Jarðvarmi Evrópu – Vaxandi nýting
Smella á mynd til að heyra viðtalið í Speglinum
Nóvember 2015
Frakka eins og svo margir aðrir urðu fyrir barðinu á olíukreppunni á áttunda áratugnum. Olíuverðið rauk upp úr öllu valdi sem neyddu menn til að huga að öðrum orkugjöfum. Frakkar byrjuðu að bora eftir heitu vatni í jarðlögunum á Parísarsvæðinu þar sem vitað var að heitt vatn leyndist. Boraðar voru nokkuð djúpar holur 1,6 til 1,9 kílómetra djúpar.
„Þarna er hitaveita sem er með þeim stærri í heiminum, sem kannski fáir vita af,“ segir Jónas Ketilsson yfirverkefnisstjóri hjá Orkustofnun.
Vaxandi áhugi á nýtingu jarðvarma
Orkustofnun tekur nú þátt í ýmsum verkefnum sem tengjast nýtingu jarðvarma í ríkjum Evrópu. Jónas segir að Íslendingar geti miðlað af margra ára reynslu Íslendinga og bendir á að 100 milljarða sparnaður hljótist á ári af því að nýta jarðhita í stað olíu. Sú staðreynd fær aðrar þjóðir til að leggja við hlustir. Hann segir að í gegnum uppbyggingarsjóðs EES reki Orkustofnun nú orkuáætlanir fyrir Rúmeníu, Ungverjaland og Portúgal. Sérstaklega í Rúmeníu og Ungverjalandi sé horft til uppbyggingu jarðhitaveitna.
„ Við sjáum það að þetta er bara mjög raunhæfir möguleikar til að nýta þessa góðu auðlind til að auka orkuöryggi sem er mikil eftirspurn eftir á þessum tímum í Evrópu,“ segir Jónas.
Auk Orkustofnunar hafa ýmis íslensk fyrirtæki miðlað Evrópulöndunum af reynslu sinni. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins Navigo gjörþekkir til innviði Evrópusambandsins sér í lagi þegar kemur að því að sækja um styrki úr sjóðum. Hún hefur meðal annars aðstoða íslensk fyrirtæki við að fjármagna verkefni sem tengjast jarðhita. Hún bendir á að tæp 54 prósent af orkunotkun Evrópubúa fari til húshitunar og kælingar. Evrópusambandið vinni nú að stefnumótun um framtíð húshitunar. Ágústa segir að talið sé að 25 prósent Evrópulanda geti nýtt sér jarðhita til húshitunar eða raforkuframleiðslu. Áhugi á að byggja upp hitaveitur sé að aukast.
„Já, hann er að aukast mikið. Aðallega vegna þess að þetta er orka sem er til staðar sem þarf ekki að flytja inn og hún er endurnýjanleg og umhverfisvæn. Evrópa er núna að berjast við það að draga úr útblæstri og auka orkuöryggi. Lönd vilja vera sjálfum sé nóg í orkuframleiðslu því þau flytja allt og mikið inn af orku,“ segir Ágústa
Jónas Ketilsson hjá Orkustofnun segir ljóst að margir orkukostir sem tengist jarðvarma séu enn ónýttir í Evrópu.
„Það er spurning um hvers hagkvæmir þeir eru en það er okkar mat að víða er jarðhiti samkeppnishæfur við aðrar orkukosti,“ segir Jónas.
Víða í Austur Evrópu eru hitaveitur sem flestar eru knúnar áfram með gasi eða kolum. Á mörgum stöðum kæmi til greina að nýta þessar hitaveitur áfram og nota hitaveituvatn í stað gass, kola eða olíu. Eða jafnvel að nýta þessa orkugjafa saman. Vegna markmiða um að draga úr megun eru flest lönd að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Aukin nýting jarðvarma fellur vel að þeim markmiðum.
100% endurnýjanleg orka
Í München í Þýskalandi hefur stefnan verið tekin á það að innan ársins 2050 verði öll orka til húshitunar endurnýjanleg orka. Þeir hafa augastað á jarðvarma sem gæti leynst í jarðlögunum undur borginni og þessa stundina standa yfir bergmálsmælingar til að kortleggja hugsanlegan jarðvarma. Jarðvarminn í Evrópu kemur ekki frá glóandi hrauni heldur myndast t.d. dæmis miklir hita pollar þar sem jarðskorpuflekar núast saman. Og ESB hefur líka sett sér markmið.
„Fyrir árið 2050 stefnir Evrópusambandið að 80 prósent af öllum orkugjöfum sem eru nýttir til húshitunar verði endurnýjanleg orka,“ segir Ágústa.