Vatnsskortur, Des 2020 – Minnkandi afkastageta hitaveitu?

Grein/Linkur:  Kulda­boli endur­upp­vakinn?

Höfundur: Árni Gunnarsson

Heimild:

.

Desember 2020

Kulda­boli endur­upp­vakinn?

Opið bréf til stjórn­enda Orku­veitu Reykja­víkur.

Árni Gunnarsson

Þriðja árið í röð mega höfuð­borgar­búar búa við að vera af stjórn­endum OR varaðir við yfir­vofandi vatns­skorti hjá Hita­veitunni vegna þess að spáð er frost­dögum næstu daga. Í fjöl­miðlum er slegið upp fyrir­sögnum um að við­bragðs á­ætlun veitunnar hafi verið virkjuð, geta kerfisins komin að þol­mörkum þess, sem er sögð vera um 18.000 [m3/h] í há­marks rennsli, sam­svarandi um 1.015 [MW] í varma­afli (miðað við nýtingu vatnsins 80/30°C).

Takið eftir, nú er árið 2020. Síðast tæmdust miðlunar­geymar Hita­veitunnar 4. janúar 1968, fyrir meira en hálfri öld! Upp frá því tókst að full­nægja þörfum veitunnar þar sem vel tókst til við boranir, þróun á­reiðan­legra öxul-bor­holu­dæla, byggingu miðlunar­geyma og svo fram­vegis, þrátt fyrir ævin­týra­legan vöxt Hita­veitunnar þegar öll hverfi borgarinnar voru tengd veitunni. Síðar tók við tenging ná­granna byggðar­laganna Kópa­vogs, Garða­bæjar, Hafnar­fjarðar, Álfta­ness og Kjalar­ness sam­hliða ört vaxandi höfuð­borg.

Veturna 1988/89 og 1989/90 skall hurð oft nærri hælum, þar sem stöðugt dró úr af­kasta­getu bor­holu­dæla vegna lækkunar á vatns­borði jarð­hita­kerfanna þriggja á höfuð­borgar­svæðinu svo og þeirrar af­drifa­ríku þróunar að taka þurfti 4 af 56 vinnslu­bor­holum veitunnar varan­lega úr rekstri til að varna frekari skemmdum á kerfunum, vegna sjávar- og grunn­vatns­leka inn í þau, þar sem á­lagið á þau, lækkun vatns­borðs, hafði farið fram úr sjálf­bærri nýtingu þeirra. Þessa tvo vetur tókst að af­stýra vatns­skorti, tæmingu miðlunar­geyma, með rekstri 90 [MW] olíu­kyndi­stöðvar svo dögum skipti. Þegar Nesja­valla­virkjun var loks tekin í notkun á elleftu stundu í byrjun septem­ber 1990, snerist taflið við.

.

.

Spurt er, hvernig getur það staðist að afl­geta Hita­veitunnar nægir nú ekki til að standa undir á­lagi þegar frost er úti sam­fellt í nokkra daga? Á sama tíma hefur veitan að­gang að marg­falt meiri varma­orku á Nesja­völlum og Hellis­heiði, ó­beislaðri svo ekki sé minnst á þá sem þar er sóað vegna á­gengrar raf­orku­vinnslu langt um­fram þarfir Hita­veitunnar. Ljóst er að nýting jarð­hita­kerfanna á höfuð­borgar­svæðinu hefur verið frá gang­setningu Nesja­valla­virkjunar fyrir 30 árum í jafn­vægi og sjálf­bær. Reynslan hefur kennt veitunni á­þreifan­lega saman­ber ofan­greint að ekki er í boði að auka á­lagið á þau.

Það sem gerir þessa stöðu veitunnar enn ó­skiljan­legri er að ný­lega hefur dregið úr af­kasta­getu Hita­veitunnar meðal annars vegna (há­marks afl­geta sögð 1015 [MW]):

  1. Önnur af öflugustu bor­holum Laugar­nes­svæðis hefur verið tekin úr um­ferð nú í vetur. Af­kasta­geta hennar er um 17 [MW] eða 1,7% af heild. Hvers vegna? Opin­bera skýring veitunnar er að það hafi myndast tappi í henni. Sam­kvæmt árs­skýrslu veitunnar er í árs­byrjun 2020 ekkert lát sagt vera á af­kasta­getu hennar. Hverju skal trúa?
  2. Eru fleiri bor­holur á höfuð­borgar­svæðinu úr rekstri?
  3. 90 MW olíu­kyndi­stöð Hita­veitunnar á Ár­túns­höfða, um 9% af heild. Hvað varð um hana? Hún sem gagnaðist svo vel áður fyrr sem toppafls­gjafi.
  4. Nokkrir af miðlunar­geymum veitunnar á Öskju­hlíð hafa verið teknir undir aðra starf­semi. Nýting þeirra til dægur­miðlunar og sem toppafls­gjafa af­lögð. Hvers vegna?
  5. Flutnings­geta Nesja­valla­æðar hefur skerst um 18% (70 MW), vegna mis­taka í rekstri Nesja­valla­virkjunar. Ó­trú­lega miklu magni af varma­orku frá virkjuninni er enn fargað í grunn­vatns­kerfi staðarins í stað þess að nýta hana fyrir Hita­veituna eins og virkjunin var í upp­hafi fyrst og fremst hönnuð fyrir og byggð til að gegna. Hvers vegna líðst það enn? „Öll sóun jarð­varmans stríðir á móti hag­fræði­legum og sið­ferði­legum sjónar­miðum,“ ritaði Jóhannes Zoëga í ævi­minningum sínum 2006. Það eru orð að sönnu.

Eig­endur Hita­veitunnar, í­búar höfuð­borgar­svæðisins, eiga rétt á að vera upp­lýstir um hvers vegna hún hefur hafnað í þessari ó­trú­lega slæmu stöðu að geta ekki í kulda­tíð full­nægt hita­þörf not­enda. Þessi staða upp­komin, þrátt fyrir að gjald­skrá Hita­veitunnar er nú hærri borin saman við helstu hita­veitur landsins? Sú var tíðin að gjald­skrá Hita­veitunnar var lægst. Hvernig hyggst Orku­veita Reykja­víkur koma í veg fyrir hættu á vatns­skorti hjá Hita­veitunni til fram­tíðar (Plan 2)? Það er enginn skortur á mögu­leikum til að veru­leika­gera það.

Höfundur er fyrrverandi yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur.

Fleira áhugavert: