Car­bfix aðferðin – Kol­efn­is­bind­ing, jarðhitagufa

Heimild: 

.

Janúar 2020

Sig­urður Reyn­ir Gísla­son

Sig­urður Reyn­ir Gísla­son rann­sókna­pró­fess­or var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir fram­lag til ís­lenskra jarðvís­inda og kol­efn­is­bind­ing­ar. Sig­urður er einn þeirra sem standa á bakvið Car­bfix-aðferðina.

„Mér líður svaka­lega vel með þetta og ég var djúpt snort­inn að fá þessa viður­kenn­ingu. Hún skipt­ir svo miklu máli fyr­ir mig út á við, maður fær kannski viður­kenn­ing­ar inn­an fag­fé­laga en þegar þetta fer svona út í allt sam­fé­lagið þá snert­ir þetta mann djúpt. Þetta gladdi mig óskap­lega,“ seg­ir Sig­urður um þenn­an heiður sem hon­um hlotnaðist í gær.

Sig­urður er fædd­ur í Reykja­vík og lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Tjörn­ina. Hann út­skrifaðist síðan sem jarðfræðing­ur frá Há­skóla Íslands, lauk doktors­prófi í jarðefna­fræði frá John Hopk­ins-há­skóla í Banda­ríkj­un­um og hef­ur síðan þá starfað við rann­sókn­ir og kennslu við Há­skóla Íslands.

Nýta sér nátt­úru­leg ferli 

Sig­urður er einn af stofn­end­um kol­efn­is­bind­ing­araðferðar­inn­ar Car­bfix. Aðferðin felst í gróf­um drátt­um í því að kolt­víoxíð (CO2) er fangað úr jarðhita­gufu, gasið leyst upp í vatni und­ir þrýst­ingi og vatn­inu dælt niður á 500 til 800 metra dýpi í basaltj­arðlög þar sem kolt­víoxíð binst var­an­lega í berg­grunn­in­um í formi steinda.

„Við byrjuðum að rann­saka þetta 2006, þá var lagður grunn­ur að þessu. Það er skemmti­legt við þetta að for­seta­embættið hafði svo­lítið frum­kvæði í því máli, að koma þessu á legg og vann mjög náið með okk­ur fyrsta árið,“ seg­ir Sig­urður um upp­haf Car­bfix.

.

„Þetta er bara það sem jörðin er að gera. Við erum að nýta okk­ur þessi nátt­úru­legu ferli og fund­um leið til þess að herða á þeim, láta þetta virka hraðar. Við náðum svo að stein­renna, sem sagt búa til steina, úr þessu á inn­an við tveim­ur árum eft­ir að við dæl­um niður í jörðina.“

Það voru Há­skóli Íslands, Orku­veit­an, Col­umb­ia-há­skóli í Banda­ríkj­un­um og Rann­sókn­ar­ráðið í Tou­lou­se í Frakklandi sem stóðu að stofn­un Car­bfix-aðferðar­inn­ar.

„Þegar við lögðum af stað í þetta höfðum við tvö mark­mið. Að þróa iðnaðarferli til að binda kolt­víoxíð í bergi og búa til stein úr því, því það er ör­ugg­asta leiðin til að binda þetta í þúsund­ir, ef ekki millj­ón­ir, ára. Hitt mark­miðið var að þjálfa unga vís­inda­menn til þess að koma þess­ari þekk­ingu hratt til kom­andi kyn­slóða,“ seg­ir Sig­urður.

„Nú er ég ekk­ert ung­lamb leng­ur, en að sjá þessa flinku, ungu stúd­enta sem byrjuðu með okk­ur 2007, hlaupa af stað með þetta til þess að dreifa þekk­ing­unni er afar fal­legt,“ bæt­ir hann við.

Unga fólkið stjórn­ar út­rás­inni

„Við erum búin að út­skrifa 12 doktorsnema úr þessu verk­efni, flesta frá Há­skóla Íslands. Þetta unga fólk sem byrjaði þarna 2007 sem nem­ar, er núna að stjórna svo­lítið út­rás­inni í þessu,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir við að Edda Sif Pind Ara­dótt­ir hafi ein­mitt ný­lega verið val­in til þess að stýra nýju dótt­ur­fé­lagi Orku­veitu Reykja­vík­ur um Car­bfix.

„Hún var ein­mitt í fyrsta ár­gang­in­um af Car­bfix-stúd­ent­um sem byrjaði 2007.“

Car­bfix-aðferðin hef­ur nú verið notuð í sam­fellt fimm ár við Hell­is­heiðar­virkj­un með góðum ár­angri. Þá stend­ur til nýta aðferðina við Nesja­velli auk þess sem Lands­virkj­un er að skoða Car­bfix við Kröflu.

Sig­urður seg­ir að rúm­lega 5% af yf­ir­borði meg­in­land­anna sé úr basalti. Sjáv­ar­botn út­haf­anna sé svo einnig úr basalti og í því fel­ist ýms­ir mögu­leik­ar.

„Ef menn vilja gera þetta í sjó eru mörg tæki­færi til þess. Það er svona það nýj­asta sem við erum að þróa núna og við erum með rann­sókn­ar­hópa að vinna í því. Það er næsta skref, að nota sjó í staðinn fyr­ir ferskvatn sem er víða svo dýr­mætt.“

Set­ur Ísland í nýja stöðu

Sig­urður seg­ist mikið hafa rann­sakað kol­efn­is­hringrás jarðar­inn­ar og um­hverf­isáhrif eld­gosa á ferl­in­um. Það standi upp úr ásamt þróun Car­bfix-aðferðar­inn­ar, sem hann bind­ur mikl­ar von­ir við í framtíðinni. Sig­urður seg­ir það auðvitað vera ákjós­an­leg­ast að kol­efn­is­los­un yrði eng­in árið 2050, svo það megi upp­fylla mark­mið Sam­einuðu þjóðanna. Það sé þó raun­særra að binda þurfi kolt­víoxíð úr and­rúms­loft­inu.

„Það set­ur Ísland í al­veg nýja stöðu því það mætti hugsa sér að í framtíðinni, á seinni hluta ald­ar­inn­ar, mynd­um við reisa jarðhita­orku­ver sem yrði gert ein­ung­is til þess að knýja „gassug­ur“ sem sjúga kolt­víoxíð beint úr and­rúms­loft­inu, sem yrði síðan dælt niður í jörðina með Car­bfix-aðferðinni.“

„Það sem er svo merki­legt við þetta er að það skipt­ir ekki máli hvaðan þú sýg­ur kolt­víoxíð úr and­rúms­loft­inu. Kolt­víoxíð sem losn­ar út í and­rúms­loftið í New York í dag get­ur borist til Íslands eft­ir þrjá daga. Allt í einu höf­um við á Íslandi það und­ir að geta hjálpað veru­lega við að binda þetta gíf­ur­lega magn sem þarf til þess að ná loft­lags­mark­miðum,“ seg­ir Sig­urður.

„Ísland gæti vel tekið þátt í þess­ari loft­hreins­un í heim­in­um, ef þjóðir heims­ins koma sér sam­an um að fjár­magna það. Í staðinn fyr­ir að byggja orku­ver fyr­ir Bitco­in mynd­um við reisa orku­ver fyr­ir gassug­ur þar sem við mynd­um svo stein­renna kolt­víoxíð,“ seg­ir Sig­urður.

Íslend­ing­ar gætu spilað stórt hlut­verk 

„Eins og staðan er núna erum við að taka bara það sem losn­ar frá stromp­un­um, sem er mjög mik­il­vægt því að um 60% af því sem er losað út í and­rúms­loftið kem­ur úr stór­um stromp­um hjá orku­ver­um, járn­bræðslum og svo fram­veg­is þannig það væri lang­best ef bara all­ir gerðu það,“ seg­ir Sig­urður.

„Það er nátt­úru­lega al­veg siðlaust að vera ekki byrjuð á því fyr­ir löngu því þessi tækni, að fanga kolt­víoxíð úr stromp­um, hef­ur verið þekkt í tals­verðan tíma. Við erum bara allt of sein í það þannig við neyðumst til að fara út í loft­hreins­un. Við get­um spilað stórt hlut­verk þar. Þá erum við ekki að tala um kannski 2-3 millj­ón­ir tonna, sem er í raun allt það sem við los­um, held­ur gæti það orðið 10, eða jafn­vel 100 sinn­um meira.“

„Við Íslend­ing­ar gæt­um ekki verið ein­ir í þessu, það yrði all­ur heim­ur­inn. En þetta þýðir að það er hægt að fara á þessi basaltsvæði þar sem við höf­um end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa, sjúga kolt­víoxíð úr loft­inu og notað car­bfix-aðferðina til þess að stein­renna það.“

Fleira áhugavert: