LAGNAKERFAMIÐSTÖÐ Íslands verður opnuð við hátíðlega athöfn, laugardaginn 24. nóvember, kl. 14, af ráðherrunum Birni Bjarnasyni og Valgerði Sverrisdóttur auk Björns Karlssonar, brunamálastjóra ríkisins og Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar formanns Lagnakerfamiðstöðvar Íslands.25. ágúst 1999 stofnuðu eftirtaldir aðilar sjálfseignarstofnunina Lagnakerfamiðstöð Íslands: Lagnafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóli Íslands, Tækniskóli Íslands, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, Iðntæknistofnun Íslands, Samtök iðnaðarins, Samband iðnmenntaskóla (Iðnmennt) Brunamálastofnun Íslands.
Hlutverk lagnakerfamiðstöðvarinnar er að vera starfsvettvangur þeirra er vinna við rannsóknir og fræðslu í lagnaiðnaði. Að leggja til húsnæði, tæki og búnað sem notaður er við fræðslu og rannsóknir.
Markmið lagnakerfamiðstöðvarinnar er að stuðla að rannsóknum, þróun, stöðlun og tæknilegum umbótum í lagnatækni og samhæfa rannsóknir á lagnakerfum í landinu. Að efla kennslu og þjálfun á sviði lagnakerfa í skólum landsins á framhaldskóla- og háskólastigi og að veita aðstöðu fyrir endurmenntun iðnaðarmanna og hönnuða.
Til þess að uppfylla hlutverk og markmið stöðvarinnar verður komið upp hvers kyns lagnakerfum og hlutum þeirra til þess að mæta sem best kennslu- og rannsóknarþörf allra þátttakenda stöðvarinnar, segir í fréttatilkynningu.