orku­jöfn­un­ar þegar vind­inn læg­ir.

Vindorka á hafi kann að verða áhuga­verður kost­ur í framtíðinni. Í dag er fjár­fest­ing­ar­kostnaður við raf­orku­vinnslu með botn­föst­um vind­myll­um á grunn­sævi rúm­lega tvisvar sinn­um hærri en á landi [1] og átta sinn­um hærri í fljót­andi vindorku­veri [2]. Þá er ekki tekið til­lit til auk­ins rekstr­ar­kostnaðar, land­teng­ing­ar og/​eða sæ­strengs til út­flutn­ings ef það er ætl­un­in, en ætla má að slík­ur kostnaður hlaupi á tug­um millj­arða króna.

Við þetta bæt­ist að tækni við fljót­andi vindorku er skammt á veg kom­in og upp­sett afl slíkra vindorku­vera í heim­in­um er inn­an við 100 MW, sem er aðeins brot af upp­settri vindorku á hafi í Evr­ópu. Þar að auki eru við Íslands­strend­ur tak­markaðir mögu­leik­ar á bygg­ingu botn­fastra vindorku­vera, þar sem grunn­sævi er af skorn­um skammti og tak­mark­ast að mestu við Faxa­flóa.

Raf­orku­vinnsla með vindorku á landi er hins veg­ar raun­hæf­ur kost­ur til að vera hluti af orku­lausn­inni, en þó með þeim tak­mörk­un­um sem hér er lýst að neðan.

Eðli vindorku

Til að geta af­hent raf­orku inn á flutn­ings­kerfið sem unn­in er með vindorku þarf að vera til staðar jöfn­un­ar­afl. Það er nauðsyn­legt til að mæta sveifl­um í raf­orku­vinnslu með vindorku.

Með öðrum orðum: þegar vind­ar blása ekki þarf að vera hægt að vega það upp með jöfn­un­ar­afli frá vinnslu­kerf­inu. Í ís­lenska raf­orku­kerf­inu get­ur slíkt afl ein­ung­is komið frá vatns­afls­stöðvum, enda er landið ótengt öðrum lönd­um. Þá er kerfið ekki hannað til að tak­ast á við mikl­ar aflsveifl­ur.

Því má halda fram að raf­orku­vinnsla með vindorku sé ekki full­bú­in vara nema enda­not­andi geti tekið á sig sveifl­ur í notk­un sem fylg­ir breyti­leg­um orku­gjafa sem vindorka er, þá þarf ekki afl­jöfn­un. Í umræðu um vindorku er iðulega skautað fram hjá þess­ari staðreynd.

Lands­virkj­un er eini rekstr­araðil­inn á markaðnum sem hef­ur yfir að ráða jöfn­un­ar­afli. Það afl er afar tak­markað bæði til skemmri og lengri tíma, eins og fram kom á opn­um fundi Lands­virkj­un­ar 2. fe­brú­ar und­ir yf­ir­skrift­inni „Hvað ger­ist þegar vind­inn læg­ir?“, en um hann er fjallað á vef Lands­virkj­un­ar.

Ekki sama hvað það kost­ar

Íslend­ing­ar hafa byggt upp sam­keppn­is­for­skot á alþjóðavísu með vali á hag­kvæm­um vatns­afls- og jarðvarma­virkj­un­um – og nú mögu­lega í ein­hverj­um mæli með vindorku­ver­um á landi. Þessu má ekki glutra niður með því að ráðast í dýr­ar og óhag­kvæm­ar virkj­an­ir sem kosta marg­falt á við meðal­kostnaðar­verð raf­orku á Íslandi.

Í end­ur­minn­ing­um fyrsta stjórn­ar­for­manns Lands­virkj­un­ar og eins af brautryðjend­um í orku­mál­um þjóðar­inn­ar, Jó­hann­es­ar Nor­dal, Lifað með öld­inni , kem­ur fram að lyk­ill­inn að far­sælli upp­bygg­ingu orku­vinnslu sé ekki að áformin séu sem stærst, held­ur að finna hag­kvæma virkj­un­ar­kosti, til heilla fyr­ir land og þjóð. Óhætt er að taka und­ir það.

[1] Töl­ur frá IRENA, Alþjóðastofn­un­inni um end­ur­nýj­an­lega orku.

[2] Töl­ur frá Hywind Scot­land.

Fleira áhugavert: