60-70°C drepur veirur

Heimild:

.

Mars 2020

70 gráður drepa veiruna

Með því að hita matvæli upp í 70 gráður og þvo ávexti og grænmeti á fólk að geta komist hjá því að neyta matar sem hefur á sér dropasmit af kórónaveirunni. Fulltrúi hjá Matvælastofnun segir engar vísbendingar um að fólk hafi smitast af veirunni með því að borða mat.
Ein smitleið kórónaveirunnar er dropasmit og því hefur fólki verið ráðið frá því að snerta með berum höndum fleti í almenningsrými sem einhver smitaður kann að hafa hóstað á. Þá vaknar spurningin hvernig beri að haga sér við matarinnkaup.

Þarf fólk að hafa einhverjar áhyggjur af því þegar það kaupir sér matvæli að það geti smitast af COVID-19 veirunni með matvælunum?

„Það er þannig að Matvælaöryggisstofnun Evrópu sendi frá sér álit í dag um að það væru engar vísbendingar sem bendi til þess að kórónaveiran smitist með matvælum eða berist með matvælum,“ segir Dóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður neytendaverndar hjá Matvælastofnun.

Gildir þetta sama ef maður er að velja sér ávexti sem eru lausir í búðinni eða grænmeti, það er enginn nýbúinn að hósta á það og þannig geti ég fengið veiruna með því að borða þennan mat?

„Það hefur náttúrulega verið talað um það að veiran geti lifað á yfirborði ef fólk hefur verið að hósta eða hnerra út í loftið,“ segir Dóra.

Brýnt sé að fólki skoli grænmeti og ávexti.

Á maður jafnvel að sápuþvo eplið áður en maður bítur í það?

„Nei, ég held að það séu nú óþarfi. Setja það undir hreint vatn, nudda það. En ég held að það sé óþarfi að fara að þvo matvæli með sápu,“ segir Dóra.

„Svo náttúrlega má minna á það að við hitum matvæla drepast bakteríur og veirur, við 60-70 gráðum,“ bætir Dóra við.

Þá leggur hún áherslu á að þeir sem eru veikir vinni hvorki við matvælaframleiðslu né á veitingahúsum. Það séu reglur sem ávallt séu í gildi burt séð frá veiruútbreiðslu.

Fleira áhugavert: