Vindorkuver – Laxárdalsheiði

Grein/Linkur: Vilja vindorkuver á mikilvægu fuglasvæði

Höfundur: Kjarninn

Heimild:

.

Vindorkugarðurinn er fyrirhugaður á Laxárdalsheiði, skammt frá Borðeyri.Mynd: Úr skýrslu Quadran

Vindorkugarðurinn er fyrirhugaður á Laxárdalsheiði, skammt frá Borðeyri.Mynd: Úr skýrslu Quadran

.

Janúar 2020

Vilja vindorkuver á mikilvægu fuglasvæði

Til­laga að mats­á­ætlun vegna þriðja vind­orku­vers­ins sem áhug­i er að reisa á Vest­ur­landi hefur verið lögð fram og birt á vef ­Skipu­lags­stofn­un­ar. Yrðu vind­orku­verin öll að veru­leika gætu 86 vind­myll­ur risið og upp­sett afl þeirra orðið allt að 375 MW, sam­bæri­legt við afl beggja ­Búr­fells­stöðva Lands­virkj­un­ar. Upp­söfnuð áhrif garð­anna vegna nálægðar hver við annan gætu orðið ýmis kon­ar, m.a. á fugla­líf og ásjónu lands.

Í apríl í fyrra lögðu tvö fyr­ir­tæki fram til­lögu að ­mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum vind­orku­garða í Reyk­hóla­hreppi. Ann­ar­s ­vegar EM-Orka ehf sem ráð­gerir allt að 130 MW vind­orku­garð í Garps­dal við Gils­fjörð og hins vegar Storm Orka sem hyggst reisa og reka 80-130 MW garð í landi Hróð­nýj­ar­staða í Dölum í Dala­sýslu.

Til­laga að þriðja garð­inum var svo lögð fram til­ ­Skipu­lags­stofn­unar í síð­ustu viku. Að þeirri til­lögu stendur fyr­ir­tækið Quadran Iceland Develop­ment ehf. sem fyr­ir­hugar vind­orku­garð í landi Sól­heima í Dala­byggð. Stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins er Tryggvi Þór Her­berts­son, ­fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Í garði EM Orku er miðað við 35 vind­myllur sem hver og ein yrði allt að 150 metra há. End­an­leg stærð fyr­ir­hug­aðs garðs Storm Orku var ekki ­ljós er til­lagan var lögð fram síð­asta vor. Þó kom fram að upp­sett afl í fyrsta á­fanga væri áætlað rúm­lega 83 MW frá 18-24 vind­myll­um.

EM Orka er íslenskt fyr­ir­tæki í eigu EMP Hold­ings, sem er ­sam­eig­in­lega í eigu EMP IN og Vest­as, eins stærsti vind­myllu­fram­leið­anda heims. Að baki Storm Orku standa bræð­urnir Magnús og Sig­urður Jóhann­essynir og nýt­ur ­fyr­ir­tækið stuðn­ings vind­myllu­fram­leið­and­ans Siem­ens Gamesa Renewa­ble Energy.

Vind­orku­fram­kvæmdir eru mats­skyldar sa­kvæmt lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um. Fram­kvæmda­að­ili gerir til­lögu að mats­á­ætlun og það hafa fyr­ir­tækin þrjú nú öll gert. ­Skipu­lags­stofnun tekur síðan ákvörðun um þá til­lögu, að feng­inni umsögn ýmissa að­ila, og getur bætt við atriðum sem fjalla þarf um í fram­hald­inu. Næsta skref er svo vinna að  frum­mats­skýrslu á um­hverf­is­á­hrif­um.

Hafa áhrif á fugla­líf og ásýnd lands

Umhverf­is­á­hrif af vind­orku­görðum eru að ýmsu leyti önnur en af vatns­afls- og jarð­varma­virkj­unum  sem hingað til hafa verið ráð­andi í orku­fram­leiðslu á Íslandi. Þau geta þó ver­ið margs­kon­ar. Þau eru til dæmis sjón­ræn, þ.e. vind­myll­urnar hafa áhrif á ásýnd um­hverf­is, þær hafa einnig áhrif á hljóð­vist og geta einnig haft áhrif á fugla­líf, svo dæmi séu tek­in. Hins vegar þarf eðli máls­ins sam­kvæmt ekki að ­gera miðl­un­ar­lón og sökkva landi líkt og í til­viki margra vatns­afls­virkj­ana. Þá er hægt að fjar­lægja vind­myllur og skilja við landið í nokkuð sam­bæri­leg­u á­standi og fyrir fram­kvæmdir ef vel er að verki stað­ið.

Í til­lögu að mats­á­ætlun Quadran Iceland Develop­ment ehf. um vind­orku­garð í landi Sól­heima kemur fram að fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði sé á 3.200 hekt­ara landi á eystri mörkum sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggð­ar. Þjóð­vegur 59, sem er mal­bik­aður að hluta til, liggur í gegnum svæðið á u.þ.b. átta kíló­metra kafla og tengir saman Búð­ar­dal og Borð­eyri. Á fram­kvæmda­svæð­inu er bónda­býli, Sól­heimar, á­samt sum­ar­bú­stað. Í skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins segir að leigu­samn­ingur hafi ver­ið und­ir­rit­aður við land­eig­endur í apríl árið 2018.

Stöðugir og sterkir vind­strengir

Jörðin Sól­heimar varð fyrir val­inu hjá Quadran þar sem ­stað­ur­inn býður að mati fyr­ir­tæk­is­ins upp á stórt land­svæði með stöð­ugum og ­sterkum vind­strengjum á afskekktu svæði, fjarri byggð. Þá segir í skýrsl­unni að ­svæðið búi einnig að góðu aðgengi við núver­andi vega­kerfi og stutt sé í teng­ing­u við raf­orku­kerfi.

Á þessu stigi er áætlað að áfangi 1 muni sam­an­standa af 20 vind­myll­um, með hámarks­af­köst upp á 85 MW. Í öðrum áfanga er fyr­ir­hugað að bæta við sjö vind­myllum og þá gert ráð fyrir allt að 115 MW afl­getu.

Fjöl­mörg vötn og ár

Í mats­á­ætl­un­inni kemur fram að fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæð­i ein­kenn­ist af til­tölu­lega sléttu lands­lagi úr fín­gerðum jarð­vegi og basalti með­ aflíð­andi hlíðum og fjöl­mörgum vötn­um, ám og vatns­ból­um. Gróður svæð­is­ins sam­anstend­ur af grasi og frum­stæð­ari teg­und­um, aðal­lega mosa­gróðri. Rask vegna und­ir­bún­ings­ og upp­bygg­ingar vind­orku­vers­ins myndi nema minna en 1% af heild­ar­svæð­inu, að mati fram­kvæmda­að­ila.

Fyrir utan bygg­ingu vind­myll­anna sjálfra, sem hver og ein yrði á stein­steyptri und­ir­stöðu, yrði rask m.a. vegna nýrra mal­ar­vega sem leggja ­þyrfti inn á svæðið og að hverri vind­myllu og  að­veitu­stöðv­um. Sam­hliða því yrðu lagðir jarð­strengir ­sem flytja myndu raf­magn frá vind­myll­un­um.

Svæðið mik­il­vægt fyrir fugla­líf 

Fram­kvæmdin er fyr­ir­huguð á Lax­ár­dals­heiði sem er skil­greind ­sem mik­il­vægt svæði fyrir fugla­líf og líf­fræði­lega fjöl­breytni (Import­ant Bird and Biodi­versity Area) og svæðið afmarkað sem mik­il­vægt varp­svæði á alþjóða­vís­u ­fyrir himbrima (5% af íslenska himbrima­stofn­in­um) og álftir (1,8% af íslenska álft­ar­stofn­in­um).

Fyrirhugað framkvæmdasvæði er merkt með rauðu fyrir miðri mynd og mikilvægt svæði fyrir fuglalíf og líffræðilegan fjölbreytileika með gulum. Mynd: Quadran

Fyrirhugað framkvæmdasvæði er merkt með rauðu fyrir miðri mynd og mikilvægt svæði fyrir fuglalíf og líffræðilegan fjölbreytileika með gulum. Mynd: Quadran

.

Við fyrstu úttektir fram­kvæmda­að­ila á fugla­lífi á svæð­inu í maí 2019 voru skráð lóma­pör, álfta­pör, grá­gæsa­pör og svart­bakspör, himbrim­apar og hópur dugg­anda sem sást á stærsta stöðu­vatn­inu. Þá er rjúpa einnig á þessu ­svæði. Í skýrsl­unni segir að búist sé við miklum fjölda varp­fugla af ólík­um ­teg­undum á svæð­inu á meðan varp­tíma­bil­inu stend­ur, þ.m.t. fugla­teg­undum eins og óð­ins­hana og hávellu.

Fuglar geta glatað búsvæðum sínum

Í skýrsl­unni kemur fram að við bygg­ingu vind­orku­garðs sé ­mögu­legt að stað­fuglar og varp­fuglar verði fyrir röskun og glati búsvæðum sín­um. Þegar vind­myllur eru í gangi fel­ast mögu­leg áhrif í því að fuglar glati búsvæð­u­m sínum eða flytji sig um set, þ.e. forð­ist vind­orku­garð­inn og nær­liggj­andi svæð­i, fljúgi á spaða myll­anna eða önnur mann­virki eða að fuglar kom­ist ekki sinna venju­legu leiða við leit að fæðu­stöðvum eða svefn­stað.

Að fuglum und­an­skildum er dýra­líf sagt tak­markað á svæð­in­u, ­fyrir utan ref, sauðfé og mink.

Útsýni yfir svæðið er hind­r­ana­laust frá nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög­um og það er vel sýni­legt frá vegi 59, sem liggur í gegnum það. „Upp­bygg­ing og ­rekstur vind­myll­anna mun breyta ásjónu svæð­is­ins og útsýni frá nær­liggj­and­i ­byggð­ar­lögum og veg­far­end­um,“ stendur í skýrsl­unni. Svæðið sé þó afskekkt og þar sé lítið um ferða­menn. Næsti sveita­bær er í 2,5 kíló­metra fjar­lægð og næsta þorp í um það bil 10 km fjar­lægð.

Upp­bygg­ing tekur tólf mán­uði

Í skýrsl­unni er bent á að mómýrin sem er víða á þessu svæð­i ­gegni hlut­verki kolefn­is­við­taka. Röskun á henni gæti aukið losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loftið en bent er á að þessi svæði verði kort­lögð í grunn­athug­un­um við frek­ari und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins til þess að sneiða megi hjá þeim.

Upp­bygg­ing vind­orku­vers­ins tæki í heild um tólf mán­uði og yrðu starfs­menn á þeim tíma allt að 150. Vinna yrði lík­lega tak­mörkuð yfir­ há­vet­ur­inn vegna kulda og lít­illar dags­birtu. Fram­kvæmt yrði í áföngum og gæt­i vinnan dreifst yfir tveggja ára tíma­bil.

Vind­orku­verið er hannað til að vera starf­hæft í 25 ár. Um ­leið og það verður starf­hæft mun eft­ir­lit og stýr­ing vind­mylla fara fram í stjórn­her­bergi ann­ars stað­ar. Rekstur vind­orku­vers krefst lág­marks­vinnu­afls. Með­an á rekstri stæði er gert ráð fyrir því að ráðnir yrðu átta til tíu starfs­menn til að sinna eft­ir­liti og fyr­ir­byggj­andi við­haldi. Að auki yrðu tveir til­ fjórir við­gerð­ar­menn ráðnir af fram­leið­anda vind­myll­anna  til að sinna árlegu við­haldi.

Við mat á umhverf­is­á­hrifum vind­orku­garð­anna þriggja þarf að horfa til sam­legð­ar­á­hrifa þeirra og verður það gert í frum­mats­skýrslum þeg­ar þar að kem­ur.

Eitt vind­orku­ver í til­lögu að ramma­á­ætlun

Aðeins eitt vind­orku­ver, Blöndu­lund­ur, er meðal þeirra ­virkj­ana­hug­mynda sem er að finna í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem til stendur að leggja fram á þingi í næsta mán­uði.

Þó enn liggi ekki fyrir hvaða virkj­un­ar­kostir verði tekn­ir til afgreiðslu í 4. áfanga ramma­á­ætl­unar hafa fag­hópar þegar tekið til starfa við ýmsar rann­sóknir tengdar bæði aðferða­fræði og virkj­un­ar­hug­myndum sem eru í bið­flokki núver­andi ramma­á­ætl­un­ar. Þá fór verk­efna­stjórn áætl­un­ar­innar í sum­ar í vett­vangs­ferð um fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði vind­orku­ver­anna þriggja í Dala­byggð og Reyk­hóla­sveit.

Fleira áhugavert: