Frammúrskarandi fyrirtæki – Byggingageirinn í sókn, sagan

Grein/Linkur:  Byggingageirinn í mikilli sókn á síðastliðnum árum

Höfundur: Stefán E. Stefánsson Mbl

Heimild:

.

Graf/​mbl.is

.

Október 2021

Byggingageirinn í mikilli sókn á síðastliðnum árum

Efna­hags­svipt­ing­ar síðustu ára hafa lagst af mis­mikl­um þunga á at­vinnu­grein­ar lands­ins. Draga má þá álykt­un af upp­lýs­ing­um sem tekn­ar eru úr gagna­grunni Creidit­in­fo sem síðustu tólf ár hef­ur haldið lista yfir fyr­ir­tæki sem upp­fylla ströng skil­yrði um hagnað, eigið fé og aðra þætti sem skilja framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki frá öðrum. Á meðfylgj­andi grafi má sjá hlut­fall nokk­urra stórra at­vinnu­greina af öll­um þeim fyr­ir­tækj­um sem upp­fylla skil­yrðin á hverj­um tíma. Þar sést að bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð sker sig úr en hlut­fallið þar á bæ hef­ur auk­ist stöðugt frá ár­inu 2016. Á sömu mynd má svo einnig sjá að ferðaþjón­ust­an hef­ur gefið mjög eft­ir frá síðasta ári vegna þess stór­efl­is höggs sem hún varð fyr­ir vegna al­heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar.

127 fyr­ir­tæki á lista

Jón Þór­ar­inn Sig­urðsson er sér­fræðing­ur hjá Cred­it­in­fo en hann hef­ur greint þessa þróun út frá gögn­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Fjöldi fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð á lista Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja hef­ur vaxið hratt und­an­far­in ár. Á list­an­um í ár eru 127 fyr­ir­tæki í grein­inni eða sex­falt fleiri en árið 2013 og tvö­falt fleiri en árið 2017,“ seg­ir Jón Þór­ar­inn. Vís­ar hann þar í fjölda fyr­ir­tækja á list­an­um eins og hann lít­ur út nú, þegar enn eru fimm dag­ar í að list­inn verður birt­ur. Get­ur fjöldi fyr­ir­tækja á hon­um breyst að ein­hverju marki allt fram að þeim tíma, enda enn verið að yf­ir­fara árs­reikn­inga fyr­ir­tækja sem mögu­lega upp­fylla öll skil­yrði Cred­it­in­fo en af ein­hverj­um ástæðum hef­ur þurft að yf­ir­fara. Þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un í gær voru 853 fyr­ir­tæki á list­an­um yfir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki 2021.

Jón Þór­ar­inn bend­ir á að heild­ar­fjöldi Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja hef­ur verið nán­ast sá sami frá 2017 þannig að hlut­deild bygg­ing­ar- og mann­virkja­geir­ans hef­ur vaxið tölu­vert á þess­um tíma.

„Miðgildi EBITDA hjá Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um í grein­inni lækkaði um 21% milli 2020 og 2021 og er nú t.a.m. 14% lægra en fyr­ir 4 árum. Þá lækkaði einnig miðgildi rekstr­ar­hagnaðar um 17% og er nú á sama stað og fyr­ir 4 árum. Miðgildi rekstr­ar­tekna lækkaði um 3% frá síðasta ári en er þó um 27% hærra en fyr­ir fjór­um árum,“ bend­ir Jón Þór­ar­inn á.

Fleira áhugavert: