Raforka – Þróun, geta, orkuskipti

Grein/Linkur:  Sagði einhver raforka?

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson

Heimild:

.

Seljalandsfoss Mynd: Aron Máni.

Seljalandsfoss Mynd: Aron Máni

.

Nóvember 2021

Sagði einhver raforka?

Ari Trausti Guðmundsson

Sú end­ur­nýj­an­lega raf­orka sem Íslend­ingar státa af nálg­ast nú um stundir er 20 TWst/ár og afl raf­orku­vera um 2.800 MW. Okkur er tamt að nota slíka afl­tölu í umræðu af því oft­ast sést að til­tekin virkjun er sögð t.d. 120 MW; langstærst er Fljóts­dals­virkjun með 690 MW afl­getu. Af raf­orkunni nýtir orku­frekur iðn­aður um 80% en til almenn­ings, fjöl­margra fyr­ir­tækja og sam­gangna nýt­ast um 20%. Vatns­afl er að baki 78% raf­orkunnar en jarð­varmi um 22% og vindafl brota­brot.

Lang­mest af vatns­afl­inu felst í jök­ulám þar sem miðl­un­ar­lón eru notuð vegna árs­tíða­sveiflna í afrennsli jökla. Varma­aflið fæst úr háhita­svæðum í eld­stöðvakerf­um; úr bor­holum sem eru 1.500 til 2.500 m djúp­ar. Vinda­fl, svo ein­hverju nemi, er virkjað í til­rauna­skyni skammt frá Búr­fells­virkj­un, tvær vind­myll­ur, og skila þær jákvæðum nýtni­töl­um.

Ramma­á­ætl­unin

Lög um nýt­ingu auð­linda til raf­orku­fram­leiðslu – svokölluð Ramma­á­ætlun – hafa reynst póli­tískt deilu­efni. Raf­orku­virkj­anir yfir 10 MW falla undir hana og gildir einu hvort aflgjaf­inn er fall­vatn, jarð­varmi, vindur eða sjór. Í nýt­ing­ar­flokk hafa lent all­margir vatns­afls- og jarð­varma­kostir og einn vinda­fls­kost­ur, en margir vatns­afls- og jarð­varma­kostir eru líka í bið­flokki til frek­ari skoð­un­ar. Í vernd­ar­flokki eru vatns­afls- og jarð­varma­kostir og hafa sumir þeirra form­lega orðið að frið­lýstum svæð­um. Ekki hefur reynst unnt að afgreiða 3. áfanga Ramma­á­ætl­un­ar­innar á Alþingi og þannig gæti farið með 4. áfang­ann. Einnig eru deilur um hvort vind­orku­ver falli undir áætl­un­ina eða hvort þau séu á for­ræði sveit­ar­fé­laga og fylgja þá ein­ungis hefð­bundnum mats- og leyf­is­ferlum fram­kvæmda en lúti ekki heild­ar­á­ætlun raf­orku­fram­leiðslu í land­inu.

Afl­geta háhita­svæða er breyti­leg á grófum tíma­skala vegna kvikuinn­skota, eld­gosa, jarð­skorpu­hreyf­inga og breytts grunn­vatns­rennsl­is. Hún er líka háð því hve hratt vinnsla er aukin að var­lega ákvörð­uðu hámarki. Löngu er ljóst að hæg upp­bygg­ing, hvíld vinnslu­svæða, nið­ur­dæl­ing, ný bor­svæði og fleira þarf til að halda afköstum í horf­inu. Borun og virkjun fjög­urra til sex km djúpra hola kann að marg­falda afköst háhita­svæða en það er enn um sinn óvíst miðað við þá einu bor­holu sem nú er notuð til rann­sókna (www.idd­p.is). 

Fleira áhugavert: