Giljaböð – Byggt samhliða Urriðafellsvirkjun

Grein/Linkur: Falin perla í Borgarfirðinum

Höfundur: Dóra Magnúsdóttir Mbl

Heimild: 

.

.

Júlí 2020

Falin perla í Borgarfirðinum

Við Íslend­ing­ar elsk­um sund­laug­arn­ar okk­ar, enda eig­um við um það bil 165 sund­laug­ar í þessu landi. Og fleiri til, ef þær sem ekki eru opn­ar al­menn­ingi eru tald­ar með. Við elsk­um sund­tök­in þó þau séu ekki alltaf eins mörg eins og lagt er upp með í byrj­un sund­ferðar, potta­spjallið og þessa und­ur­sam­legu til­finn­ingu að hafa nokk­urn veg­inn hreinsað burt all­ar synd­ir þegar við göng­um heit, rjóð og sultuslök úr klef­un­um.

Eitt er þó sem við elsk­um enn meira og það eru nátt­úru­böðin í land­inu. Þau eru krúnu­djásnið í hópi lauga á Íslandi. Heita vatnið sem renn­ur óhindrað upp úr jörðinni út í nátt­úr­unni og mynd­ar laug­ar með mis­mik­illi tækniaðstoð frá fólki. Stund­um með eng­um mann­virkj­um ná­lægt en ann­arstaðar með göngu­stíg­um, bún­ingsaðstöðu eða því um líku. Svo eru til laug­ar sem ekki hefðu orðið til nema vegna ná­lægra virkj­ana og er Bláa lónið þekkt­asta dæmið um slíka nátt­úru­laug, blöndu af mann­virki og nátt­úr. Í nátt­úr­böðunum, í beinni teng­ingu við hraunið, blóm­in eða snjó­inn eft­ir árstíðum er manni hrein­lega stungið í beint sam­band við al­mættið.

Leiðsögumaðurinn sköruglegi, Þórunn Reykdal, svaraði spurningum forvitinna gesta en passaði …

Leiðsögumaður­inn skör­ug­legi, Þór­unn Reyk­dal, svaraði spurn­ing­um for­vit­inna gesta en passaði einnig upp á að tala ekki yfir þeim á meðan á baðferðinni stóð. Kona sem kann sitt fag. Ljós­mynd/​Dóra Magnús­dótt­ir

Nýj­asta djásnið í hópi nátt­úru­lauga er ein­mitt af þeirri teg­und. Metnaðarfull­ir Húsa­fells­bænd­ur réðust í það stór­virki að byggja Urrðifells­virkj­un.  Sam­hliða fram­kvæmd­un­um var lagður veg­ur nærri Hrings­gili, afar sér­stakri nátt­úruperlu þar sem heitt vatn hef­ur sprottið úr kletti í gil­inu svo lengi sem elsta fólk man. Bergþór Krist­leifs­son Húsa­fells­bóndi og fjöl­skylda hans ákváðu að slá tvær flug­ur í einu höggi og nýta bæði vega­fram­kvæmd­ir og heita vatnið og byggja upp ein­stak­an nátt­úrubaðstað í gil­inu með full­komna sjálf­bærni staðar­ins en sama leiðarljós á við um all­an ferðaþjón­ust­u­r­ekst­ur­inn í Húsa­felli en staður­inn sér sjálf­um sér fyr­ir raf­magni, sem og heitu og köldu vatni.

Skeifan blandast köldu lækjarvatninu þannig að þar er vatnið ylvolgt.

Skeif­an bland­ast köldu lækj­ar­vatn­inu þannig að þar er vatnið ylvolgt. Ljós­mynd/​Dóra Magnús­dótt­ir

Þegar gengið er niður í Hrings­gilið í landi Húsa­fells blasa við lág­reist mann­laus böð sem falla full­kom­lega að nátt­úr­unni í kring. Böðin hrein­lega kalla á gesti að koma ofan í yl­heitt vatnið.  Gilja­böðin sem voru tek­in í notk­un í lok nóv­em­ber á sl. ári. Þeim var hinveg­ar lokað í mesta kóf­inu fyrr á ár­inu og eru rekst­ur þeirra því rétt að fara af stað og af aug­ljós­um ástæðum eru Íslend­ing­ar flest­ir gesta þess­ar vik­urn­ar. Í anda þeirra sjálf­bærni sem lagt er upp úr á svæðinu er lögð áhersla á að aldrei komi of marg­ir í einu í böðin. Að fá­menn­ir gesta­hóp­ar komi alltaf að mann­laus­um böðunum og fái aldrei til­finn­ing­una að það sé yf­ir­fullt. Því eru seld­ar kynn­is­ferðir með leiðsögn frá afþrey­ing­armiðstöðinni í Húsa­felli og fá gest­ir yf­ir­grips­mikla fræðslu um svæðið, fólkið, jarðfræðina, til­urð baðanna og fleira.

Sumargróðurinn, Blóðbergið, mosinn og heit náttúrulaug. Dásamlegt bara.

Sum­ar­gróður­inn, Blóðbergið, mos­inn og heit nátt­úru­laug. Dá­sam­legt bara. Ljós­mynd/​Dóra Magnús­dótt­ir

Böðin eru hlaðin upp með í því augnamiði að falla sem best að nátt­úru Hrings­gils­ins og hef­ur það tek­ist von­um fram­ar en stærsta laug­in sem heit­ir Hring­ur var hlaðin upp með Snorra­laug í Reyk­holti að fyr­ir­mynd. Næsta laug og ívið minni er Urður og svo get­ur fólk valið um lægra hita­stig í Skeif­unni en hún þannig staðsett að hún bland­ast lækn­um í gil­inu og er því rétt ylvolg. Þau sem sækj­ast eft­ir kæl­ingu, eins og nú er orðið mjög vin­sælt,  geta svo lagst í gillæk­inn á milli baða.

Heim­sókn í Gilja­böðin er mögnuð nátt­úru­upp­lif­un. Gest­ir kom­ast ekki hjá því að velta fyr­ir sér hvernig það sé að fikra sig ofan í gilið í snjó og myrkri til þess að geta notið stjörnu- og eða norður­ljósa eða hvort það sé skemmti­legra að njóta sum­ar­blómanna og sum­ar­birt­unn­ar sem er svo ein­stök.

Útsýnið úr Urðarlauginni, séð yfir á Hringinn sem er hlaðin …

Útsýnið úr Urðarlauginni, séð yfir á Hringinn sem er hlaðin með Snorra­laug að fyr­ir­mynd. Ljós­mynd/​Dóra Magnús­dótt­ir

Fleira áhugavert: