Er vatn á Mars?

Heimild: visir

.

Mars

Pláhnetan Mars

September 2015

Fljótandi vatn finnst á yfirborði Mars. Þetta hafa vísindamenn staðfest sem greint hafa nýjar upplýsingar frá plánetunni. Flýtur vatnið niður gíga og gil en vísindamenn telja að þetta auki líkurnar á því að líf finnist á Mars.

„Það er fljótandi vatn á yfirborði Mars,“ sagði Michael Mayer, vísindamaður sem leiðir könnun Mars fyrir hönd NASA. „Vegna þess teljum við líklegt að það séu lífvænleg skilyrði fyrir hendi á Mars í dag.“

Ekki liggur fyrir hver sé uppspretta vatnsins en vísindamenn telja líklegt að uppsprettan gæti verið neðanjarðarvatnsæðar eða ís undir yfirborði Mars. Vatnstraumarnir skilja eftir sig dökkar rákir í landslaginu en vatnstraumarnir þorna upp þegar kólnar á yfirborði Mars á haustin.

Mögulegt er að uppgvötunin geti gefið NASA og öðrum geimrannsóknarstofnunum vísbendingar um hvar líklegast sé að finna líf á Mars ásamt því að þessar upplýsingar gætu sagt fyrir um hvar sé best að lenda, verði mannað geimfar sent til Mars í framtíðinni.

Fleira áhugavert: