Snjóbræðsla – Notkun affalssvatns

Grein/Linkur:  Snjóbræðsla

Höfundur: Orkustofnun

Heimild:

.

.

Snjóbræðsla

Notkun affallsvatns til snjóbræðslu eykur nýtingu heita vatnsins til muna, enda er töluverður varmi eftir í vatninu þegar húshitun sleppir.  Algengt er að hitastig affallsvatns sé í kringum 35°C, en sé miðað við að nýta megi vatnið niður í 15°C jafngildir það ráðstöfunarvarma sem nemur um 84 kJ/kg.

Ágæt þumalputtaregla er að fyrir hverja 100 m2 húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu falli til nægilegt heitt vatn fyrir 16 m2 snjóbræðslukerfi. Þar sem ofankoma og frost eru meiri yfir veturinn, s.s. á Norðurlandi, þarf meira vatn fyrir minni fleti og ekki gefið að alls staðar séu forsendur fyrir snjóbræðslu vegna mikillar orkuþarfar. Yfir sumartímann dregur jarðvegur einhvern hluta orku affallsvatnsins til sín og byggir þannig upp varmaforða fyrir veturinn, en nýtingin er þó lítil.

Fleira áhugavert: