Rafbílavæðing – Ákjósanlegasta land heimsins

Heimild:  

 

Gróðurhúsaáhrifin og efahyggjan

Er sammála þeim sem vilja sporna gegn losun CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda, þó ekki sé nema til að minnka mengun og bæta umhverfið. Er tortrygginn á spádóma um stórfelldar veðurfarsbreytingar, en álít engu að síður að Al Gore sé vel kominn að friðarverðlaunum Nóbels, enda er málflutningur hans til þess fallin að draga úr mengun og bæta lífskjör.

FCCC-Paris-Agreement-Situation-Explained-1

Smella á myndit til að stækka

Þannig skrifaði Orkubloggarinn þegar Orkubloggið hóf göngu sína – fyrir tæpum átta árum. Sem sagt efaðist um eða tortryggði það að losun gróðurhúsalofttegunda valdi stórfelldum veðurfarsbreytingum. Á þessum u.þ.b. átta árum virðist mannkynið almennt þó hafa orðið sífellt sannfærðara um að skýr orsakatengsl séu þarna á milli.

Og það er sannarlega staðreynd að magn gróðurhúsalofttegunda (a.m.k. magn koltvíokíðs) í andrúmsloftinu hefur verið að aukast (sbr. efsta grafið). Og vissulega er líklegt að meginorsök þess sé mikill kolvetnisbruni (olía, gas og kol). Og það er líka staðreynd að hitastig hefur verið að hækka. Þ.e. meðalhiti á jörðinni (sbr. grafið næst hér að neðan, sem er frá NASA).

World-Temperature-Average_NASA_1880-2014Hvort þetta sannar að orsakasamband sé milli kolvetnisbrunans og hækkandi htastigs, verður sjálfsagt alltaf umdeilanlegt. En niðurstaðan hjá hverjum skynsömum manni hlýtur að vera sú að það er a.m.k. mögulegt að þarna sé beint orsakasamband. Þ.e. að kolvetnisbruninn sé þarna áhrifaríkur orsakavaldur. Og þess vegna óðs manns æði að reyna ekki að takmarka kolvetnisbrunann. Annað væri gáleysi – eða a.m.k. fáránlegt kæruleysi eða tómlæti gagnvart börnum okkar og kynslóðum framtíðainnar. Þess vegna er í reynd áhyggjuefni hversu skammt var gengið á Parísarráðstefnunni í að koma á bindandi þjóðréttarlegum takmörkunum á losunina.

FCCC-Paris-Agreement-Situation-Explained-2Eflaust mætti nefna mörg dæmi um þá hættu eða ógnir sem hækkandi hiti og loftslagsbreytingar hér á jörð geta valdið. Íslendingar eru þó kannski kærulausari gagnvart þessu en flestir aðrir. Því skv. sumum spám er Ísland eitt fárra landa sem kann að þróast til betri vegar með hækkandi hitastigi.

Einkennilegast er þó að íslensk stjórnvöld skuli ekki leggja meiri áherslu á augljósasta kostinn fyrir Ísland í því skyni að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda OG um leið verða sjálfbærari með orku. Þetta er sáraeinfalt: Hér ætti að leggja miklu meiri áherslu á að auka hlutfall rafbíla.

Ísland með alla sína grænu orku er vafalítið, ásamt Noregi, ákjósanlegasta land heimsins fyrir rafbílavæðingu. Við eigum jú stærsta Teslarafgeymi heimsins! Þetta er svo augljóst að það þarf ekki einu sinni að velta vöngum um þetta. Ímyndið ykkur líka massíva og jákvæða fjölmiðlaumfjöllunina um Ísland erlendis – sem yrði í kjölfar þess ef stjórnvöld hér myndu ákveða að fella niður öll innflutningsgjöld og alla skatta á rafbíla. Og t.d. að auki veita eigendum rafbíla ákveðinn árlegan kvóta af raforku á stóriðjuverði. Tesla… here I come!

Fleira áhugavert: