Berbrjósta, bannað – Sundi+heima

Heimild:

.

Febrúar 2020

Kona í Utah í Banda­ríkj­un­um hef­ur samþykkt að játa sök og gang­ast und­ir dómsátt en hún var ákærð fyr­ir að hafa verið ber­brjósta á heim­ili sínu fyr­ir fram­an stjúp­börn sín.

Tilli Buchan­an valdi að játa sök til þess að koma í veg fyr­ir að þurfa að fara í gegn­um saka­mál fyr­ir rétti. Ef hún hefði verið fund­in sek fyr­ir dómi hefði hún verið skráð sem kyn­ferðis­brotamaður, seg­ir lögmaður henn­ar, Ran­dy Rich­ards.

Hann seg­ir ákær­una fá­rán­lega en hann hafi ráðlagt henni að gang­ast und­ir sátt­ina til þess að koma í veg fyr­ir að á saka­skrá henn­ar kæmi fram að hún væri kyn­ferðis­brotamaður með öllu sem því fylg­ir.

Ákær­an á hend­ur Buchan­an var í þrem­ur liðum og var henni gefið að sök sak­næmt  losta­fullt at­hæfi. Hún hafði verið ber að ofan í hús­næði fjöl­skyld­unn­ar þar sem þau hjón­in voru að ein­angra bíl­skúr­inn. Þrjú stjúp­börn henn­ar, á aldr­in­um 9-13 ára, sáu þannig brjóst henn­ar. Eig­inmaður henn­ar var einnig ber að ofan en hann var ekki ákærður fyr­ir at­hæfið. Ef hún hefði verið fund­in sek um losta­fulla hegðun átti hún yfir höfði sér allt að eins árs fang­els­is­dóm og að vera á skrá yfir kyn­ferðis­glæpa­menn í tíu ár.

Þegar stjúp­börn Buchan­an sáu hana fá­klædda í bíl­skúrn­um spurðu þau hana hvers vegna hún væri svo fá­klædd og sagði hún að ef faðir þeirra gæti berað brjóst sín þá ætti hún að gera það líka. Hjón­in sögðu fyr­ir dómi ástæðuna fyr­ir því að þau voru ber að ofan þá að þau vildu forðast að verða skít­ug auk þess sem það var mjög heitt inni í bíl­skúrn­um þegar þau voru að púla þar.

Það er í lagi fyrir karl en ekki konu að …

Það er í lagi fyr­ir karl en ekki konu að fara úr að ofan á heim­ili sínu í Utah í Banda­ríkj­un­um.

Buchan­an var ákærð snemma á síðasta ári eft­ir að móðir barn­anna til­kynnti lög­reglu um at­hæfið. Buchan­an sagði fyr­ir dómi að hún ætti erfitt með að átta sig á því hvers vegna eig­inmaður henn­ar mætti fara úr að ofan en hún ekki. Sak­sókn­ari var ekki á sama máli og sagði að í nú­tíma banda­rísku sam­fé­lagi væri litið á það þannig að ber kven­manns­brjóst féllu und­ir losta­fullt líferni.

Þegar hún játaði sök í gær samþykkti Buchan­an að það hefði ekki verið rétt að bera brjóst­in fyr­ir fram­an aðra full­orðna mann­eskju. Verj­andi henn­ar seg­ir málið gjör­sam­lega fá­rán­legt. Að kon­ur þurfi að hafa áhyggj­ur af því hvort börn þeirra sjái brjóst þeirra eður ei. Hann seg­ir að í raun og veru hafi skjól­stæðing­ur hans játað að hafa gerst sek um að vera ber­brjósta fyr­ir fram­an eig­in­mann sinn þar sem til­tekið er að um full­orðna mann­eskju er að ræða.

Sam­tök borg­ara­legra rétt­inda í rík­inu, The American Civil Li­berties Uni­on of Utah, segja að málið gagn­vart Buchan­an hafi aldrei átt að ganga svona langt. „Þegar ég tala við fólk um málið held ég að eng­inn geri sér grein fyr­ir því að hann geti átt yfir höfði sér ákæru fyr­ir að ganga um heim­ili sitt skyrtu­laus,“ seg­ir lögmaður ACLU, Leah Far­rell, í viðtali við New York Times.

Töluverð umræða hefur verið um hvort konur megi vera berbrjósta í sundlaugum landsins Smella hér til að lesa það

Fleira áhugavert: