Kínversk þjóðarframleiðsla – Millistéttin, vistarbandið..

Heimild: 

 

Nóvember 2013

Kínverska vistarbandið losað

China-GDP_2009-2013Vísbendingar eru um að á næstu árum kunni að vera að hægja talsvert á efnahagsuppganginum í Kína. Undanfarin ár hefur a.m.k. dregið úr þeim ofsavexti sem þar hefur verið í vergri þjóðarframleiðslu. Stóra spurningin virðist vera sú hvort jafnvægi sé að nást – eða hvort áfram hægi þarna á?

Hversu hratt eða hægt það kann að gerast er ófyrirsjáanlegt. En þær þjóðir sem hafa notið kínversku uppsveiflunnar í hvað ríkustum mæli og stórhagnast á mikilli eftirspurn frá Kína, hafa talsverðar áhyggjur af þróuninni núna.

Þar er Ástralía sennilega besta dæmið. Hratt vaxandi eftirspurn Kína eftir kolum og járni (fyrir kínversku stáliðjuverin) hefur valdið geysilegu góðæri í Ástralíu undanfarinn áratug. En nú hefur hægt talsvert á efnahagsuppganginum þar syðra og fyrir vikið hefur t.d. nokkrum stórum áströlskum námuverkefnum verið slegið á frest.

People-Middle-Class-World_2000-2020_2012Kólnun á hagvextinum í Kína gæti vissulega haft slæmar afleiðingar fyrir ástralskt efnahagslíf. En það er þó varla ástæða til að örvænta. Kínverjar eru fjölmennasta þjóð heims og ennþá eru mörg hundruð milljónir Kínverja sem hafa að mestu staðið utan efnahagsuppgangsins. Ekki virðist ólíklegt að á næstu tíu árum eða svo bætist u.þ.b. 200-300 milljónir Kínverja við þann hóp sem hefur aura afgangs til að setja í betra húsnæði, betra farartæki, meiri fatnað, meiri mat o.s.frv.

People-Cities-Big_World-China_1975-2025_2012Þetta eru risavaxnar tölur! Kínverska millistéttin kann sem sagt að stækka meira næsta áratuginn en sem nemur öllum Bandaríkjamönnum eða jafnvel öllum íbúum innan Evrópusambandsins.

Í þessu sambandi er reyndar áhugavert að í Kína hafa í áratugi (og reyndar í aldir) verið í gildi ýmsar strangar reglur sem takmarka heimildir eða tækifæri fólks til að flytjast milli landshluta. Reglurnar fela í sér eins konar vistarband og hafa vafalítið haldið aftur af borgarmyndun í Kína. Eða a.m.k. leitt til mun hægari breytinga á þróun fólksflutninga þar en ella hefði verið. Nýverið slökuðu kínversk stjórnvöld á þessum reglum. Það gæti aukið enn frekar áhrif markaðsbúskapar í Kína og gæti hjálpað til að keyra upp hagvöxtinn. Þar að auki er líka nýbúið að slaka á ströngum reglum um barneignir. Sem mun örugglega valda fjölgun í ungu kynslóðinni og um leið auka eftirspurn eftir alls konar vörum sem barnafólk þarf og vill.

China-Middle-Class_2012-2012-forecastÍ ár (2013) verður hagvöxturinn í Kína líklega á bilinu 7-8%. Sumir voru farnir að búast við því að hann myndi á næstu árum minnka jafnt og þétt. En hver veit; kannski mun hagvöxturinn þarna þvert á móti brátt taka að aukast á ný. Hvort það nægi til að koma í veg fyrir efnahagslægð í Ástralíu verður að koma í ljós. Þetta skiptir reyndar heiminn allan miklu máli, því ef hagvöxtur verður brátt lítill í Kína mun það nær örugglega valda djúpri efnahagskreppu víða um heim. En það eru sennilega óþarf áhyggjur – eða hvað?

Fleira áhugavert: