Vestmannaeyjar – Full orkuskipti 2030 100MW

Grein/Linkur:  Eyjamenn stefna á full orkuskipti

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild: 

.

Horft yfir Vest­manna­eyj­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

.

Október 2023

Eyjamenn stefna á full orkuskipti

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, Árni …

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, Árni Sigfússon, sem veitti hópnum formennsku, og Gísli Stefánsson, æskulýðs- og bæjarfulltrúi. Ljósmynd/Aðsend

Vest­manna­eyja­bær stefn­ir á full orku­skipti í Vest­manna­eyj­um og for­senda þess er að Landsnet ákveði að leggja tvo nýja raf­orku­strengi til Vest­manna­eyja. Þetta kem­ur fram í skýrslu starfs­hóps, sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, skipaði til að vinna til­lög­ur um aðgerðir sem heyra und­ir mál­efna­svið ráðuneyt­is­ins og stuðlað geta að því að efla sam­fé­lagið í Vest­manna­eyj­um. Frá skýrsl­unni er greint í frétta­til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Starfs­hóp­inn skipuðu Árni Sig­fús­son, sem veitti hópn­um jafn­framt for­mennsku, Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, og Gísli Stef­áns­son, æsku­lýðs- og bæj­ar­full­trúi. Kynnti hóp­ur­inn til­lög­ur sín­ar á fundi í Vest­manna­eyj­um í dag.

Heildarra­f­orkuþörf yfir 100 MW árið 2030

„Raf­orkuþörf í Vest­manna­eyj­um er nú þegar 58 MW. Þar af eru um 44 MW ótrygg­ur flutn­ing­ur, sem þýðir að olía er notuð þegar ekki fæst orka. Þá eru ótal­in upp­bygg­ing­ar­verk­efni sem koma eiga til fram­kvæmda á næstu árum, þ.e. auk­in raf­orkuþörf í fiski­mjöls­fram­leiðslu, land­eldi og land­teng­ingu skipa. Þessi verk­efni kalla eft­ir a.m.k. 35-45 MW viðbótarra­f­orkuþörf á næstu árum. Það má því áætla að árið 2030 verði heildarra­f­orkuþörf í Vest­mann­eyj­um yfir 100 MW,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins.

Sam­kvæmt skýrsl­unni er eina leiðin til að tryggja ör­yggi raf­orku­flutn­inga og hring­teng­ingu að ná full­um orku­skipt­um í Vest­manna­eyj­um svo sem áætlað er og leggja tvo nýja raf­strengi þangað út.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni að Vest­manna­eyj­ar verði að taka þátt í veg­ferð stjórn­valda. „Vest­manna­eyj­ar verða að taka þátt í veg­ferð stjórn­valda að 100% orku­skipt­um. Staðan í Eyj­um er óá­sætt­an­leg – sam­fé­lagið hef­ur verið keyrt að meg­in­stefnu á jarðefna­eldsneyti frá ára­mót­um vegna bil­un­ar í sæ­streng. Ég fagna til­lög­um starfs­hóps­ins en skýrsl­an sýn­ir að nauðsyn­legt er að bregðast við stöðunni með skipu­lögðum verk­efn­um,“ er haft eft­ir ráðherra.

Und­ir­búi stofn­un jarðvangs

Tryggja verði orku­ör­yggi til að Vest­manna­eyj­ar geti orðið „græna eyj­an“, sam­fé­lag sem skari fram úr og sé sjálfu sér nægt um raf­orku og varma.

Tæpt er á fleiri til­lög­um í skýrsl­unni, svo sem að sett verði af stað vinna við að kanna frek­ari kosti við nýt­ingu lág­hita og annarra staðbund­inna orku­öfl­un­ar­kosta, Vest­manna­eyja­bær verði fyrsta sveit­ar­fé­lagið í heim­in­um til að taka upp stefnu sem miðar að „100% fiski“, sem tákn­ar full­vinnslu og full­nýt­ingu allra sjáv­ar­af­urða auk þess sem lagt er til að bær­inn kanni frek­ar kosti þess að und­ir­búa stofn­un jarðvangs­ins „Vest­manna­eyj­ar, Unesco Global Geopark“.

Fleira áhugavert: