Fráveituhreinsun 2010-2017 – Reglugerðarbrot, óskýr ábyrgð, litlu áorkað

Heimild: 

.

September 2017

Litlu áorkað og regl­um ekki fylgt

Árið 2014 var 68% skólps frá þétt­býl­um hreinsað með eins þreps­hreins­un, tvö% með tveggja þrepa og eitt% með frek­ari hreins­un en tveggja þrepa. Aft­ur á móti var 24% skólps­ins ekk­ert hreinsað og ekki er vitað hvernig 5% þess var hreinsað eða hvort það hefði yf­ir­leitt fengið nokkra hreins­un.

Ann­ars staðar á land­inu skort­ir t.d. hreins­un á öll­um stærri frá­veit­um (með yfir 2.000 p.e.) í þétt­býli á Vest­ur­landi, Vest­fjörðum, Norður­landi vestra og Norður­landi eystra en upp­færðar upp­lýs­ing­ar vant­ar um stöðu á hreins­un skólps á Vest­ur­landi. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt um stöðu frá­veitu­mála á Íslandi árið 2014 sem Um­hverf­is­stofn­un vann.

Af því skólpi sem myndaðist í þétt­býli á land­inu var 94% losað í sjó, 5% í ár og stöðuvötn og 1% í ár­mynni eða grunn­vatn. Af því skólpi sem var talið hreinsað með eins þreps hreins­un var um 84% hreinsað í sam­eig­in­leg­um hreins­istöðvum sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu við Ánanaust og Klettag­arða. Um er að ræða tæp­lega 60% þess skólps sem verður til í land­inu. Seg­ir jafn­framt í skýrsl­unni.

Ekki farið eft­ir reglu­gerðum

„Niður­stöður skýrsl­unn­ar benda til að frem­ur litlu hafi verið áorkað í frá­veitu­mál­um síðan síðasta stöðuskýrsla var gef­in út árið 2010 og mikið hafi vantað upp á að ákvæði reglu­gerðar um frá­veit­ur og skólp væru upp­fyllt. Það fyr­ir­komu­lag sem stuðst er við í dag hef­ur ekki skilað þeim til­ætlaða ár­angri sem kraf­ist er í lög­um og reglu­gerðum.“ Þetta kem­ur fram í skýrsl­unni.

Sýni ekki tek­in nægi­lega oft

Hreins­istöðvar sinna ekki nægi­lega reglu­bundnu eft­ir­liti. Rétt fram­kvæmd sýna­taka og nægi­leg­ur fjöldi mæl­inga er nauðsyn­leg­ur til að skera úr um hvort til­tek­in hreins­istöð nær þeim ár­angri sem að var stefnt.

„Sam­an­tekt­in leiddi í ljós að  los­un­ar­mæl­ing­ar voru al­mennt ekki gerðar í sam­ræmi við kröf­ur reglu­gerðar um frá­veit­ur og skólp og því erfitt að draga álykt­an­ir um hvort hreinsi­virki séu í raun að skila þeim ár­angri sem þeim var ætlað.“ Í sam­an­tek­inni er vísað til ný­legr­ar skýrslu sem unn­in var fyr­ir Orku­veitu Reykja­vík­ur sem er m.a. rekstr­araðili tveggja helstu hreins­istöðva á höfuðborg­ar­svæðinu. Í henni kem­ur fram að mæl­ing­ar í hreins­istöðvun­um við Ánanaust og Klettag­arða eru ekki jafn tíðar og ákvæði reglu­gerðar mæla fyr­ir um.

Grein-frétt pp­færð samdægurs:   Eft­ir að skýrsl­an og frétt­in voru birt vilja Veit­ur koma því á fram­færi að ekki séu um að ræða aðeins fjög­ur sýni sem tek­in voru á ári, held­ur hefði verið farið í fjór­ar ferðir til að taka sýni og sam­tals meira en 50 sýni tek­in í þau skipti.

.

Skýra ábyrgðaskipt­ingu og fjár­mögn­un

Í skýrsl­unni eru bent á úr­bæt­ur sem þyrfti að fara í. Það eru meðal ann­ars bent á að skýra þurfi ábyrgðar­skipt­ingu milli sveit­ar­fé­laga sem rekstr­araðila frá­veitna, fyr­ir­tækja, heim­ila í dreif­býli og eft­ir­litsaðila þ.e. heil­brigðis­nefnda sveit­ar­fé­laga og Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Einnig verður farið í átak í því að að fá sveit­ar­fé­lög til að sækja um starfs­leyfi til viðkom­andi heil­brigðis­nefnd­ar. Tryggt verði að heil­brigðis­nefnd­ir gefi út starfs­leyfi þar sem þau eru ekki fyr­ir hendi og að starfs­leyf­is­hafi sinni innra eft­ir­liti og eft­ir at­vik­um vökt­un viðtaka. „Ef með þarf beiti heil­brigðis­nefnd­ir þving­unar­úr­ræðum til að tryggja að aðilar upp­fylli skyld­ur sín­ar.“ seg­ir enn­frem­ur.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að flutn­ingsaðilar og  mót­töku-  og meðferðaraðilar seyru  virðast ekki all­ir hafa haft starfs­leyfi heil­brigðis­nefnda auk þess sem aðeins 10% safn­ræsa og 21% hreins­istöðva höfðu starfs­leyfi.

Fleira áhugavert: