Vatnstankar Perlunnar – Hitaveita og bakrennslisvatn

Grein/Linkur: Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?

Höfundur:  Egill Jóhannesson

Heimild: Vísindavefurinn

.

Mynd – perlan.is 30.01.2024

.

Águst 2009

Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?

Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014 en þar mátti sjá leikmyndir frá þekktum atburðum í Íslandssögunni. Sumarið 2017 opnaði sýningin Jöklar og íshellir í tankinum.

Tankarnir sjálfir eru 10 m á hæð og 23 m í þvermál. Hver tankur er þannig um 4.150 m3 en það má reikna með eftirfarandi formúlu fyrir rúmmáli sívalnings:

R=hπr2

þar sem R er rúmmálið, h er hæðin, π3,14 og r er geislinn (e. radius). Geymslurými þeirra er hins vegar um það bil 4.000 m3.

Í 1 lítra eru 1000 cm3 og því 1000 lítrar í 1 m3. Hver tankur rúmar þá um 4 milljón lítra. Tankarnir 5, sem innihalda vatn, geyma því alls um 12 milljón lítra af 80°C heitu vatni og um 8 milljón lítra af 30°C heitu vatni.

Heimildir og mynd:

  • Upplýsingar frá Orkuveitunni.
  • Perlan.is – saga Perlunnar.
  • Sögusafnið.

Fleira áhugavert: