Fráveita Reykjavík – 1. þreps hreinsistöðvar

Heimild: 

 

Um fráveituna

Veitur annast uppbyggingu og rekstur fráveitu í Reykjavík, Borgarnesi, á Akranesi, Bifröst, Hvanneyri, Varmalandi og í Reykholti. Þá er frárennsli frá Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og hluta Garðabæjar hreinsað í hreinsistöðvum fráveitunnar við Ánanaust og Klettagarða.

Í Reykjavík reka Veitur þrjár fyrsta þreps hreinsistöðvar þar sem grófefni, sandur og fita er hreinsað úr skólpinu áður en því er dælt út í Faxaflóa þar sem sjórinn sér um að brjóta þau efni niður sem eftir eru í skólpinu.

Haustið 2017 verða samskonar hreinsistöðvar teknar í notkun á Akranesi og Borgarnesi. Í Borgarbyggð reka Veitur fjórar tveggja þrepa hreinsistöðvar þar sem auk grófhreinsunar fer fram niðurbrot á lífrænum efnum áður en hreinsuðu skólpi er veitt í viðkvæman viðtaka.

Fráveitan veitir mikilvæga þjónustu sem enginn getur verið án en fæstir leiða hugann að í amstri dagsins. Fráveitan flytur frárennsli heimila og fyrirtækja, ofanvatn frá götum og lóðum, og í sumum hverfum bakrás hitaveitu, út í viðtaka, með viðkomu í hreinsistöð. Hreinsunarferli skólpsins skapar náttúrunni sjálfri skilyrði til að taka við frárennslinu og farga því án þess að skaða vistkerfið. Á nokkurra ára fresti eru gerðar ítarlegar viðtakarannsóknir til að kanna áhrif skólpsins á viðtakann og sýna þær að losun skólps hefur lítil sem engin áhrif á gæði sjávar.

 

Fleira áhugavert: