Tævansund, vindorkuver – 43.300 MW

Grein/Linkur: Kínverjar áforma langstærsta vindorkuver heims

Höfundur: Sunna Ósk Logadóttir

Heimild:

.

Mynd – maps-taiwan.com 6.02.2023 – Smella á mynd til að stækka

.

Október 2022

Kínverjar áforma langstærsta vindorkuver heims

Þúsundir vindtúrbína á 10 kílómetra löngu svæði í Taívanssundi. Vindorkuverið sem borgaryfirvöld í kínversku borginni Chaozhou áforma yrði það stærsta í heimi.

Kínverska orkuverið á Taívansundi mun aðeins framleiða orku um helming ársins að meðaltali.

Kínverska orkuverið á Taívansundi mun aðeins framleiða orku um helming ársins að meðaltali.

Kín­verjar áforma vind­orku­ver á hafi sem yrði það stærsta í heimi, 43,3 GW að afli – 43.300 MW. Stærsta virkjun Íslands, Kára­hnjúka­virkj­un, er um 690 MW. Í fréttum sem sagðar hafa verið af þessum miklu áformum er því haldið fram að vind­orku­verið gæti séð öllum Nor­egi fyrir raf­magni. Norska raf­orku­kerfið er um 37.700 MW og fram­leiðslan nemur um 153,2 TWst.

Það eru borg­ar­yf­ir­völd í Cha­ozhou í Guang­dong-hér­aði sem fyr­ir­huga hið risa­vaxna orku­ver, um 75-185 kíló­metrum úti fyrir ströndum Kína í Taí­van-sundi. Þar yrðu reistar þús­undir vind­túrbína á haf­svæði sem er um 10 kíló­metrar að lengd.

En vind­ur­inn blæs ekki stöðugt á sund­inu og því er miðað við að verið yrði keyrt á fullu afli um 43-49 pró­sent af árinu.

Í fréttum segir að fram­kvæmdir muni hefj­ast fyrir lok árs 2025. Er þeim lýkur yrði verið það langstærsta í heimi. Þann titil í dag ber annað kín­verskt vind­orku­ver, Jiuqu­an, sem er 20 GW.

Mörg ríki horfa nú til vinds­ins í orku­öflun sinni. Í Nor­egi, svo nær­tækt dæmi sé tek­ið, eru nú rúm­lega 50 vind­orku­ver af ýmsum stærð­um. Í sept­em­ber í ár fram­leiddu þau um 1.000 GWst eða um 11,8 pró­sent af allri raf­orku lands­ins. Það hlut­fall er óvenju hátt núna þar sem vatns­afls­virkj­anir Nor­egs, sem hafa í áraraðir verið stærstu raf­orku­ver­in, hafa fram­leitt mun minna raf­magn vegna þurrka. Uppi­stöðu­lónin eru hálf tóm þetta haust­ið, á árs­tíma sem þau eru yfir­leitt full. Þannig var raf­orku­fram­leiðsla vatns­afls­virkj­ana 27 pró­sent minni í sept­em­ber í ár en í sama mán­uði í fyrra.

Kín­verjar stærstir í vind­orkunni

Í lok síð­asta árs var afl vind­orku­vera á landi og í hafi sam­an­lagt í heim­inum 830 GW. Meira en helm­ing aflsins er að finna í kín­verskum ver­um. Mörg vind­orku­ver voru ræst á vegum Kín­verja í fyrra, fleiri og afl­meiri en í nokkru öðru ríki ver­ald­ar. Sama staða var uppi á ten­ingnum fjögur árin þar á und­an.

Kín­versk stjórn­völd hafa sett sér það mark­mið að fram­leiða um þriðj­ung raf­orku sinnar með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum sem vind­orkan til­heyr­ir. Þar í landi er hins vegar ekki stefnt á kolefn­is­hlut­leysi fyrr en árið 2060 sem er mun lengra inn í fram­tíð­inni en t.d. mark­mið Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins segja til um. Hér á landi er stefnt að kolefn­is­hlut­leysi þegar árið 2040 og í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins tíu árum síð­ar.

Ekki eru enn komnar fram skýrar vís­bend­ingar um að þessi mark­mið muni nást. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda jókst á Íslandi í fyrra frá árinu á undan og sömu sögu er að segja frá ESB.

Mögu­lega er því mark­mið Kín­verja raun­hæf­ara þótt það sé ekki jafn metn­að­ar­fullt. Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, sagði um miðjan októ­ber að Kín­verjar ætli sér að vinna mark­visst að kolefn­is­hlut­leysi og að það verði gert að vand­lega athug­uðu máli, með skipu­lögðum hætti og í mörgum skref­um. Unnið verði með það í huga að „fá nýja [orku­gjafa] áður en við losum okkur við þá gömlu“.

Kín­verjar eru stærstu raf­orku­fram­leið­endur heims. Þeir fram­leiddu árið 2019 meira af raf­magni en næstu þrjú lönd­in, Banda­rík­in, Ind­land og Rúss­land, sam­an­lagt. Meira en helm­ingur af orkunni, um 65 pró­sent árið 2019, er unnin með kola­bruna.

Fleira áhugavert: