Suður Súdan – Orkumál, olía

Heimild: 

.

Júlí 2017

Olían í Suður-Súdan

Þegar litið er til viðmiðana eins og barnadauða, menntunar eða samgangna þá er Suður-Súdan eitthvert vanþróaðasta samfélag heimsins. Engu að síður fagnaði fólkið þar af einlægni nýfengnu sjálfstæði sínu um nú fyrr í mánuðinum.

sudan-south_4.gif

sudan-south, SMELLA Á MYNDIR TI L AÐ STÆKKA

Súdan er um margt ævintýralegt land. Norðurhlutinn er hluti af hinni fornu Núbíu og höfuðborgin Khartoum liggur þar sem mætast stórfljótin Bláa-Níl og Hvíta-Níl. Þetta er gríðarlega stórt land; alls er flatarmálið um 2,5 milljón ferkílómetrar og íbúarnir eru um 45 milljónir. Um 10 milljónir af þessum 45 búa í suðurhlutanum, sem svo lengi hefur barist fyrir sjálfstæði frá norðurhlutanum. Og nú hefur það magnaða gerst. Frá og með laugardeginum fyrir viku síðan, er Suður-Súdan orðið sjálfstætt ríki.

Framan af 20. öldinni var þetta landsvæði hluti af nýlendum Breta í Afríku. Loks árið 1956 varð Súdan sjálfstætt ríki. En vandamálið var bara, eins og svo víða í Afríku, að það bjó ekki ein sameinuð þjóð innan landamæra hins nýja ríkis. Í norðurhluta Súdans ríkja múslímar með sterk arabísk tengsl. Í suðri búa aftur á móti aðallega blökkumenn, sem flestir eru kristnir og vilja ekkert af Múhameð spámanni vita.

Fyrir vikið var aldrei nein almennileg sátt eða þjóðarsamstaða fyrir hendi. Enda fór svo að um leið og Súdan varð sjálfstætt hóftst blóðug borgarastyrjöld milli norðurs og suðurs. Hún stóð nær sleitulaust hálfa öld, með vopnahléum af og til. Það var svo árið 2002 að samkomulag tókst um að suðurhlutinn fengi að kjósa um sjálfstæði frá norðurhlutanum.

sudan-north_bashir.jpg

sudan-north_bashir

Allt frá árinu 1989 hefur maður að nafni Omar Hassan Ahmad Al-Bashirráðið ríkjum í Súdan í skjóli hervalds. Síðan hann rændi völdum er talið að um tvær milljónir manna hafi látið lífið í borgarastríðinu milli norðurs og suðurs. Stjórn Bashir's hefur líka orðið alræmd á Vesturlöndum fyrir stuðning við hryðjuverkamenn af ýmsu tagi. Og ekki síður vegna harðstjórnar og manndrápa í héraðinu Darfur í V-Súdan, en talið er að þar hafi 200-400 þúsund manns verðið drepin á nokkrum árum.

Súdan er olíuríki; nær allar útflutningstekjur Súdana koma frá olíu. Um 85% vinnslunnar kemur frá svæðum í Suður-Súdan, en allur olíuutflutningurinn fer engu að síður um Norður-Súdan. Súdan er nefnilega að miklu leyti landlukt og eini aðgangurinn að sjó er að Rauðahafi í norð-austur-horni landsins (þ.e. í Norður-Súdan). Þangað streymir olían frá vinnslusvæðunum í Suður-Súdan; fyrst til olíuhreinsunarstöðva í Norður-Súdan og þaðan um borð í olíuskip í hafnarborginni Port Sudan við Rauðahaf (sbr. kortið hér efst).

sudan-china_hu_bashir_in_beijing.jpg

sudan-china_hu_bashir_in_beijing

Svo til öll olíuskipin sem leggja úr höfn frá Port Súdan sigla til Asíu – flest þeirra til Kína. Kínverjar hafa verið stórtækir í að fjárfesta í olíuvinnslu í Súdan, en þar fer kínverska ríkisolíufyrirtækið China National Petroleum Corporation (CNPC) fremst í flokki. Mestöll olíuvinnsla í landinu er í höndum félags sem kallast Greater Nile Petroleum Operating Company (GNPOC), en þar er einmitt kínveska CNPC langstærsti hluthafinn (með 40% hlut – enda er skammstöfun þessara tveggja félaga skemmtilega lík). Afgangur hlutabréfanna í GNPOC er svo nær allur í höndum tveggja annarra olíufélaga; annað þeirra er indverska olíufélagið ONGC(sem indverska ríkið á að 3/4 hlutum) og hitt er ríksiolíufélagið Petronas í Malasíu.

cnpc-china-sudan-doctor.jpg

cnpc-china-sudan-doctor

Það eru sem sagt ríkisolíufélög frá Asíu sem hafa með höndum mestalla olíuvinnslu í Súdan. Örfá vestræn olíufélög eru í landinu, en það eru allt minni spámenn. Það er ekki bara áhugi asísku olíufélaganna sem er lykillinn að yfirburðum þeirra í olíuvinnslunni í Súdan. Það er nefnilega svo að bandarísk fyrirtæki hafa um árabil ekki mátt stunda olíuviðskipti í Súdan.  Það kemur til vegna viðskiptaþvingana sem Bandaríkjastjórn setti á landið vegna stuðnings súdanskra stjórnvalda við hryðjuverkasamtök.

Þetta nýttu Kínverjarnir sér til að styrkja enn frekar stöðu sína í olíuvinnslunni í Súdan. Svo er það reyndar staðreynd að oft koma viðskiptaþvinganir gegn ríkjum verst niður á þeim sem síst skyldi, þ.e. fátækum almenningi. Kínverjarnir hjá CNPC er meðvitaðir um samfélagsáhrif sín og veita heilbrigðisþjónustu og margt fleira samhliða því að dæla upp olíu úr súdanskri jörðu og um borð í kínversk olíuskip.

Vegna atburðanna í Darfúr er Bashir, forseti Súdans, vel að merkja opinberlega eftirlýstur af Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum. En kínversk stjórnvöld hafa mótmælt handtökuskipun dómstólsins á hendur Bashir! Það gengur svona – þegar olían er annars vegar.

sudan-south_pipeline.jpg

sudan-south_pipeline

Hin nýju stjórnvöld í Suður-Súdan segjast fljótlega ætla að byggja fyrstu olíuhreinsunarstöðina þar í landi og svo leggja olíuleiðslu til Indlandshafs, í gegnum Kenýa. Það myndi gjörbreyta strategískri stöðu þessa nýsjálfstæða lands, sem nú framleiðir um 85% allrar olíu í Súdan og þarf að flytja hana alla til hreinsunarstöðva í N-Súdan.

En hvort af þessu verður gæti í reynd verið í höndum Kínverjanna, fremur en Suður-Súdana, sem hafa líklega hvorki fjárhagslega getu né tæknilega þekkingu til að ráðast í svona risaverkefni. Svo er reyndar líklegt að Bashir og félagar hans í norðri muni alls ekki kyngja slíkum áformum þegjandi og hljóðalaust.

sudan-oil-production_eia_1998-2010.gif

sudan-oil-production_eia_1998-2010

Þegar eru uppi harðar deilur milli súdönsku ríkjanna um skiptingu olíteknanna. Í dag er olíuframleiðslan í Suður-Súdan um 350 þúsund tunnur á dag. Að auki eru framleiddar um 150 þúsund tunnurdaglega á svæðunum sem tilheyra Norður-Súdan. Olíutekjurnar undanfarin ár hafa numið hátt í 95% af öllum útflutningstekjum Súdans, en fyrir Suður-Súdan er hlutfallið ennþá hærra eða um 98%! Í samningaviðræðum hefur verið litið til þess að meðan Suður-Súdan noti útflutningsleiðina um Norður-Súdan, fái hinir síðarnefndu líka hluta af tekjunum sem olían sunnanfrá skapar. Bashir segir að N-Súdan verði að fá a.m.k. helming teknanna, en eðlilega þykir Suður-Súdönum það nokkuð hátt gjald.

sudan-south_6.jpgHernaðarlega á Suður-Súdan við ofurefli að etja. En úrslitin í þessum deilum gætu ráðist af dómarkasti – þar sem Kínverjar einfaldlega segja mönnum að slaka á og að þeir muni sjá til þess að allir græði. Vísbendingar eru strax konar fram um að Kínverjar séu byrjaðir að koma sér vel fyrir gagnvart stjórnvöldum í Suður-Súdan.

Hvernig svo sem deilum milli norðurs og suðurs í Súdan lyktar, er hætt við að tugmilljónir Súdana muni aldrei sjá neitt af þeim ávinningi sem olían skapar. Reynslan frá öðrum olíuríkjum í Afríku sýnir hvernig iðnaðinum er yfirleitt stjórnað af gjörspilltum klíkum og stór hluti alls hagnaðar af nýtingu náttúruauðlinda rennur jafnan allt annað en til uppbyggingar í viðkomandi löndum. Gögn frá Wikileaks benda einmitt til þess að Bashir og hans lið hafi síðasta áratuginn stolið sem nemur um 10 milljörðum USD úr ríkissjóði. Leiðir hugann að því að á tímabili var Kaupþing komið í slagtog við olíusjóði í eigu Líbýustjórnar. Eru engir súdanskir olíupeningar í þrotabúi þess mikla spútnikbanka?

Héðan í frá munu hin nýju stjórnvöld í Suður-Súdan líklega fá í hendur um 2 milljarða USD árlega vegna olíutekna. Hversu mkið af þeim peningum fara í uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu, skólum, bættar samgöngur o.s.frv. verður að koma í ljós. Það er a.m.k. augljóst að hið nýfrjálsa ríki Suður-Súdana á langa og holótta leið fyrir höndum. Einungis 15% fullorðinna í landinu eru læs. Helmingur þjóðarinnar lifir af minna en sem nemur einum USD á dag – og flestir hinna hafa lítið meira milli handanna. Landið er á stærð við Texas, en malbikaðir vegir munu samtals vera innan við 200 km og lestarteinar um 250 km.

sudan-south_2.jpgInnviðir þessa nýjasta ríkis í veröldinni eru sem sagt vægast sagt í molum. Engu að síður ríkti mikil gleði í hinni nýju höfuðborg Juba og víðar í Suður-Súdan, þegar sjálfstæðinu var fagnað um síðustu helgi.

Þarna eru tvímælalaust spennandi tækifæri fyrir þá sem eru til í eitthvað allt öðruvísi. Sænska Lundin Petroleum hrökklaðist reyndar frá sunnanverðu Súdan fyrir nokkrum árum. En nú er kannski tímabært fyrir Norðurlandabúa að snúa aftur á þessar kolsvörtu slóðir. Ætli Ísland sé búið að viðurkenna sjálfstæði Suður-Súdans? Án þess fá Mörlandar varla vegabréfsáritun þangað á vit ævintýranna.

Fleira áhugavert: