Orkustríð 2022 – Skrúfað frá olíu, skrúfað fyrir gasið

Grein/Linkur: Olía flæðir frá rúmlega 30 ríkjumBiden skrúfar frá olíukrananumRússar hóta að skrúfa fyrir gasið

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Mynd – newamerica.org 2.04.2022

.

Mbl – 1.04.2022

Olía flæðir frá rúmlega 30 ríkjum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP/ROBERTO SCHMIDT

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir að rúm­lega 30 ríki hafi ákveðið að taka þátt í því með Banda­ríkj­un­um að losa olíu út á markaði í þeim til­gangi að reyna að koma á jafn­vægi á orku­mörkuðum heims í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Um er að ræða olíu úr olíu­forða ríkj­anna.

Biden greindi frá þessu í ávarpi í Hvíta hús­inu í Washingt­on í dag. Um er að ræða fleiri tugi millj­óna tunna sem bæt­ast við ákvörðun Banda­ríkja­stjórn­ar, en Biden greindi frá í gær að banda­rísk stjórn­völd hygðust losa um 180 millj­ón­ir tunna af olíu út á markaði á kom­andi sex mánuðum.

Aðgerðinni, sem er sú um­fangs­mesta af þessu tagi í sög­unni, er ætlað að hafa kæl­andi áhrif á ol­íu­markaðinn á heimsvísu og draga úr því höggi sem banda­ríska hag­kerfið hef­ur orðið fyr­ir vegna stríðsátak­anna.

Biden sagði að al­menn­ing­ur í Banda­ríkj­un­um hefði fundið fyr­ir sí­hækk­andi eldsneyt­is­kostnaði vegna hækk­andi heims­markaðsverðs á olíu sem væri af­leiðing inn­rás­ar­inn­ar og viðbragða Vest­ur­veld­anna sem hafa beitt Rússa mjög hörðum efna­hagsþving­un­um. Rúss­ar eru næst stærsti út­flytj­andi hrá­ol­íu í heim­in­um á eft­ir Sádi-Ar­ab­íu.

Fram kem­ur í um­fjöll­un AFP-frétta­veit­unn­ar að verð á olíu hafi náð jafn­vægi í dag en verðið nem­ur tæp­um 100 doll­ur­um á tunnu.

—————————————-

Mbl – 31.03.2022

Biden skrúfar frá olíukrananum

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í dag for­dæma­lausa los­un á olíu úr sér­stök­um neyðarforða Banda­ríkj­anna til að vinna gegn sí­hækk­andi verði á eldsneyti.  

Biden leit­ar núna allra leiða til að lækka verð á eldsneyti í Banda­ríkj­un­um en það hef­ur snar­hækkaði í kjöl­far inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu.

Eldsneytis­verð hef­ur orðið að miklu hita­máli fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um í nóv­em­ber en demó­krat­ar gera allt í þeirra valdi til að halda meiri­hluta í þing­inu.  

For­dæma­laus­ar aðgerðir

Biden hyggst leysa 180 millj­ón ol­íu­tunn­ur úr olíu­forðanum á næstu sex mánuðum. Það nem­ur um millj­ón tunn­um af olíu á dag. Aldrei hef­ur jafn mik­il olía verið leyst úr olíu­forða Banda­ríkj­anna frá því hon­um var komið á fót árið 1974.  

Þar að auki til­kynnti Biden refsiaðgerðir banda­rískra stjórn­valda gegn olíu­fyr­ir­tækj­um sem hafa ekki aukið fram­leiðslu sína á landsvæði sem þau leigja frá rík­inu. 

Í til­kynn­ingu Hvíta húss­ins um málið kom fram að þessi met­los­un á olíu ætti að hjálpa Banda­ríkja­mönn­um til loka árs þegar fram­leiðsla á olíu inn­an­lands ætti að vera búin að aukast til muna.

Óljóst er hversu mikið eldsneytis­verð í Banda­ríkj­un­um mun lækka við þess­ar aðgerðir banda­ríska rík­is­ins. Verðið hef­ur þó lækkað ör­lítið strax í kjöl­far til­kynn­ing­ar­inn­ar.

————————————————

Gasleiðslur Rússa til Evrópu

.

Mbl – 8.03.2022

Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið

Rúss­nesk yf­ir­völd hafa varað við því að þau kunna að skrúfa fyr­ir helstu flutn­ings­leiðir gass til Þýska­lands ef Vest­ur­lönd taka sig til og banna kaup á rúss­neskri olíu.

Staðgeng­ill rúss­neska for­sæt­is­ráðherr­ans, Al­ex­and­er Novak, sagði að slíkt bann myndi hafa í för með sér „skelfi­leg­ar af­leiðing­ar“ fyr­ir heims­markaðsfram­boð og -verð þannig að olíu­verð færi upp í um þrjúhundruð doll­ara á tunnu.

Banda­rísk stjórn­völd hafa und­an­farið gefið því und­ir fót­inn að þau, ásamt öðrum vest­ræn­um þjóðum og banda­mönn­um, ættu að banna kaup á rúss­neskri olíu sem viðbót við viðskiptaþving­an­ir á hend­ur Rúss­um. Þjóðverj­ar og Hol­lend­ing­ar hafa hafnað því að taka þátt í slík­um fyr­ir­ætl­un­um.

Evr­ópu­sam­bandsþjóðir reiða sig á viðskipti við Rúss­lands fyr­ir um 40 pró­sent af gasi sínu og 30 pró­sent af olíu­viðskipt­um og ekki eru aðrir birgjar í sjón­máli.

Novok sagði að Rúss­land hefði rétt á því að spyrna til baka og benti á að þegar hefðu Þjóðverj­ar fallið frá áform­um um gas­leiðsluna Nord Stream II.

.

Mynd – blacknews.ro 21.02.2022

.

Móttökustöð fyrir gas úr Nord Stream II leiðslunni í Þýskalandi. AFP

Fleira áhugavert: