Olía gefins – Kostaði -37,63 USD

Heimild:

.

April 2020

Hvernig gat verðið orðið nei­kvætt?

Hrun hrá­olíu­verðs get­ur varla tal­ist óvænt, eft­ir ört minnk­andi eft­ir­spurn í kjöl­far far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar á sama tíma og fram­leiðend­ur hafa aukið fram­leiðslu í von um aukna markaðshlut­deild. En hvernig gat verðið farið niður fyr­ir núll?

Marg­ir héldu vafa­laust að galli væri hlaup­inn í tölvu­kerfi kaup­hall­ar­inn­ar í New York í gær, þegar fjár­fest­ar horfðu fram á olíu­verðið lækka svo mjög að það fékk skyndi­lega nei­kvætt for­merki. Endaði verðið að lok­um í -37,63 banda­ríkja­döl­um, við lok­un markaða.

Fram­leiðend­ur hrá­ol­íu voru þannig vilj­ug­ir til að borga með vör­unni sinni, til að geta losað sig við hana. Hvernig stóð á því?

Geymslu­stöðin nærri barma­full

Um var að ræða fram­virka samn­inga fyr­ir West Texas In­ter­media­te olíu sem taka áttu gildi í dag, það er að kaup­andi samn­ings­ins á í dag tækni­lega séð að taka við hrá­ol­í­unni.

Og þar stóð hníf­ur­inn í kúnni: Ol­íu­geymslu­stöðin í Cus­hing í Okla­homa, þar sem WTI-olía er jafn­an af­hent, er nærri barma­full sök­um góðrar og stöðugr­ar fram­leiðslu vest­an­hafs á sama tíma og olíu­hreins­istöðvar hafa skipt niður um nokkra gíra vegna minnk­andi eft­ir­spurn­ar.

„Olíu­verðið end­ur­spegl­ar meira kostnaðinn af því að geyma olíu, frek­ar en efna­hags­legt virði ol­í­unn­ar,“ seg­ir Stephen Inn­es í sam­tali við frétta­stofu AFP, en hann er yfir alþjóðamörkuðum hjá fjár­fest­ingaþjón­ust­unni Ax­iCorp.

„Þar sem WTI þarfn­ast raun­veru­legr­ar af­hend­ing­ar og dýrt er að út­vega geymslu­rými, þá fór kostnaður geymslu ol­í­unn­ar í maí­mánuði fram úr áætluðu virði henn­ar í sama mánuði.“

Von­ir um eft­ir­spurn í júní

Verðhrunið varpaði ljósi á þá staðreynd að mest olíu­viðskipti fara fram í gegn­um fram­virka samn­inga, en ekki í gegn­um kaup og sölu á ol­íu­tunn­un­um sjálf­um.

Samn­ing­ar um WTI-olíu í júní hafa þannig einnig fallið í verði, og sömu­leiðis samn­ing­ar um Brent-olíu í þeim mánuði.

Þeir sem halda á slík­um kaup­samn­ing­um þurfa ekki að taka við ol­í­unni fyrr en þá, þegar marg­ir von­ast til að spurn eft­ir eldsneyti taki að glæðast sam­hliða aflétt­ingu ferðatak­mark­ana víða.

Fleira áhugavert: