Vantaði brunaviðvör­un­ar­kerfi – Eigandi ber ábyrgð á tjóni

Grein/Linkur: Ófullnægjandi brunavarnir kosta félag 54 milljónir

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Bátasmiðjan á Akureyri brann upp til agna að gólfplötunni undanskilinni í maí 2017. Ljósmynd/Lögreglan

.

Nóvember 2021

Ófullnægjandi brunavarnir kosta félag 54 milljónir

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest dóm þess efn­is að Þríforkur ehf. skuli bera 25% af 218.470.500 króna end­ur­bygg­inga­kostnaði á báta­smiðju sem brann til kaldra kola í maí 2017. Var talið að for­svars­menn báta­smiðjunn­ar hefðu ekki gætt þess að bruna­varn­ir í hús­inu hafi verið í lagi.

Þríforkur var með lög­boðna bruna­bóta­trygg­ingu hjá Sjóva sem krafðist þess að fé­lagið myndi bera helm­ing tjóns­ins sjálft í ljósi ófull­nægj­andi bruna­varna. Þegar húsið brann var tals­vert magn eld­fimra og eld­hvetj­andi efna sem urðu til þess að eld­ur­inn varð um­fangs­meiri en ella.

End­ur­bygg­ing hús­næðis­ins haf­in

Fast­eign­in í mál­inu var 2.200 fer­metr­ar að stærð og staðsett í Goðanesi á Ak­ur­eyri. Reyklykt lagði yfir all­an Ak­ur­eyr­ar­bæ nótt­ina sem húsið brann en mik­ill elds­mat­ur var í hús­inu vegna eðlis starf­sem­inn­ar. End­ur­bygg­ing er nú þegar haf­in.

Í mats­gerð kom fram að bruna­varn­ir í hús­inu hafi ekki verið „í sam­ræmi við hönn­un, kröf­ur viðeig­andi laga og reglu­gerða, kröf­ur um eld­varn­ir og eld­varna­eft­ir­lit og með hliðsjón af þeirri starf­semi sem var í hús­inu“.

Slökkvilið Ak­ur­eyr­ar fram­kvæmdi eld­varn­ar­skoðun á báta­smiðjunni í maí 2016 en við þá skoðun voru al­var­leg­ar at­huga­semd­ir gerðar við það að bruna­hólf­un væri ekki í sam­ræmi við samþykkt­ar teikn­ing­ar. Auk þess hafi brunaviðvör­un­ar­kerfi vantað en for­svars­mönn­um veitt­ur mánaðarlang­ur frest­ur til úr­bóta.

Vildu trygga geymslu eld­fimra efna

Sjóvá fram­kvæmdi út­tekt á hús­næðinu í apríl 2016 og benti þar sér­stak­lega á að út­bú­in skyldu sér bruna­hólf til geymslu eld­fimra efna. For­svars­menn húss­ins virðast ekki hafa sinnt því en matsmaður taldi ör­uggt að eld­ur­inn hefði orðið um­fangs­minni ef eld­fim efni hefðu verið geymd í sér bruna­hólfi.

„Ef  sjálf­virkt  brunaviðvör­un­ar­kerfi  tengt  varðstöð  hefði verið  í  hús­inu,  svo  sem  ráð  var  gert  fyr­ir  á  samþykkt­um aðal­upp­drátt­um  af  hús­inu, hefði það greint reyk strax í upp­hafi og sent slökkvilið af stað. Hvort það hefði haft af­ger­andi  áhrif  á  fram­vindu  brun­ans  og  end­an­lega  út­komu  sé  ómögu­legt  að  segja,“ seg­ir í dóm­in­um en að lok­um voru bæt­ur eig­anda fast­eign­ar­inn­ar skert­ar um fjórðung vegna brota á varúðarregl­um.

Fleira áhugavert: