Varavatnsból Reykjanesbæ – Árnarétt, sagan 2024

Grein/Linkur: Nýtt varavatnsból við Árnarétt

Höfundur: Verkís

Heimild:

.

Mynd – orkustofnun.is 5.03.2024 – Orkustofnun veitti þann 17.11.2023 HS Veitum hf. nýtingarleyfi til töku grunnvatns fyrir neysluvatn á tilgreindu svæði við Árnarétt í Garði, Suðurnesjabæ.

.

Janúar 2024

Nýtt varavatnsból við Árnarétt

Í lok nóvember hófst borun fyrir köldu vatni í nýju varavatnsbóli fyrir Suðurnes við Árnarétt sem liggur í heiðinni milli Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ. Nú tæpum tveimur mánuðum seinna er varavatnsbólið komið upp fyr­ir um 25 þúsund íbúa Reykja­nes­bæj­ar og Suður­nesja­bæj­ar. Vara­vatns­bólið er stækkun á eldra vatnsbóli þar sem fyrir var ein bor­hola en nú hef­ur tveim­ur verið bætt við.

Verkís sá um hönnun pípulagna, raflagna, stjórnkerfis og borholuskúra ásamt því að afla neyðarleyfis hjá Orkustofnun fyrir nýtingu neysluvatns úr vatnsbólinu, en það var á sama tíma og neyðarstigi almannavarna var lýst yfir. Nýtingin var í samræmi við áætlun Verkís um hvað magn væri mögulegt nýta á þessu svæði. Í gildandi aðalskipulagi, sem Verkís vann, var gert ráð fyrir að hægt væri að nýta þetta vatnsból í neyð.

Auk þess hefur Verkís séð um samskipti við verktaka og umsjón og eftirlit með framkvæmdum.

Vatns­bólið get­ur annað íbú­um og fyr­ir­tækj­um á svæðinu, öðrum en stór­not­end­um, en gert er ráð fyr­ir að vatns­bólið geti skilað allt að 100 lítr­um á sek­úndu. Gripið var til þess­ara ráðstaf­ana vegna jarðhrær­inga á Reykja­nesskaga og mögu­legra áhrifa þeirra á vatns­bólið að Lág­um við Svartsengi en það sér íbú­un­um fyr­ir neyslu­vatni.

Í til­kynn­ing­u frá HS Veitum segir að ef það yrði neysluvatnslaust vegna náttúruhamfara yrðu afleiðingarnar „neyðarástand þar sem neyslu­vatn er grunn­for­senda þess að hægt sé að halda uppi bú­setu og at­vinnu­starf­semi á svæðinu. Því er mik­il­vægt að tryggja svæðinu ör­uggt aðgengi að neyslu­vatni,“

Árna­réttur hent­ar vel því að þar er gott aðgengi inn á neyslu­vatns­dreifi­kerfi HS Veitna í Reykja­nes­bæ og Suður­nesja­bæ og þar er auk þess skil­greint vatns­vernd­ar­svæði.

.

Fleira áhugavert: