Olíumælirinn – Olíulaust, innrás, stríð

Grein/Linkur: Olíumælirinn nálgast „stríð“

Höfundur:  Ketill Sigurjónsson

Heimild:  Orkubloggið

.

.

Olíumælirinn nálgast „stríð“

Þó svo ég sé í afskaplega góðu skapi í dag, verður ekki hjá því komist að Orkubloggið sé á alvarlegum nótum. Hinar vikulega miðvikudagstölur um olíubirgðir í Bandaríkjunum voru heldur hærri í þetta sinn, en flestir væntu. Þetta er vísbending um minnkandi olíunotkun í landinu. Líklega vegna efnahagsástandsins þar, sem er ekki upp á marga fiska þessa dagana. Aftur á móti birtust líka í dag heldur nöturlegri fréttir:

OilWarPeace

OilWarPeace

Energy Information Administration (EIA) er tölfræðistofnun, sem heyrir undir bandaríska orkumálaráðuneytið. Fyrir ári síðan spáði EIA að 2010 muni olíuframleiðsla í heiminum verða 90,7 milljón tunnur á dag. Nú er talið að þetta gangi því miður ekki eftir; spáin frá í dag er einungis upp á 89,2 milljón tunnur.

Og það sem gerir spána enn svartari: Þó svo lækkunin sé einungis innan við 2% frá fyrri spá, er nú gert ráð fyrir að 2010 verði hinn vestræni heimur enn háðari OPEC-ríkjunum en fyrri spá hljóðaði upp á. M.ö.o. þá mun stærra hlutfall af framleiðslu-aukningunni koma frá OPEC.

Það stefnir sem sagt allt í það að ríki eins og Bandaríkin, Kína, Indland og Evrópusambandið verði enn háðari olíu frá OPEC-ríkjunum en þau eru í dag. Og nóg er nú samt. Þetta þýðir einfaldlega að enn meiri líkur en áður, eru á innrás Bandaríkjanna í Íran.

En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Hinar neikvæði fréttir eru sem vatn á myllu þeirra sem fjárfesta í endurnýjanlegri orkuvinnslu. Sól og vindur!

Fleira áhugavert: