Álfsnes – Byggt, friðlýst eða tryggt vernd?

Heimild:  

.

Ný aðstaða Björg­un­ar á Álfs­nesi, gegnt Þer­ney. Mann­virki verða á landi og land­fyll­ing­um. Lega Sunda­braut­ar er einnig sýnd á mynd­inni. Mynd/​Alta

September 2020

Byggt í Álfs­nesi eða ekki?

Í nóv­em­ber 2017 var aug­lýst breyt­ing á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Í henni fólst að framtíðarstaðsetn­ing Björg­un­ar ehf. verði í Álfs­nes­vík við Þer­n­eyj­ar­sund og þar verði vinnslu­svæði fyr­ir ómengað jarðefni úr sjó, land­fyll­ing og höfn fyr­ir sand­dælu­skip fé­lags­ins. Starf­semi Björg­un­ar var áður í Sæv­ar­höfða en staf­semi var hætt þar í fyrra.

Þessi skipu­lags­breyt­ing mætti strax nokk­urri and­stöðu. Í bréfi Minja­stofn­un­ar Íslands, sem dag­sett er 17. júlí 2018, bein­ir hún þeim til­mæl­um til Reykja­vík­ur­borg­ar, á grunni upp­lýs­inga úr upp­færðri forn­leif­a­skrán­ingu Borg­ar­sögu­safns, að fund­in verði önn­ur staðsetn­ing fyr­ir starf­semi Björg­un­ar. Byggði Minja­stofn­un til­mæli sín á að svæðið væri hluti af ein­stakri minja­heild með minj­um um versl­un, út­veg og land­búnað.

Í fram­hald­inu ákvað Reykja­vík­ur­borg að skoða hvort mögu­legt væri að grípa til mót­vægisaðgerða sem t.d. gætu falið í sér að skráðum minj­um á svæðinu yrði hlíft að hluta eða öllu leyti, forn­leifa­rann­sókn­ir og/​eða aðrar leiðir við varðveislu minj­anna.

Það var svo í júní 2019 að Björg­un og Reykja­vík­ur­borg und­ir­rituðu sam­komu­lag um að fyr­ir­tækið fái lóð und­ir starf­semi sína í Álfs­nes­vík á Álfs­nesi, skammt frá urðun­ar­svæði Sorpu. Skipu­lags­ferli hófst og jafn­framt var unnið að um­hverf­is­mati á svæðinu. Björg­un fékk svo lóðinni út­hlutað fyrr á þessu ári.

Ein­stakt menn­ing­ar­lands­lag að mati Minja­stofn­un­ar Íslands

Í fram­hald­inu ákvað Minja­stofn­un að hefja und­ir­bún­ing til­lögu til mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra um að friðlýsa menn­ing­ar- og bú­setu­lands­lag við Þer­n­eyj­ar­sund, í Þer­ney og á Álfa­nesi. Sam­kvæmt 18. gr. laga um menn­ing­ar­minj­ar frá 2012 megi friðlýsa forn­leif­ar, sem hafa menn­ing­ar­sögu­legt, vis­inda­legt eða list­rænt gildi. Fyr­ir­huguð upp­bygg­ing í Álfs­nes­vík muni hafa mjög nei­kvæð áhrif á ein­stakt menn­ing­ar­lands­lag á Álfs­nesi og við Þer­n­eyj­ar­sund og spilla menn­ing­ar­minj­um á óaft­ur­kræf­an hátt. Með því yrðu hags­mun­ir Björg­un­ar tekn­ir fram yfir hags­muni al­menn­ings.

Í friðlýs­ing­ar­skil­mál­un­um seg­ir að Þer­n­eyj­ar­sund sé ein fjög­urra gam­alla kaup­hafna á því svæði sem nú er nefnt höfuðborg­ar­svæðið, hinar eru Leiru­vog­ur í Mos­fells­bæ, Hólm­ur­inn í Reykja­vík og Hafn­ar­fjörður. Við Þer­n­eyj­ar­sund sé ein­stak­lega vel varðveitt menn­ing­ar- og bú­setu­lands­lag sem spanni bú­setu á svæðinu frá því á miðöld­um fram á 20. öld. Við Þer­n­eyj­ar­sund var haf­skipa­höfn á 14. og 15. öld og á þeim tíma hafi verið þar ein aðal­höfn lands­ins. Í heim­ild­um frá 1429 komi fram að Skál­holts­skóli hafði aðstöðu við Þer­n­eyj­ar­sund vegna ut­an­landsversl­un­ar. Skipalega var við sundið og búðarstæði á landi aust­an við það. Norðar var býlið Glóra, þar sem búið var til 1898 og aft­ur á ár­un­um 1928-1936. Enn megi sjá um­merki um bú­skap á fyrri hluta 20. ald­ar, fyr­ir tíma véla­ald­ar. Rúst­ir Glóru séu einu minj­ar um slík býli sem eft­ir séu í landi Reykja­vík­ur.

Krist­ín Huld Sig­urðardótt­ir, for­stöðumaður Minja­stofn­un­ar, sendi bréf til Reykja­vík­ur­borg­ar í júlí sl. og gaf borg­inni kost á að gera at­huga­semd­ir við friðlýs­ingaráformin. Svar Ebbu Schram borg­ar­lög­manns var kynnt á síðasta fundi borg­ar­ráðs. Þar ger­ir Reykja­vík­ur­borg at­huga­semd­ir við málsmeðferð friðlýs­ing­ar­til­lögu Minja­stofn­un­ar Íslands og tel­ur að ekki hafi verið gætt að ákvæðum stjórn­sýslu­laga við und­ir­bún­ing til­lög­unn­ar. Það er mat Reykja­vík­ur­borg­ar að ekki sé nauðsyn­legt að friðlýsa svæðið í heild sinni, enda geri upp­færð forn­leif­a­skrán­ing svæðis­ins ekki til­efni til slíkr­ar friðlýs­ing­ar. Tel­ur Reykja­vík­ur­borg að meðal­hófs og rann­sókn­ar­reglu hafi ekki verið gætt við gerð til­lög­unn­ar.

Má tryggja vernd minja með öðrum hætti en friðlýs­ingu?

„Af fyr­ir­liggj­andi gögn­um er ljóst að Minja­stofn­un Íslands hef­ur eigi kannað hvort tryggja megi vernd minja á svæðinu með öðrum hætti en friðlýs­ingu. Mik­il­vægt er að slíkt mat fari fram í ljósi þess að ekki verður séð að hafn­ar- og at­hafna­svæði Björg­un­ar ehf. muni koma til með að raska minj­um sem telj­ast hafa menn­ing­ar­sögu­legt eða sér­stakt vernd­ar­gildi á svæðinu. Jafn­framt þarf slíkt mat að fara fram með hliðsjón af því að um er að ræða veru­lega fjár­hags­lega hags­muni og stjórn­ar­skrár­var­inn eigna­rétt Reyja­vík­ur­borg­ar og Björg­un­ar ehf. sem hand­hafa lóðarrétt­inda á svæðinu og veg­helg­un­ar­svæði Sunda­braut­ar,“ seg­ir í svari Reykja­vík­ur­borg­ar.

.

Smella á mynd til að tækka

Fleira áhugavert: