Þör­unga­svifið – Frá veiðum til ræktar

Heimild:

.

Þörungasvif myndar fyrsta þrep fæðukeðjunnar í hafinu og megnið af …

Þörungasvif myndar fyrsta þrep fæðukeðjunnar í hafinu og megnið af

Janúar 2020

Þör­unga­svifið gæti reynst gull­náma

Júlí­us Krist­ins­son

Þör­unga­svif mynd­ar fyrsta þrep fæðukeðjunn­ar í haf­inu og megnið af líf­mass­an­um sem þar er að finna.

Júlí­us er doktor í líf­fræði með áherslu á lífeðlis­fræði laxa og starfaði m.a. í fisk­eld­is­geir­an­um áður en hann tók þátt í að koma Orf líf­tækni á lagg­irn­ar, þar sem hann er núna fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar­sviðs.

Í ný­út­komnu riti Sjáv­ar­klas­ans, Bak við ystu sjón­arrönd, birt­ist stutt­ur pist­ill eft­ir Júlí­us um hvernig mætti hugs­an­lega nýta þör­unga­svifið. Hann bend­ir á að þör­unga­svif myndi megnið af öll­um líf­massa í haf­inu og sé upp­hafið á fæðukeðju sjáv­ar­líf­vera. „Þör­unga- svifið er fæða fyr­ir skeldýr, krabba­dýr og önn­ur smá­dýr sem síðan mynda dýra­svif sem fisk­ar eins og loðna og síld lifa á, sem svo aft­ur eru étn­ir af stærri fisk­um og þannig koll af kolli,“ út­skýr­ir Júlí­us og bæt­ir við að á hverju þrepi fæðukeðjunn­ar tap­ist um 90% líf­mass­ans.

Frá veiðum til ræktar

En að nýta þör­unga­svif er hæg­ara sagt en gert, og væri t.d. ill­mögu­legt að ætla að t.d. eima þör­unga­svif úr hafi til að nota sem hrá­efni í fóður. Besta leiðin til að nýta þessa nátt­úru­auðlind virðist vera að rækta t.d. kræk­ling sem nær­ist á svifi sem hann síar úr sjón­um. Kræk­linga­rækt er nú þegar stunduð í ein­hverj­um mæli á nokkr­um stöðum um­hverf­is Ísland en Júlí­us seg­ir for­vitni­legt að ímynda sér hvernig grein­in gæti orðið ef tæk­ist að tækni­væða hana, ná enn betri tök­um á rækt­un­inni og um leið stór­auka af­köst grein­ar­inn­ar og um­svif.

Júlí­us lík­ir þessu við það skref sem mann­kynið tók þegar forfeður okk­ar tóku fyrst upp á því að fanga dýr og ala frek­ar en að veiða sér til mat­ar. „Um leið væri verið að svara bet­ur vax­andi mat­vælaþörf mann­kyns og auka hlut sjáv­ar­af­urða í fæðufram­boðinu en í dag fær heims­byggðin aðeins 5% af fæðu sinni úr sjó á meðan 95% verður til á landi.“

Myndi byggj­ast á hug­viti

Þrátt fyr­ir mikla vinnu og metnað hef­ur skel­fiskrætk átt erfitt upp­drátt­ar hér á landi og seg­ir Júlí­us að það standi þess­ari grein m.a. fyr­ir þrif­um að kræk­linga­rækt er mannafls­frek og störf­in allt annað en auðveld. Fyr­ir vikið séu það einkum lönd í Asíu, þar sem vinnu­afl er ódýrt, sem stunda kræk­linga­rækt í miklu magni í dag. „Tæknistigið er ekki hátt en mig grun­ar að megi gera bet­ur og ná fram­förum af svipuðum toga og við höf­um séð eiga sér stað í sjáv­ar­út­veg­in­um á und­an­förn­um ára­tug­um. Ætti að líta á skel­fisk­rækt sem ný­sköp­un­ar­grein og eitt risa­stórt ný­söp­un­ar­tæki­færi.“

Kræklingar nýta þörungasvif sem fæðu.

Kræk­ling­ar nýta þör­unga­svif sem fæðu. AFP

En til að skel­fisk­rækt geti tekið stór skref í átt að tækni­væðingu og vexti myndu marg­ir þurfa að leggj­ast á eitt. Júlí­us seg­ir að helst þyrftu einka­geiri og stjórn­völd að snúa bök­um sam­an um gerð aðgerðaáætl­un­ar sem myndi miða að því að byggja grein­ina upp og tækni­væða. „Aðstæður hér við land eru á marg­an hátt hent­ug­ar fyr­ir kræk­linga­rækt­un og tæknify­ritæk­in sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­in hafa fyr­ir löngu sýnt hvers þau eru megn­ug. Hér þurf­um við að virkja hug­vitið til að geta nýtt auðlind­ina.“

Júlí­us ímynd­ar sér að aðgerðaáætl­un fyr­ir kræk­linga­rækt myndi m.a. fela í sér að ryðja úr vegi sem flest­um hindr­un­um og auðvelda áhuga­söm­um að hefja alls kyns rækt­un­ar­tilraun­ir í stór­um og smá­um stíl. „Þó svo að tekju­mögu­leik­arn­ir geti verið mikl­ir verður að gæta þess að leyfa upp­bygg­ing­unni að eiga sér stað áður en byrjað er að leita leiða til að leggja á grein­ina skatta og skyld­ur. Ef það er gert gæt­um við, að ein­hverj­um tíma liðnum, eign­ast mjög stóra og öfl­uga viðbót við at­vinnu­lífið og út­flutn­ings­tekj­ur lands­ins.“

Verðmæti í þang­inu

Fleiri tæki­færi af svipuðum toga kunna að kalla á nán­ari skoðun og nefn­ir Júlí­us í því sam­bandi rækt­un á þangi og þara. „Þar erum við líka að vinna með neðsta þrep fæðukeðjunn­ar og nýta nær­ing­ar­sölt­in í sjón­um og sól­ar­ork­una. Nú þegar sjá­um við fyr­ir­tæki í Kína stunda tækni­vædda rækt­un á þangi og fer rækt­un­in fram sam­hliða skel­fisk­rækt­un í hringrás nær­ing­ar­nefna.“

Fleira áhugavert: