Laugaveitan – Hleypt á Austurbæjarkóla 1930
.
Nóvember 2010
Hitaveitan í Reykjavík 80 ára
Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að vatni hafi fyrst verið hleypt á leiðslur Austurbæjarskóla. Önnur stórhýsi Reykjavíkur hafi fylgt í kjölfarið, Landspítalinn árið 1931, Sundhöllin 1934 og Laugarnesskólinn 1935. Efasemdaraddir heyrðust í upphafi um framtakið en fólk áttaði sig fljótt og vildi tengjast hinni nýju hitaveitu.
Helstu stiklur í sögu hitaveitunnar frá stofnun eru þegar þegar Reykjaveitan úr Mosfellsbæ var tekin í notkun í nóvember 1943 og svo þegar framleiðsla á heitu vatni á háhitasvæðinu við Hengilinn hófst haustið 1990. Nesjavallavirkjun var þá tekin í notkun og þangað sækir hitaveitan nú um helminginn af öllu því heita vatni sem notað er á höfuðborgarsvæðinu.
Framleiðslan hefur aukist talsvert á þessu árabili. Meðan hitaveitan fékk eingöngu vatn úr Laugaveitunni náði rennslið 15 lítrum á sekúndu. Afkastagetan í dag er um 5.000 sekúndulítrar og þjónar veitan tveimur af hverjum þremur Íslendingum. Hún telst stærsta jarðhitaveita í heimi.