Raforkuverð stóriðjunar – Hækkandi, vindorka

Heimild:

.

April 2019

Hækkandi raforkuverð til stóriðju

Ketill Sigurjónsson

Á nýlega afstöðnum ársfundi Lands­virkj­unar var til­kynnt að fyrir­tæk­ið hefði skil­aði met­tekj­um vegna rekstrar­árs­ins 2018. Líkt og grein­ar­höf­und­ur hafði áður spáð fyrir. Á fund­in­um kom einn­ig fram af hálfu Lands­virkj­unar að vind­orka á Ís­landi sé sam­keppn­is­hæf. Eins og grein­ar­höf­und­ur hafði áður lýst. Fram að þessu hafði Landsvirkjun látið nægja að segja að vind­orkan sé „að verða“ sam­keppn­is­hæf. Þarna var því um að ræða tíma­móta­yfir­lýs­ingu af hálfu Landsvirkjunar, um hagkvæmni vindorku.

Mikilvæg ástæða þess að tekj­ur Lands­virkj­un­ar slógu met árið 2018 og voru hærri það ár en 2017, er að meðal­verð á áli var hærra 2018 en árið á und­an. Þeg­ar horft er til 2019 er mögu­legt að ál­verð á þessu yfir­stand­andi ári verði eitt­hvað lægra en var 2018. Það myndi samt ekki endi­lega valda því að tekj­ur Lands­virkj­unar sígi mikið nið­ur á við. Því síðar á þessu ári, þ.e. 2019, mun raf­orku­verð Lands­virkj­unar til álvers Norð­ur­áls hækka verul­ega.

Í þess­ari grein er fjallað um þess­a þró­un. Og um leið bent á að auk­in nýt­ing vind­orku er­lend­is gæti senn farið að hafa áhrif á sam­keppn­is­hæfni ís­lenska raf­orku­mark­aðarins. Þetta segir okkur að senni­lega er virkj­un ís­lenskrar vind­orku bein­lín­is nauð­syn­leg til að við­halda sterkri sam­keppn­is­stöðu Ís­lands m.t.t. raf­orku.

Álver Norðuráls á Grundar­tanga

Nýi raforkusamningurinn tekur gildi á þessu ári (2019)Álver Norðuráls á Grundar­tanga, í eigu Cent­ury Alu­min­um, fær um þriðj­ung raf­orku sinn­ar frá Lands­virkj­un (LV). Gera má ráð fyrir að á liðnu ári (2018) hafi Norð­ur­ál greitt LV ná­lægt 25 USD/MWst fyrir rafmagnið. Flutn­ings­kostn­að­ur er þá með tal­inn, en þann kostn­að greið­ir LV til Lands­nets. Nettó­verð­ið sem LV fékk fyrir raf­ork­una til Norð­ur­áls í orku­við­skipt­um fyrir­tækj­anna árið 2018 var því ná­lægt 20 USD/MWst.

Síðar á þessu ári (2019) tekur gildi nýr raf­orku­samn­ingur Norð­ur­áls og LV. Þar er verð­lagn­ingin á raf­magn­inu gjör­breytt frá eldri samn­ingi fyrir­tækj­anna, sem er um tutt­ugu ára gamall. Eft­ir að nýi samn­ing­ur­inn geng­ur í gildi nú í haust, má gera ráð fyrir mikilli hækk­un á raf­orku­verð­i LV til Norð­ur­áls. Hversu mikil verð­hækk­un­in í þess­um við­skipt­um fyrir­tæk­janna verð­ur ræðst af þró­un raf­orku­verðs á norræna raf­orku­markaðnum; Nord Pool Spot. Þar hef­ur orku­verð­ið ver­ið nokk­uð hátt und­an­farna mán­uði, eink­um vegna þurrka í Nor­egi, en hvern­ig það mun þró­ast er óvíst.

Raforkukostnaður Norðuráls kann að tvöfaldast

Samkvæmt upplýsingum frá LV hljóð­ar nýi samn­ing­ur­inn við Norð­ur­ál upp á verð sem er bein­tengt verð­inu á norræna raf­orku­mark­aðnum, en þó með ein­hverjum af­slætti frá því verði. Með­al­verð­ið á norræna raf­orku­mark­aðnum 2018 var um 44 EUR/MWst, sem jafn­gildir rúmlega 50 USD/MWst m.v. með­al­gengi gjald­miðl­anna það ár. Og frá áramótunum síðustu hefur orkuverðið þarna á norræna raf­orku­mark­aðnum verið enn hærra en var 2018. Og væri mögulega enn­þá hærra ef Skandinavía hefði ekki teng­ing­ar sínar við fleiri lönd.

Eins og áður sagði gerir nýi raf­orku­samn­ing­ur­inn milli LV og Norð­ur­áls ráð fyrir ein­hverjum af­slætti frá norræna orku­verð­inu. Ef nýi samningurinn hefði verið kom­inn í gildi 2018 og afslátturinn nemur í nágrenni við 10-15%, má gera ráð fyr­ir að raf­orku­verð LV til Norð­ur­áls á því ári hefði ver­ið u.þ.b. 40-45 USD/MWst. M.ö.o. þá hefði raf­orku­verð LV til Norð­ur­áls á síð­asta ári mögu­lega ver­ið u.þ.b. tvö­falt það sem var í reynd, ef nýi samn­ing­ur­inn hefði ver­ið kom­inn í gildi þá.

Arðgreiðslugeta Landsvirkjunar eykst verulega

Þessi nýi samn­ing­ur milli LV og Norð­ur­áls tekur ekki gildi fyrr en síðla þetta ár (2019). Samn­iækið og eig­anda þess. Mögulega gerir LV sér von­ir um að verð­hækk­un­in muni leiða til þess að ár­legar tekjur fyrir­tæk­is­ins vegna raf­orku­söl­unn­ar til Norð­ur­áls auk­ist um u.þ.b. 30-40 milljónir USD frá því sem ver­ið hef­ur allra síð­ustu árin. Þar með gæti arð­greiðslu­geta LV hækkað á einu bretti um sem nemur um 4-5 milljörð­um króna (mið­að við nú­ver­andi geng­is­skrán­ingu krónu gagn­vart USD).

Það má sem sagt ætla að að þarna sjái LV tæki­færi til að hækka arð­greiðsl­u sína mjög verulega bara vegna Norð­ur­áls. Til sam­an­burðar má hafa í huga að und­an­far­in ár hef­ur arð­greiðsl­a LV verið 1,5 milljarð­ar króna og nú síð­ast var hún 4,25 milljarðar króna. Árið 2020 er fyrsta fulla rekstrar­árið sem nýi samn­ing­ur­inn verð­ur í gildi. Það verð­ur LV í hag ef orku­verð­ið á norræna mark­aðnum verð­ur hátt allt það ár. Og æskilegt fyrir fyrir­tæk­ið að svo verði allan samn­ings­tím­ann sem nýi samn­ing­ur­inn við Norðurál gildir (2019-2023).

Hagnaðaraukning Landsvirkjunar vegna Grundartanga ekki enn í hendi

Við vitum auðvitað ekki fyrir víst hvort nýi orku­samn­ing­ur­inn við Norð­ur­ál skili strax svo góðri hagn­að­ar­aukn­ingu til LV sem hér hef­ur ver­ið lýst. Það ræðst jú af því hvernig raf­orku­verðið á norræna mark­aðnum mun þró­ast á næstu árum. En LV get­ur a.m.k. verið von­góð um að þarna mynd­ist um­tals­verð­ur nýr hagn­aður og það strax á síð­ustu mánuðum 2019. Spurn­ing­in er bara hversu mik­ill þessi hagn­að­ur verður.

Við þetta bæt­ist svo mögu­leg hagn­að­ar­aukn­ing LV vegna senni­legrar hækk­un­ar á raf­orku­verði til járn­blend­iverk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga, því einn­ig þar tek­ur nýtt raf­orku­verð gildi á árinu 2019. Sú verð­ákvörð­un er vel að merkja í hönd­um sér­staks gerðar­dóms, sem mun vænt­an­lega senn kveða upp úr um nýtt raf­orku­verð. Sú nið­ur­staða mun senni­lega hækka raf­orku­verð Elkem veru­lega, en hversu mik­il hækk­un­in verð­ur er sem sagt enn ekki komið í ljós.

Landsvirkjun álítur eðlilegt stóriðjuverð um 30-35 USD/MWst

Hér verður ekki reynt að svara því hvaða áhrif mik­il hækk­un raf­orku­verðs LV mun hafa á rekst­ur ál­vers Norð­ur­áls og járn­blendi­verk­smiðj­u Elkem. LV álít­ur ber­sýni­lega að fyrir­tæk­in þarna á Grund­ar­tanga ráði vel við nýtt og hærra raf­orku­verð og verði áfram sam­keppn­is­hæf við aðrar slík­ar verk­smiðjur úti í heimi. Í þessu sam­bandi virð­ist sem LV álíti að stór­iðjan á Grund­ar­tanga eigi að greiða „á bil­inu 30 til 45 doll­ara í raf­orku­verð án flutn­ings“. Ef gert er ráð fyrir að stór­iðjan á Grund­ar­tanga muni greiða sem nemur lág­mark­inu þarna, yrði raf­orku­verð­ið með flutn­ingi ná­lægt 35 USD/MWst. Sem er mjög í nánd við það verð sem ál­ver­ið í Straums­vík greið­ir nú skv. raf­orku­samn­ingi frá 2010.

Verðhækkunin til stóriðjunnar var fyrirsjáanleg

Verðhækkun af þessu tagi er í sam­ræmi við það sem grein­ar­höf­und­ur taldi fyrir­sjá­an­legt þeg­ar við­ræð­ur LV og Norð­ur­áls um nýjan raf­orku­samn­ing voru yfir­stand­andi fyrir nokkrum ár­um. Í því sam­bandi leit grein­ar­höf­und­ur m.a. til raf­orku­verðs í nýjum samn­ing­um til ál­vera í Kanada  ásamt verð­þró­un í Nor­egi og víð­ar um heim. Sú spá eða sviðs­mynd sem sett var fram í þeim skrif­um gekk eftir, þrátt fyrir mikla and­stöðu af hálfu Norð­ur­áls.

Það verð sem for­stjóri LV seg­ir fyr­ir­tæk­ið nú miða við kemur sem sagt ekki á óvart. Þó ber að hafa í huga eina mik­il­væga breyt­ingu sem orð­in er á raf­orku­mörk­uð­um frá því sem var fyrir nokkrum ár­um; breyt­ingu sem gæti mögu­lega vald­ið því að sam­keppn­is­for­skot Ís­lands gagn­vart stór­um raf­orku­not­end­um fari heldur minnk­andi á kom­andi árum. Sem er vegna ódýrr­ar vind­orku er­lendis.

Samkeppnisforskot Íslands gagnvart Noregi gæti farið minnkandi

Þarna er saman­burður við Noreg áhuga­verður. Í Noregi starfa bæði ál­ver og kísil­ver og þau fyrir­tæki hafa sum á und­an­förn­um árum í aukn­um mæli þurft að reiða sig á raf­orku­kaup frá norræna orku­mark­aðnum (m.a. vegna norsku regln­anna um hjem­fall þar sem stór­iðjan hefur þurft að af­henda norska rík­inu eldri vatns­afls­virkj­anir). Í ljósi raf­orku­kaupa stór­iðju­fyrir­tækj­anna á Nord Pool má mögu­lega álykta sem svo að ef nýja raf­orku­verð­ið til fyrir­tækj­anna á Grund­ar­tanga helst eitt­hvað lægra en ger­ist á norræna raf­orku­mark­aðnum, hljóti orku­verðið til þeirra að vera prýði­lega sam­keppn­is­hæft. Og staða stór­iðjunn­ar á Grund­ar­tanga þar með trygg. Slík álykt­un er þó mögu­lega of víð­tæk, vegna mik­illa verð­lækk­ana á vind­orku.

Vindorkan er hið nýja samkeppnishæfa orkuverð stórra notenda

Norska stór­iðjan hefur und­an­far­ið verið að færa sig yfir í að kaupa vind­orku með lang­tíma­samn­ing­um við vind­myllu­garða í Nor­egi og Sví­þjóð. Með því móti trerð til langs tíma. Vind­orkan er sem sagt að sumu leyti að taka yfir það hlut­verk sem vatns­afls­virkj­an­irnar í Noregi höfðu áður fyrr. Um leið verða fyrir­tækin sem kaupa vind­ork­una síð­ur háð mark­aðs­verð­inu á norræna orku­mark­aðnum (Elspot á Nord Pool).

Ástæða þess­ar­ar þró­un­ar er sú að svona vind­orku­kaup eru nú ódýr­asti kost­ur­inn, þ.e. ódýr­ari kost­ur en að kaupa raf­orku sem tengd er verði á norræna raf­orku­mark­aðnum og ódýr­ari kost­ur en lang­tíma­samn­ing­ar við aðra tegund raf­orku­fram­leiðslu. Og þessi hag­kvæma vind­orka er í senn góð leið til að efla atvinnu­líf og hagvöxt.

Það er sem sagt norskri og sænskri vind­orku veru­lega að þakka að t.a.m. ál­ver í Nor­egi munu senni­lega lengi enn halda sam­keppnis­hæfni sinni í alþjóð­leg­um sam­an­burði. Þetta er til marks um hvern­ig lands­lagið í sam­keppn­is­hæfni raf­orku­mark­aða er að breyt­ast. Og þess má vænta að þess­ar breyt­ing­ar í orku­geir­an­um muni á ein­hverj­um tíma­punkti líka hafa áhrif á sam­keppnis­hæfni stórra raf­orku­not­enda og orku­fyrir­tækja á Íslandi.

Vindorka mun efla íslenskt atvinnulíf

Aukinn rekstrarkostnaður stóriðju vegna hærra raf­orku­verðs í nýjum samn­ing­um LV mun til að byrja með lík­lega eink­um birt­ast í hag­ræð­ing­ar­að­gerð­um hjá ein­hverj­um stór­iðju­fyrir­tækj­um hér. Eins og t.d. með fækk­un starfs­fólks. Mögu­lega eru ný­leg­ar upp­sagnir hjá Norð­ur­áli til marks um að þessi þró­un sé strax byrjuð (jafn­vel þó svo nýi orku­samn­ing­ur­inn gangi ekki í gildi fyrr en seint á þessu ári). Hér skipt­ir líka máli að verð á áli hefur far­ið lækk­andi und­an­farið ár, sem gæti kallað á hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir hjá Norð­ur­áli og öðrum álfyrirtækjum hér. Sams­konar þró­un gæti sést hjá Elkem þegar eða ef raf­orku­verðið þar hækk­ar mikið.

Því miður fyrir starfs­fólkið á Grund­ar­tanga er mögulegt að næstu ár geti orðið tilefni til meiri samdráttar­að­gerða í launa­kostn­aði fyrir­tækj­anna þar (Century er skráð á hluta­bréfa­mark­að vestra og þar er mikil áhersla á arð­semis­kröfu). Um leið er LV að skila met­tekjum, sem er mjög gott fyrir eig­anda henn­ar; ís­lenska rík­ið og þar með þjóð­ina. Þarna eru því ýmsar til­finn­ing­ar uppi. Um leið er vert að hafa í huga að þeg­ar kem­ur til virkj­un­ar vinds á Ís­landi er lík­legt að allir geti fagn­að. Því sú þró­un mun styrkja sam­keppn­is­hæfni Ís­lands og auka lík­ur á áfram­hald­andi sterkri eftir­spurn hér frá fyrir­tækjum sem nota mikið rafmagn.

Fleira áhugavert: