Raforkuverð stóriðjunar – Hækkandi, vindorka
Heimild:
.
April 2019
Hækkandi raforkuverð til stóriðju
Á nýlega afstöðnum ársfundi Landsvirkjunar var tilkynnt að fyrirtækið hefði skilaði mettekjum vegna rekstrarársins 2018. Líkt og greinarhöfundur hafði áður spáð fyrir. Á fundinum kom einnig fram af hálfu Landsvirkjunar að vindorka á Íslandi sé samkeppnishæf. Eins og greinarhöfundur hafði áður lýst. Fram að þessu hafði Landsvirkjun látið nægja að segja að vindorkan sé „að verða“ samkeppnishæf. Þarna var því um að ræða tímamótayfirlýsingu af hálfu Landsvirkjunar, um hagkvæmni vindorku.
Mikilvæg ástæða þess að tekjur Landsvirkjunar slógu met árið 2018 og voru hærri það ár en 2017, er að meðalverð á áli var hærra 2018 en árið á undan. Þegar horft er til 2019 er mögulegt að álverð á þessu yfirstandandi ári verði eitthvað lægra en var 2018. Það myndi samt ekki endilega valda því að tekjur Landsvirkjunar sígi mikið niður á við. Því síðar á þessu ári, þ.e. 2019, mun raforkuverð Landsvirkjunar til álvers Norðuráls hækka verulega.
Í þessari grein er fjallað um þessa þróun. Og um leið bent á að aukin nýting vindorku erlendis gæti senn farið að hafa áhrif á samkeppnishæfni íslenska raforkumarkaðarins. Þetta segir okkur að sennilega er virkjun íslenskrar vindorku beinlínis nauðsynleg til að viðhalda sterkri samkeppnisstöðu Íslands m.t.t. raforku.
Nýi raforkusamningurinn tekur gildi á þessu ári (2019)Álver Norðuráls á Grundartanga, í eigu Century Aluminum, fær um þriðjung raforku sinnar frá Landsvirkjun (LV). Gera má ráð fyrir að á liðnu ári (2018) hafi Norðurál greitt LV nálægt 25 USD/MWst fyrir rafmagnið. Flutningskostnaður er þá með talinn, en þann kostnað greiðir LV til Landsnets. Nettóverðið sem LV fékk fyrir raforkuna til Norðuráls í orkuviðskiptum fyrirtækjanna árið 2018 var því nálægt 20 USD/MWst.
Síðar á þessu ári (2019) tekur gildi nýr raforkusamningur Norðuráls og LV. Þar er verðlagningin á rafmagninu gjörbreytt frá eldri samningi fyrirtækjanna, sem er um tuttugu ára gamall. Eftir að nýi samningurinn gengur í gildi nú í haust, má gera ráð fyrir mikilli hækkun á raforkuverði LV til Norðuráls. Hversu mikil verðhækkunin í þessum viðskiptum fyrirtækjanna verður ræðst af þróun raforkuverðs á norræna raforkumarkaðnum; Nord Pool Spot. Þar hefur orkuverðið verið nokkuð hátt undanfarna mánuði, einkum vegna þurrka í Noregi, en hvernig það mun þróast er óvíst.
Raforkukostnaður Norðuráls kann að tvöfaldast
Samkvæmt upplýsingum frá LV hljóðar nýi samningurinn við Norðurál upp á verð sem er beintengt verðinu á norræna raforkumarkaðnum, en þó með einhverjum afslætti frá því verði. Meðalverðið á norræna raforkumarkaðnum 2018 var um 44 EUR/MWst, sem jafngildir rúmlega 50 USD/MWst m.v. meðalgengi gjaldmiðlanna það ár. Og frá áramótunum síðustu hefur orkuverðið þarna á norræna raforkumarkaðnum verið enn hærra en var 2018. Og væri mögulega ennþá hærra ef Skandinavía hefði ekki tengingar sínar við fleiri lönd.
Eins og áður sagði gerir nýi raforkusamningurinn milli LV og Norðuráls ráð fyrir einhverjum afslætti frá norræna orkuverðinu. Ef nýi samningurinn hefði verið kominn í gildi 2018 og afslátturinn nemur í nágrenni við 10-15%, má gera ráð fyrir að raforkuverð LV til Norðuráls á því ári hefði verið u.þ.b. 40-45 USD/MWst. M.ö.o. þá hefði raforkuverð LV til Norðuráls á síðasta ári mögulega verið u.þ.b. tvöfalt það sem var í reynd, ef nýi samningurinn hefði verið kominn í gildi þá.
Arðgreiðslugeta Landsvirkjunar eykst verulega
Þessi nýi samningur milli LV og Norðuráls tekur ekki gildi fyrr en síðla þetta ár (2019). Samniækið og eiganda þess. Mögulega gerir LV sér vonir um að verðhækkunin muni leiða til þess að árlegar tekjur fyrirtækisins vegna raforkusölunnar til Norðuráls aukist um u.þ.b. 30-40 milljónir USD frá því sem verið hefur allra síðustu árin. Þar með gæti arðgreiðslugeta LV hækkað á einu bretti um sem nemur um 4-5 milljörðum króna (miðað við núverandi gengisskráningu krónu gagnvart USD).
Það má sem sagt ætla að að þarna sjái LV tækifæri til að hækka arðgreiðslu sína mjög verulega bara vegna Norðuráls. Til samanburðar má hafa í huga að undanfarin ár hefur arðgreiðsla LV verið 1,5 milljarðar króna og nú síðast var hún 4,25 milljarðar króna. Árið 2020 er fyrsta fulla rekstrarárið sem nýi samningurinn verður í gildi. Það verður LV í hag ef orkuverðið á norræna markaðnum verður hátt allt það ár. Og æskilegt fyrir fyrirtækið að svo verði allan samningstímann sem nýi samningurinn við Norðurál gildir (2019-2023).
Hagnaðaraukning Landsvirkjunar vegna Grundartanga ekki enn í hendi
Við vitum auðvitað ekki fyrir víst hvort nýi orkusamningurinn við Norðurál skili strax svo góðri hagnaðaraukningu til LV sem hér hefur verið lýst. Það ræðst jú af því hvernig raforkuverðið á norræna markaðnum mun þróast á næstu árum. En LV getur a.m.k. verið vongóð um að þarna myndist umtalsverður nýr hagnaður og það strax á síðustu mánuðum 2019. Spurningin er bara hversu mikill þessi hagnaður verður.
Við þetta bætist svo möguleg hagnaðaraukning LV vegna sennilegrar hækkunar á raforkuverði til járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, því einnig þar tekur nýtt raforkuverð gildi á árinu 2019. Sú verðákvörðun er vel að merkja í höndum sérstaks gerðardóms, sem mun væntanlega senn kveða upp úr um nýtt raforkuverð. Sú niðurstaða mun sennilega hækka raforkuverð Elkem verulega, en hversu mikil hækkunin verður er sem sagt enn ekki komið í ljós.
Landsvirkjun álítur eðlilegt stóriðjuverð um 30-35 USD/MWst
Hér verður ekki reynt að svara því hvaða áhrif mikil hækkun raforkuverðs LV mun hafa á rekstur álvers Norðuráls og járnblendiverksmiðju Elkem. LV álítur bersýnilega að fyrirtækin þarna á Grundartanga ráði vel við nýtt og hærra raforkuverð og verði áfram samkeppnishæf við aðrar slíkar verksmiðjur úti í heimi. Í þessu sambandi virðist sem LV álíti að stóriðjan á Grundartanga eigi að greiða „á bilinu 30 til 45 dollara í raforkuverð án flutnings“. Ef gert er ráð fyrir að stóriðjan á Grundartanga muni greiða sem nemur lágmarkinu þarna, yrði raforkuverðið með flutningi nálægt 35 USD/MWst. Sem er mjög í nánd við það verð sem álverið í Straumsvík greiðir nú skv. raforkusamningi frá 2010.
Verðhækkunin til stóriðjunnar var fyrirsjáanleg
Verðhækkun af þessu tagi er í samræmi við það sem greinarhöfundur taldi fyrirsjáanlegt þegar viðræður LV og Norðuráls um nýjan raforkusamning voru yfirstandandi fyrir nokkrum árum. Í því sambandi leit greinarhöfundur m.a. til raforkuverðs í nýjum samningum til álvera í Kanada ásamt verðþróun í Noregi og víðar um heim. Sú spá eða sviðsmynd sem sett var fram í þeim skrifum gekk eftir, þrátt fyrir mikla andstöðu af hálfu Norðuráls.
Það verð sem forstjóri LV segir fyrirtækið nú miða við kemur sem sagt ekki á óvart. Þó ber að hafa í huga eina mikilvæga breytingu sem orðin er á raforkumörkuðum frá því sem var fyrir nokkrum árum; breytingu sem gæti mögulega valdið því að samkeppnisforskot Íslands gagnvart stórum raforkunotendum fari heldur minnkandi á komandi árum. Sem er vegna ódýrrar vindorku erlendis.
Samkeppnisforskot Íslands gagnvart Noregi gæti farið minnkandi
Þarna er samanburður við Noreg áhugaverður. Í Noregi starfa bæði álver og kísilver og þau fyrirtæki hafa sum á undanförnum árum í auknum mæli þurft að reiða sig á raforkukaup frá norræna orkumarkaðnum (m.a. vegna norsku reglnanna um hjemfall þar sem stóriðjan hefur þurft að afhenda norska ríkinu eldri vatnsaflsvirkjanir). Í ljósi raforkukaupa stóriðjufyrirtækjanna á Nord Pool má mögulega álykta sem svo að ef nýja raforkuverðið til fyrirtækjanna á Grundartanga helst eitthvað lægra en gerist á norræna raforkumarkaðnum, hljóti orkuverðið til þeirra að vera prýðilega samkeppnishæft. Og staða stóriðjunnar á Grundartanga þar með trygg. Slík ályktun er þó mögulega of víðtæk, vegna mikilla verðlækkana á vindorku.
Vindorkan er hið nýja samkeppnishæfa orkuverð stórra notenda
Norska stóriðjan hefur undanfarið verið að færa sig yfir í að kaupa vindorku með langtímasamningum við vindmyllugarða í Noregi og Svíþjóð. Með því móti trerð til langs tíma. Vindorkan er sem sagt að sumu leyti að taka yfir það hlutverk sem vatnsaflsvirkjanirnar í Noregi höfðu áður fyrr. Um leið verða fyrirtækin sem kaupa vindorkuna síður háð markaðsverðinu á norræna orkumarkaðnum (Elspot á Nord Pool).
Ástæða þessarar þróunar er sú að svona vindorkukaup eru nú ódýrasti kosturinn, þ.e. ódýrari kostur en að kaupa raforku sem tengd er verði á norræna raforkumarkaðnum og ódýrari kostur en langtímasamningar við aðra tegund raforkuframleiðslu. Og þessi hagkvæma vindorka er í senn góð leið til að efla atvinnulíf og hagvöxt.
Það er sem sagt norskri og sænskri vindorku verulega að þakka að t.a.m. álver í Noregi munu sennilega lengi enn halda samkeppnishæfni sinni í alþjóðlegum samanburði. Þetta er til marks um hvernig landslagið í samkeppnishæfni raforkumarkaða er að breytast. Og þess má vænta að þessar breytingar í orkugeiranum muni á einhverjum tímapunkti líka hafa áhrif á samkeppnishæfni stórra raforkunotenda og orkufyrirtækja á Íslandi.
Vindorka mun efla íslenskt atvinnulíf
Aukinn rekstrarkostnaður stóriðju vegna hærra raforkuverðs í nýjum samningum LV mun til að byrja með líklega einkum birtast í hagræðingaraðgerðum hjá einhverjum stóriðjufyrirtækjum hér. Eins og t.d. með fækkun starfsfólks. Mögulega eru nýlegar uppsagnir hjá Norðuráli til marks um að þessi þróun sé strax byrjuð (jafnvel þó svo nýi orkusamningurinn gangi ekki í gildi fyrr en seint á þessu ári). Hér skiptir líka máli að verð á áli hefur farið lækkandi undanfarið ár, sem gæti kallað á hagræðingaraðgerðir hjá Norðuráli og öðrum álfyrirtækjum hér. Samskonar þróun gæti sést hjá Elkem þegar eða ef raforkuverðið þar hækkar mikið.
Því miður fyrir starfsfólkið á Grundartanga er mögulegt að næstu ár geti orðið tilefni til meiri samdráttaraðgerða í launakostnaði fyrirtækjanna þar (Century er skráð á hlutabréfamarkað vestra og þar er mikil áhersla á arðsemiskröfu). Um leið er LV að skila mettekjum, sem er mjög gott fyrir eiganda hennar; íslenska ríkið og þar með þjóðina. Þarna eru því ýmsar tilfinningar uppi. Um leið er vert að hafa í huga að þegar kemur til virkjunar vinds á Íslandi er líklegt að allir geti fagnað. Því sú þróun mun styrkja samkeppnishæfni Íslands og auka líkur á áframhaldandi sterkri eftirspurn hér frá fyrirtækjum sem nota mikið rafmagn.