Átöppun á flöskur, sagan – Vatn á heimsminjaskrá, ósætti

Grein/Linkur:  Ósátt við átöppun úr stöðuvötnum á heimsminjaskrá

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Myndir – lakes380.com 19.01.2022

.

Mars 2017

Ósátt við átöppun úr stöðuvötnum á heimsminjaskrá

Áætlan­ir fyr­ir­tæk­is nokk­urs á Nýja-Sjálandi, um að leggja leiðslu úr stöðuvötn­un­um sem eru á heims­minja­skrá Sam­einuðu þjóðanna og setja á flösk­ur og selja um heim all­an, vek­ur mikla óánægju hjá heima­mönn­um og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um.

Stöðuvötn­in Grea­ney og Minim Mere eru bæði á heims­minja­skrá og er vatnstak­an sögð ekk­ert annað en arðrán á nátt­úru­auðlind­um, enda  greiðir fyr­ir­tækið Alp­ine Pure lítið sem ekk­ert fyr­ir flutn­ing­inn á vatn­inu að sögn frétta­vefjar Guar­di­an.

Er þess nú kraf­ist að fram­kvæmd­irn­ar verði stöðvaðar, en vatns­flutn­ing­ur­inn hef­ur leitt til her­ferðar vegna meðferðar vatns­auðlinda á Nýja-Sjálandi.

Alp­ine Pure vill flytja 800 lítra á mánuði af „ónýttu“ jök­ul­vatni sem renn­ur í stöðuvötn­in Grea­ney og Minim Mere. Fyr­ir­tækið ætl­ar að flytja vatnið, sem það seg­ir „ósnert af mann­in­um“, um 20 km leið eft­ir leiðslum til Jackson Bay á vest­ur­strönd Nýja-Sjá­lands. Þaðan á svo að flytja það um borð í tank­skip og áfram til Kína, Ind­lands og Mið-Aust­ur­landa.

Fyr­ir­tækið hef­ur þegar fengið leyfi til að vinna vatnið og er nú að reyna að fá samþykki sveit­ar­fé­lags­ins fyr­ir lín­unni.

Verið að gefa nátt­úru­auðlind á meðan dreg­ur úr vatns­forðanum

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök hafa hins veg­ar hvatt rík­is­stjórn­ina til að grípa inn í og vernda vatns­auðlind­ir lands­ins, þótt Alp­ine Pure full­yrði að fyr­ir­tækið taki aðeins brot af því vatni sem fari í vötn­in úr fjöll­un­um fyr­ir ofan.

„Þessi hug­mynd hef­ur vakið mik­inn áhuga er­lendra fyr­ir­tækja,“ hef­ur Guar­di­an eft­ir Bruce Nis­bet, fram­kvæmda­stjóra Alp­ine Pure. „Ósnert vatn hef­ur fallið úr Suður-Ölp­un­um í millj­ón­ir ára og venju­lega hefði það farið til spill­is með því að renna beint til sjáv­ar. Magnið sem við tök­um er mjög lítið.“

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök vara hins veg­ar við því að þarna sé verið að gefa eina dýr­mæt­ustu nátt­úru­auðlind lands­ins og það á tím­um þegar dreg­ur úr vatns­forða heima fyr­ir vegna meng­un­ar.

Umræðan kem­ur á sama tíma og reiði vex yfir því að alþjóðleg stór­fyr­ir­tæki á borð við Coca Cola séu að dæla vatni úr lind­um neðanj­arðar fyr­ir smáaura.

.

Myndir – maps.google.com 19.01.2022

Fleira áhugavert: