Hornsea 2 – 165 vindmyllur, 1,3 GW

Grein/Linkur: Heimsins stærsta vindorkuver á hafi úti

Höfundur: Sunna Ósk Logadóttir, Kjarnanum

Heimild:

.

.

Ágúst 2022

Heimsins stærsta vindorkuver á hafi úti

Spaðar 165 vindmylla undan ströndum Yorkshire í Norðursjó eru farnir að snúast. Vindorkuverið Hornsea 2, sem er 1,3 GW að afli, getur framleitt rafmagn sem dugar 1,3 milljónum heimila.

Vindorkuverið Hornsea 2 er í um 90 kílómetra fjarlægð frá ströndum Yorkshire.

Vindorkuverið Hornsea 2 er í um 90 kílómetra fjarlægð frá ströndum Yorkshire

Það er það stærsta í heimi, risa­stóra vind­orku­verið Horn­sea Two sem nú er komið í fulla vinnslu um 90 kíló­metrum undan ströndum Yorks­hire í Norð­ur­sjó. Vind­myll­urnar 165, sem hver um sig er með spaða sem fara um snún­ings­flöt sem er yfir 160 metrar í þver­mál, eru sam­tals 1,3 GW (gíga­vött) að afli – sem myndi duga til fram­leiðslu á raf­magni fyrir um 1,3 milljón heim­ila árlega, álíkra margra og finna má í borg­inni Manchest­er. Til sam­an­burðar þá er afl­geta Kára­hnjúka­virkj­un­ar, langstærstu virkj­unar á Íslandi, 0,7 GW.

Vind­myll­urnar dreifast um 462 fer­kíló­metra svæði, sem sam­svarar um helm­ingi af svæð­inu sem Liver­pool stendur á, en Horn­sea 2 er annar áfangi af þremur sem á að reisa á þessum slóðum í haf­inu.

Í frétt BBC um málið segir að fyrir ára­tug hafi end­ur­nýj­an­leg orka, sem vind­orka telst til, um 11 pró­sent allrar raf­orku sem notuð var í Bret­landi. Í fyrra var hlut­fallið komið upp í 40 pró­sent. Vind­orku­ver á hafi úti spila þar stærstan þátt.

Danska orku­fyr­ir­tækið Ørsted byggir Horn­sea-­virkj­un­ina og er það orðið eitt það fyr­ir­ferð­ar­mesta í þessum geira á heims­vísu. Þróun og bygg­ing ann­ars áfanga hefur tekið fimm ár.

Með Horn­sea 2 eru Bretar orðnir leið­andi í nýt­ingu á vind­orku á hafi, hefur BBC eftir verk­efn­is­stjór­anum Pat­rick Harnett. Horn­sea 2 þurfti ekki að sækja tit­il­inn að stærsta vind­orku­veri á hafi úti langt því fyrsti áfangi virkj­un­ar­inn­ar, Horn­sea 1, hafði þann titil áður.

Stærðarinnar skip siglir við hlið einnar vindmyllunnar í Hornsea 2.

Stærðarinnar skip siglir við hlið einnar vindmyllunnar í Hornsea 2.

Vind­myll­urnar standa um 200 metra upp úr hafflet­in­um. Þær eru því risa­vaxn­ar. Spað­arnir eru 80 metra langir og það tekur þá sex sek­úndur að snú­ast í heilan hring. Á þeim tíma fram­leiðir hver vind­mylla raf­magn sem myndi svala orku­þörf venju­legs heim­ilis í sól­ar­hring, segir Harnett við BBC.

Bresk stjórn­völd stefna að kolefn­is­hlut­leysi í raf­orku­fram­leiðslu fyrir árið 2035 og á virkjun vinds­ins á hafi að spila þar lyk­il­hlut­verk.

Orku­krísan í Evr­ópu, sem er að stærstum hluta til­komin vegna inn­rásar Rússa í Úkra­ínu, hefur afhjúpað hversu háð ríki álf­unnar hafa verið rúss­nesku gasi. En það er engin skyndi­lausn í sjón­máli. Það tekur að minnsta kosti fimm ár að skipu­leggja og byggja vind­orku­ver á hafi úti.

Hornsea-vindorkuverið verður byggt upp í þremur áföngum. Sá þriðji er nú á teikniborðinu.

Hornsea-vindorkuverið verður byggt upp í þremur áföngum. Sá þriðji er nú á teikniborðinu.

Frek­ari upp­bygg­ing þeirra er því ekki lausnin sem mun lækka raf­magns­reikn­ing­inn alveg á næst­unni. Vind­orku­ver á landi eru mjög umdeild, ekki síst vegna sjón­meng­un­ar, en sér­fræð­ingar í vind­orku­geir­anum sem BBC ræðir við vilja þó meina að taka þurfi annan snún­ing á upp­bygg­ingu þeirra á Bret­landseyj­um.

„Vind­orku­ver á landi hafa hingað til verið ódýrasta leiðin til orku­öfl­un­ar,“ hefur BBC eftir Mel­anie Onn, sem starfar hjá Renewa­ble UK, sam­tökum vind­orku­fyr­ir­tækja í Bret­landi. Hún vill meina að ekki taki meira en ár að þróa og reisa slíkar virkj­an­ir.

„Við erum ekki að byggja þau núna því sam­kvæmt skipu­lags­ferl­inu þá getur ein mann­eskja staðið í vegi fyrir vind­orku­veri á landi og gert útaf við hug­mynd­ina. Við þurfum virki­lega á því að halda að rík­is­stjórnin grípi til aðgerða og setji orku­mál lands­ins í for­gang.“

Fleira áhugavert: