Rússnesk olía – ESB: Innflutningur bannaður?

Grein/Linkur: ESB gæti bannað innflutning rússneskrar olíu

Höfundur: Jónas Atli Gunnarsson

Heimild:

.

.

Apríl 2002

ESB gæti bannað innflutning rússneskrar olíu

Evrópusambandið vinnur nú að tillögu um innflutningsbann á allri rússneskri olíu í kjölfar frétta af voðaverkum Rússa í Úkraínu. Þó er óvíst hvort öll aðildarríkin samþykki hana, en óeining hefur verið innan sambandsins um refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins gætu hert refsi­að­gerðir sínar gegn Rúss­landi enn frekar og bannað allan inn­flutn­ing á rúss­neskri olíu. Hingað til hafa ríkin verið ósam­mála um hversu langt sam­bandið ætti að ganga í við­skipta­þving­unum sínum vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu, en lík­urnar á meiri hörku gegn rúss­neskum stjórn­völdum hafa auk­ist eftir að fréttir hafa borist af hugs­an­legum stríðs­glæpum rúss­neska hers­ins. Þetta kemur fram í frétt frá Polit­ico.

Óein­ing um aðgerðir

Eystra­salts­ríkin og Pól­land hafa kallað eftir enn harð­ari aðgerðum gegn Rúss­landi á síð­ustu vik­um, þar sem núver­andi aðgerðir hafa ekki enn skilað til­ætl­uðum árangri. Líkt og Polit­ico greindi frá síð­asta föstu­dag vill rík­is­stjórn Pól­lands að háir tollar verði settir á rúss­neskan orku­inn­flutn­ing, en Eist­land hefur einnig lagt til að greiðslur fyrir þennan inn­flutn­ing verði frestaðar þangað til að Rúss­land dregur her­lið sitt úr Úkra­ínu.

Önnur aðild­ar­ríki, með Þýska­land í far­ar­broddi, hafa aftur á móti sett sig á móti hingað til. Fyrir tveimur vikum síðan sagði Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, að áherslan ætti fyrst og fremst að vera á að styrkja eft­ir­fylgni núver­andi við­skipta­þving­ana.

Hins vegar nefnir Polit­ico að greina megi hug­ar­fars­breyt­ingu innan sam­bands­ins þessa vik­una, í kjöl­far frétta af fjöldamorðum og pynt­ingum rúss­neska hers­ins á óbreyttum borg­urum í hernumdum bæjum í Úkra­ínu. Sam­kvæmt utan­rík­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, Josep Bor­ell, er hér um stríðs­glæpi að ræða.

Sam­bandið vinnur nú að útfærslu nýrra refsi­að­gerða gegn land­inu, sem verður kynnt fyrir emb­ætt­is­mönnum aðild­ar­ríkj­anna á morg­un. Á meðal þeirra sem eru til umræðu er inn­flutn­ings­bann á allri rúss­neskri olíu.

Þjóð­verjar opn­ari fyrir olíu­banni

For­sæt­is­ráð­herra Pól­lands, Mateusz Morawi­ecki, sagði í gær að þýsk stjórn­völd væru helsta hindrun þess að sam­bandið herti refsi­að­gerð­irnar sínar gegn Rúss­um. Sam­kvæmt Polit­ico hafa Þjóð­verjar þó verið opn­ari fyrir slíkum aðgerðum á síð­ustu dög­um, þótt ólík­legt sé að algjöru inn­flutn­ings­banni verði komið á.

Mið­ill­inn hefur eftir einum emb­ætt­is­manni að gasinn­flutn­ingur frá Rúss­landi, sem er þýskum heim­ilum mjög mik­il­vægur fyrir hús­hit­un, yrði lík­lega ekki bann­að­ur. Lík­legra væri að bann yrði sett á inn­flutn­ing á olíu. Þetta er í sam­ræmi við ummæli fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, Christ­ian Lindner, en hann hefur sagt að bann á gasinn­flutn­ingi væri ekki mögu­legt þessa stund­ina, nauð­syn­legt væri að aðskilja það frá öðrum orku­út­flutn­ingi Rúss­lands.

Rúblan jafn­sterk en hag­kerfið kólnar

Rúss­neska rúblan, sem hrundi í virði á fyrstu dögum inn­rás­ar­innar og varð verð­minni en íslenska krónan um tíma, hefur nú náð fyrri styrk. Að hluta til er þessi virð­is­aukn­ing gjald­mið­ils­ins til­komin vegna skarpra stýri­vaxta­hækk­ana í land­inu, en einnig hefur gjald­eyrir haldið áfram að streyma inn í landið þar sem orku­út­flutn­ings til Vest­ur­landa hefur ekki stöðvast.

Þrátt fyrir jafn­sterka rúblu hefur inn­rásin í Úkra­ínu og refsi­að­gerðir Vest­ur­landa vegna hennar haft afger­andi áhrif á efna­hag Rúss­lands. Líkt og New York Times bendir á eru Vest­ur­lönd nú að und­ir­búa sig fyrir að verða óháð rúss­neskri orku til fram­búðar með auknum fjár­fest­ingum í öðrum orku­gjöf­um.

Einnig má búast við að hækkun stýri­vaxta muni hafa kælandi áhrif á rúss­neska hag­kerf­ið. Vext­irnir voru rúm fjögur pró­sent í fyrra en hafa núna hækkað upp í 20 pró­sent til að koma í veg fyrir fjár­magns­flótta frá land­inu. Einnig hefur seðla­banki Rúss­lands nú mun minna svig­rúm til að bregð­ast við geng­is­sveifl­um, þar sem tæpur helm­ingur af gjald­eyr­is­forða þess hefur verið fryst­ur.

Fleira áhugavert: