Rammaáætlun, sagan – 2. áfangi 2004-2011

Heimild: 

 

2. áfangi rammaáætlunar

2004-2011, yfirlit

Markmið 2. áfanga sem hófst 2004 var að vinna að frekari rannsóknum og undirbúningi fleiri virkjunarkosta og að rannsaka frekar ýmsa kosti sem metnir voru í 1. áfanga þar sem tiltækar rannsóknir þóttu ekki fullnægjandi. Í fyrri hluta 2. áfanga, 2004-2007, voru frekari rannsóknir og mat um framhaldið í höndum þriggja manna verkefnisstjórnar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem tók við völdum í kjölfar alþingiskosninga í maí 2007,  kom fram að ljúka skyldi gerð rammaáætlunar. Tólf manna verkefnisstjórn tók við í september 2007 og var henni ætlað að leiða starfið til lykta fyrir lok árs 2009.

Verkefnisstjórnin lauk störfum í byrjun júlí 2011 og skilaði skýrslu til iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra með heildarmati og röðun á þeim hugmyndum sem teknar voru til umfjöllunar. Samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun lagði iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um flokkun virkjunarhugmynda á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar. Þingsályktunin var samþykkt á Alþingi þann 14. janúar 2013.

Fleira áhugavert: