„Papp­írs­laus viðskipti“ – Fjar­stýrt og upp­hitað

Heimild:  

 

Mars 2015

Papp­írs­laus viðskipti hafa verið stunduð um hríð, en líkega hafa papp­írs­laus sal­erni ekki náð jafn­mik­illi út­breiðslu. Nú býður hrein­lætis­tækja­versl­un­in Ísleif­ur Jóns­son slík­an grip til sölu og er sal­ernið þeim kost­um búið að sá sem það not­ar þarf ekki að nota sal­ern­ispapp­ír er hann hef­ur gengið örna sinna.

Volg­ar vatns­bun­ur sem ber­ast úr stút­um sjá um að skola þá lík­ams­parta sem þurfa hreins­un­ar við. Með því spar­ast kaup á sal­ern­ispapp­ír og hrein­læti er tals­vert meira, að sögn versl­un­ar­stjóra. Þá eru ótal­in þau um­hverf­i­s­vænu áhrif sem minni papp­írs­notk­un hef­ur í för með sér.

Um­rætt sal­erni heit­ir Sen­so Wash, það er hannað af franska hönnuðinum Phil­ippe Starck og fram­leitt hjá þýska fyr­ir­tæk­inu Dura­vit. Það hef­ur verið til sölu hjá Ísleifi Jóns­syni um skeið og að sögn Lárus­ar Ein­ars Huld­ars­son­ar, versl­un­ar­stjóra þar, á þessi tækni ræt­ur að rekja til Jap­ans, þar sem notk­un slíkra sal­erna er nokkuð út­breidd.

„Þetta virk­ar í stuttu máli þannig að þegar kló­sett­ferðinni er lokið er ýtt á fjar­stýr­ingu. Þá koma stút­ar fram und­an set­unni og sprauta vatni. Það er hægt að forstilla hit­ann og kraft­inn á vatn­inu og einnig hvert bun­an bein­ist, t.d. er hægt að velja dömu- og herr­astill­ing­ar,“ seg­ir Lár­us. „Í fram­hald­inu er svo hægt að stilla á blást­ur ef fólk vill.“ Þessu til viðbót­ar er seta sal­ern­is­ins upp­hituð.

Spurður í hverju helstu kost­ir sal­ern­is­ins fel­ist seg­ir Lár­us þá marga, sá helsti sé að því fylgi tals­vert meira hrein­læti en þeim hefðbundnu. „Þetta þríf­ur bet­ur en papp­ír­inn. Svo minnk­ar papp­írs­notk­un­in.“ Hann seg­ir þó all­an gang á því hvort þeir sem noti grip­inn sleppi því að nota sal­ern­ispapp­ír, það sé ákvörðun hvers og eins.

Margskon­ar auka­búnaður

Sal­erni af þess­ari gerð er til af­nota fyr­ir viðskipta­vini Ísleifs Jóns­son­ar og að sögn Lárus­ar nýt­ur það tölu­verðrar hylli og fýs­ir marga að prófa það. „Það er til í dæm­inu að fólk geri sér ferð hingað til að gera stykk­in sín. Marg­ir vilja prófa þetta og það eru all­ir vel­komn­ir.“

Grunn­verð á Sen­so Wash-sal­erni er 320.000 krón­ur. Við það er hægt að bæta ýms­um auka­búnaði, allt eft­ir smekk og þörf­um hvers og eins; t.d. nuddi, næt­ur­lýs­ingu og sjálf­virkri lok­un.


Er lokinu er lyft kemur í ljós vatnsstútur sem skolar ...

Er lok­inu er lyft kem­ur í ljós vatns­stút­ur sem skol­ar þá lík­ams­parta sem þurfa þess við að sal­ern­is­ferð lok­inni. Hægt er að stilla hita­stig og kraft vatns­b­un­unn­ar. mbl.is/​Eggert

Fleira áhugavert: