Kína – Hagsæld, miðstýring, einkaframtak, mannréttindi

Grein/Linkur: Kína og mannréttindi

Höfundur: Sigurður Már Jónsson

Heimild: 

.

.

Febrúar 2022

Kína og mannréttindi

Síðustu áratugi hafa kínversk yfirvöld veitt fjölmennustu þjóð heims ótrúlega hagsæld. Það er í raun stórmerkilegt að sjá stóran hluta mannkyns hefjast úr sárri fátækt til bjargálna á innan við einni mannsævi. Efnahagslegur uppgangur í Kína hefur verið ævintýralegur en þar hefur einkaframtakið fengið að blómstra innan miðstýrðrar hagstjórnar. Að baki þessu býr pólitískt einræði og borgurum í Kína er neitað um mörg sjálfsögð mannréttindi, réttindi sem okkur Vesturlandabúum er tamt að tengja við hið lýðræðislega kapítalíska kerfi þar sem hugmyndir og ólík sjónarmið vegast á innan lýðræðislegrar stofnannaumgjarðar. Ekki endilega fullkomið kerfi en hefur í sinni bestu mynd skapað farsæl hagsældarþjóðfélög.

Í Kína háttar þessu öðru vísi eins og hefur verið vikið að hér í pistlum. Alræðisvald kínverska kommúnistaflokksins, þar sem efsta lag valdaelíturnar skammtar þegnunum lífsgæði og andrými virðist okkur Vesturlandabúum fjarlægt en sætta Kínverjar sjálfir sig við þetta? Í nýlegu hlaðvarpsspjalli tímaritsins Economist ræddi sérfræðingur í kínverskum málefnum afstöðu yngri kynslóðarinnar. Sú kynslóð hefur engin tengsl við átökin sem urðu í kringum stúdentaóeirðirnar
og mótmælin á Torgi hins himneska friðar árið 1989, fyrir tæplega 32 árum. Unga kynslóðin í Kína nýtur efnislegra gæða, leikur sér á samfélagsmiðlum, verslar merkjavöru og trúir því að stjórnvöld muni áfram tryggja þeim farsæld í efnahagslegu tilliti. Í eina tíð skall hungursneið reglulega á þessa fjölmennustu þjóð heims en enginn virðist óttast slíkt lengur. En með nýjum tímum koma nýir átakapunktar. Kínverska valdastéttin hefur ekki veitt neinum minnihlutahópum réttindi eða skilgreint þarfir þeirra á nokkurn hátt. Eina sem hún gerir er að stilla ofsóknum og niðurbælingu í hóf. Þetta finna þeir sem tala fyrir réttindum samkynhneigðra eða annarra hópa sem skilgreina sig út frá kynhneigð. Slíkt er ekki opinberlega liðið í Kína en ef viðkomandi halda sig til hlés þurfa þeir ekki að þola óbærilegar ofsóknir. En hve lengi mun yngri kynslóðin sætta sig við þetta ástand, sérstaklega ef hún hefur tækifæri til að bera sig saman við erlenda jafnaldra sína.

Þjóðernishreinsanir

ug

………………………Smella á mynd til að stækka

Það á hins vegar ekki við aðra hópa innan kínverska stórríkisins. Það er nú þekkt í mannkynssögunni hvernig Kínverjar stóðu að innlimun Tíbet en það var gert með blóðugum ofsóknum sem byggðust á þjóðernishreinsunum í grunninn. Stefna Kínverja snérist um að skipta um þjóð í landinu og virðist því miður hafa tekist að talsverðu leyti. Andspyrna Tíbeta er brotin og í dag eru fáir að tala fyrir sjálfstæði Tíbeta.

Á sama hátt hafa kínversk yfirvöld markvisst unnið að einangrun Taiwan frá alþjóðasamfélaginu og stunda markvissar ögranir á landamærum ríkjanna. Ögranir sem margir óttast að séu undanfari valdbeitingar ef kínversk yfirvöld meta að rétta tækifærið hafi skapast. Í Hong Kong eru kínversk stjórnvöld að herða takið og virðast tilbúin að hverfa frá fyrirheitinu um eina þjóð – tvö kerfi, sem var veitt þegar Bretar yfirgáfu landið. Í Hong Kong er hins vegar fólk sem hefur vanist mun meiri lýðréttindum en á meginlandinu og reynir því að standa á réttindum sínum.

Í dag er líklega meðhöndlun Úígúra verst en kínversk stjórnvöld beita kerfisbundnum ofsóknum gegn Úígúrum og öðrum múslímskum minnihlutahópum ekki bara innanlands heldur einnig í öðrum löndum samkvæmt vitnisburðum í rannsókn Amnesty International. Rannsóknin var birt í febrúar 2020 og er byggð á vitnisburðum þessara minnihlutahópa. Nánast daglega berast fréttir af meðhöndlun Kínverja á Úígúrum en ofsóknir gegn Úígúrum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum í Xianjiang, sem hófust árið 2017 með fjöldahandtökum, eiga sér ekki fordæmi Segir í skýrslum Amnesty International. Áætlað er að ein milljón einstaklinga hafi verið í haldi í svokölluðum endurmenntunarbúðum þar sem brotið var á mannréttindum þeirra. Alþjóðasamfélagið virðist vanmáttugt að fást við þetta.

Fleira áhugavert: