Veitusvæði Norðurorku hf

Heimild:

.

Smella á myndir til að stækka

Júní 2020

Heitt vatn

Það er nokkuð sama hvar við erum stödd í hinum svokallaða Vestræna heimi að okkur þykir sjálfsagt að skella okkur í heitt bað eða sturtu á hótelinu eða öðrum þeim stað sem við kunnum að gista á.  Það sem við hugsum sjaldnast um er með hvaða hætti vatnið verður heitt.  Er það jarðhitavatn, er það hitað upp með gasi, kolum, rafmagni eða hita sólarinnar?  Eitthvað sem gaman væri að velta fyrir sér næst þegar þið skellið ykkur í sturtu í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi eða á Spáni svo einhver lönd séu nefnd.

Íslendingar eru mjög lánsamir að eiga aðgang að þeirri einstöku auðlind sem jarðhita vatnið er, en um 90% heimila landsins eiga kost á að nýta sér það.  Rétt rúm hundrað ár eru síðan fyrsta hitaveitan, í nútíma skilningi þess orðs, var tekin í notkun á Íslandi.  Þó okkur þyki aðgengið að heitavatninu sjálfsagt mál í dag er gott að rifja upp að í raun er tiltölulega stutt síðan stærstur hluti íbúa á veitusvæði Norðurorku áttu þess kost að nýta sér þessa einstöku náttúruauðlind.

Veitusvæði Norðurorku hf. í þeirri röð sem veiturnar hafa verið byggðar upp.

  • Hitaveita Ólafsfjarðar 1944 (sameinaðist Norðurorku hf. árið 2005)
  • Hrísey 1972 (sameinaðist Norðurorku hf. árið 2004)
  • Hitaveita Akureyrar 1977 (sameinaðist Vatnsveitu Akureyrar árið 1993 og Rafveitu Akureyrar árið 2000)
  • Hitaveita Hrafnagilshrepps 1987 (sameinaðist Norðurorku hf. árið 2008)
  • Hitaveita Svalbarðsstrandarhrepps 1980 (sameinaðist Norðurorku hf. árið 2003)
  • Reykjaveita 2005 (byggð upp í samstarfi við Grýtubakkahrepp og Þingeyjarsveit)

Eins og sjá má af ofangreindri upptalningu eru flestar veitunar á veitusvæði Norðurorku í upphafi í eigu viðkomandi sveitarfélaga og hafa verið byggðar upp sem slíkar. En þó hafa nokkur sveitarfélög verið hitaveituvædd samhliða vinnslu jarðvarma innan þeirra vébanda og lagningu stofnlagna frá vinnslusvæðunum til Akureyrar, á það m.a. við um hluta Glæsibæjarhrepps (1990), Hrafnagilshrepps (1978) og Arnarneshreppi (2003).  Þá var gerður sérstakur samningur við Öngulsstaðarhrepp (1977) um uppbyggingu veitu í stórum hluta hreppsins samhliða uppbyggingu Hitaveitu Akureyrar á sínum tíma.  Glæsibæjarhreppur og Arnarneshreppur eru í dag hluti af sveitarfélaginu Hörgársveit og Öngulsstaðarhreppur og Hrafnagilshreppur eru hluti af Eyjafjarðarsveit.

Fleira áhugavert: