Dýjakrókar friðlýstir – G.bær kaupir vatn af Kópavogi..

Heimild:   

 

Desember 2017

Vatn frá Kópavogi hleypt á dreifikerfi Garðabæjar

Vatni frá Vatnsveitu Kópavogs var í dag, föstudaginn 21. desember 2007, hleypt á allt dreifikerfi Vatnsveitu Garðabæjar. Fyrir fáum vikum var vatni frá VK hleypt á Kauptún og síðar á Molduhraun.

Tengd mynd

Garðabær, Dýjakrókar eru efst hægramegin á mynd, austan við Vífilstaðavatn

Vatnsveita Garðabæjar mun í framtíðinni kaupa vatn af VK samkvæmt 40 ára samningi um kaup á köldu vatni sem Garðabær og Kópavogsbær gerðu á síðastliðnu ári.

Í tilkynningu vegna þessara tímamóta segir að lögð hefur verið 400 millimetra vatnslögn frá Kópavogi að Reykjanesbraut við Vífilsstaðalæk og er þar tengi- og stjórnbrunnur. Þaðan dreifist vatn til nýrra svæða Urriðaholts og niður í bæinn.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hleyptu vatni á dreifikerfið í stjórnbrunninum við Vífilsstaðalæk í dag og dreyptu á vatninu.

„Þetta er stór dagur fyrir okkur Garðbæinga,“ sagði Gunnar Einarsson. „Maður horfir með trega til gömlu vatnsveitunnar sem hefur þjónað okkur svo vel í gegnum tíðina en um leið er maður afskaplega ánægður að fá tryggt vatn frá Vatnsveitu Kópavogs til framtíðar þar sem okkar vatnsveita var víkjandi.“

„Ég óska Garðbæingum til hamingju með þennan áfanga,“ segir Gunnar I. Birgisson. „Þetta verkefni treystir bönd og samvinnu bæjarfélaganna.“

Árið 1963 var lögð vatnslögn frá Dýjakrókum austan Vífilsstaðavatns og niður í þéttbýlið sem var að myndast í Garðahreppi. Í fyrstu var vatnið sjálfrennandi úr lindunum en  árið 1978 var sett dæla í borholu í Dýjakrókum og dældi hún vatni til bæjarins. Síðustu árin hafa tvær borholur í Dýjakrókum séð Garðbæingum og Álftnesingum fyrir neysluvatni og hefur ársnotkunin undanfarin ár verið um 1200 þúsund tonn, þar af hafa um 200 þúsund tonn farið á Álftanes.

Nú verður vatnsbólum Garðbæinga í Dýjakrókum lokað eftir rúmlega 40 ára notkun þar sem vatnsvernd vegna neysluvatnsöflunar verður aflétt af svæðinu. Rétt er að benda á að í stað þeirrar vatnsverndar sem svæðið hefur notið hefur bæjarstjórn Garðabæjar samþykkt tillögu um friðlýsingu Vífilsstaðavatns og nágrennis þess.

 

2007

Vífilsstaðavatn, Garðabæ

Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst sem friðland árið 2007. Friðlýsingin tekur til Vífilsstaðvatns og hlíðanna að sunnar og austanverður upp frá vatninu upp á brún, að meðtöldu Grunnavatnsskarði. Vestur – og norðurmörk fylgja ofanbyggðavegi og Elliðavatnsvegi.

Friðlýsingunni er ætlað að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands vatnsins og styrkja verndun tegunda og samfélagsgerðar með sérstæðum stofnum bleikju, urriða, áls og hornsíla í vatninu. Hornsílin í vatninu eru mjög sérstök þar sem þau skortir kviðgadda. Töluvert af andfuglum verpa við vatnið og mófuglar um­hverfis það. Markmið með verndun  nærsvæðis vatnsins er að tryggja eðlilegt grunnvatnsstreymi til þess og viðhalda náttúrulegu gróðurfari svæðisins. Enn fremur er það markmið friðlýsingarinnar að treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslu­gildi svæðisins.

Stærð friðlandsins er 188,3 ha.

 

 

Fleira áhugavert: