Saga Egyptalands – Byltingin 2011 ..frelsi,lýðræði
Smella á örina á timalínuna hér að ofan, til að heyra umfjöllunina
Janúar 2016
Í ljós sögunnar rifjar upp sögu byltingarinnar sem steypti Mubarak, að því tilefni að fimm ár eru liðin frá þessum örlagaríku dögum í janúar og febrúar 2011.
Í upphafi dags 25. janúar vissi enginn hversu margir myndu hlýða kalli ungu aðgerðasinnanna. En mótmælin urðu þau fjölmennustu í Egyptalandi í áraraðir, og kveikjan að þriggja vikna langri uppreisn.
Milljónir Egypta mótmæltu á götum Kaíró og fleiri egypskra borga dag eftir dag, og létu hvorki vígbúna óeirðalögreglumenn né ofbeldisfullan glæpalýð, sem forsetinn sigaði á mótmælendur, stöðva sig.
„Við erum endanlega búin að rjúfa hræðslumúrinn sem hefur hlekkjað okkur í þrjátíu ár,“ sagði einn mótmælendanna sem héldu til á Tahrir-torgi Kaíróborgar við Jón Björgvinsson, fréttaritara Ríkisútvarpsins.
Í þættinum heyrist meðal annars frásögn Jóns af vettvangi og annarra Íslendinga sem urðu vitni að þessum atburðum með eigin augum, þeirra Sigrúnar Valsdóttur bóksala í Kaíró og Kristjáns Sigurjónssonar, myndatökumanns hjá sænska ríkissjónvarpinu.