Heitavatnsborhola Hrollleifsdal – Sagan 2014

Grein/Linkur: Borhola SK-32 í Hrollleifsdal virkjuð

Höfundur: Feykir

Heimild:

.

.

Október 2014

Borhola SK-32 í Hrollleifsdal virkjuð

Borhola SK-32 í Hrollleifsdal virkjuðSíðsumars var unnið hörðum höndum að virkjun borholu SK-32 í Hrollleifsdal en holan er staðsett um 35 m norðan við núverandiborholu sem þjónar Hofsósi og nágrenni. Nýja holan var boruð árið 2012 og er um 1.100 m djúp og með vinnslufóðringu niður á 300 m dýpi.

Framkvæmdin fólst í því að koma upp dæluhúsi sem hýsir mótor borholudælunnar og annan stýribúnað. Þann 22. og 23. september var dælunni komið fyrir í holunni. Dælan er á 200 m dýpi og voru í allt settar saman 65 einingar af dæluröri og dæluöxli en hver eining er rúmir 3 m að lengd. Til að hífa einingarnar var fenginn öflugur krani enda er heildarþungi þeirra um 10 tonn þegar búið er að tengja allar einingarnar saman. Verkið gekk mjög vel og tók það einungis um tvo daga að koma dælunni á 200 m dýpi.

Eftir að dælunni var komið fyrir hefur verið unnið að frágangi á lögnum og stýribúnaði í dælustöðinni. Dælan verður síðan gangsett einhvern næstu daga og prufudælt úr holunni og er stefnt að því að borholan verði tengd inn á kerfið fyrir árslok.

Virkjun holunnar mun auka afhendingaröryggi á heitu vatni til notenda og er nauðsynleg viðbót þegar horft er til stækkunar veitusvæðisins, eins og sagt er frá á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fleira áhugavert: