Stíflueyðir – Hvernig virkar stíflueyðir?

Grein/Linkur:  Stíflueyðir

Höfundur:  Vatnsvirkinn

Heimild: vatnsvirkinn3

.

fermitex

.

Stíflueyðir

Stíflueyðir leysir upp lífræn efni eins og fitu, matarafganga, hár o.þh. sem getur safnast fyrir í frárennslislögnum og valdið stíflu í þeim. Stíflueyðirinn tærir ekki málma (nema sink og ál), gler, postulín, plastefni og önnur lífræn efni, þannig að það má nota án áhættu í allar frárennslislagnir.
Stíflueyðirinn er sótthreinsandi og eyðir lykt úr frárennslislögnum. Stíflueyðirinn má nota til að þýða frosnar frárennslislangir á snöggan hátt.

Notkunarleiðbeiningar
Notið hanska og forðist að anda efninu að yður. Fjarlægið allt uppsafnað vatn, og setjið síðan stíflueyðirinn  í stíflaða niðurfallið og hellið varlega u.þ.b. einum bolla af vatni á eftir. Bíðið í 5-10 mínútur og skolið síðan niðurfallið vel með miklu af volgu vatni. Byrjið á 1-2 matskeiðum og endurtakið og aukið skammtin ef þörf krefur. Varist að láta stíflueyðirinn  standa of lengi í vatnslásnum vegna hættu á hörðnun. Varúð, stíflueyðirinn  getur gosið, forðist því að bogra yfir niðurfallið. Fjarlægið allar slettur strax með ediki. Þar sem mikill hiti myndast við notkun stíflueyðis er ráðlagt að leysa það upp í vatni áður en því er hellt í frárennslislagnir úr plastefnum. Varist að láta efnið liggja lengi óuppleyst á postulíni eða í stálvöskum þar sem þessi efni geta mattast. Ef losa á froststíflu skal láta góðan skammt af stíflueyðir  í frárennslislögnina og hella síðan heitu eða köldu vatni á eftir.

atandiVarúð!
Berist efnið í augu, skolið þá strax vandlega með miklu af vatni og leitið læknis. Notið viðeigandi hlífðarhanska og hlífðargleraugu/andlitsgrímu. Leitið
umsvifalaust læknis ef slys ber að höndum eða ef veikinda verður vart, sýnið umbúðamerkingar ef mögulegt er. Ef efnisins er neytt skal drekka mikið af vatni og forðast uppsölur. Leitið strax læknishjálpar.

GEYMIÐ Á LÆSTUM STAÐ ÞAR SEM BÖRN NÁ EKKI TIL

EFNISINNIHALD: Natríum hýdroxíð (vítissódi) Álduft, óstöðugt

Fleira áhugavert: